Vísir - 15.12.1975, Qupperneq 2

Vísir - 15.12.1975, Qupperneq 2
2 IVIánudagur 15. desember 1975. VISIR Ársæll Þorsteinsson, nemi: —Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég hef bara tvisvar farið á hestbak. I bæði skiptin þótti mér það mjög gaman. Viðar Steinarsson, nerni: — Já. Ég er úr sveit og fer oft á hestbak. Sjálfur á ég hest, en hann er ekki kominn á tamningaaldur. Gyða Haraldsdóttir, nemi:— Nei, ég hef ekki oft farið á hestbak. Og ekki nýlega. Það eru komin nærri þvi tvö ár siðan ég fór siðast á hestbak. Snjólaug Steinarsdóttir, nemi: — Nei. Ég fer þó stöku sinnum á hestbak. Það er komin ein þrjú ár siðan ég fór á hestbak siðast. Þá datt ég af baki og handleggsbraut mig. Jóhannes Jóhannesson, nemi: — Nei, ég hef sjaldan farið á hest- bak. Siðast i sumar sem leið. Reyndar er það ekkert til þess að segja frá þvi ég datt af baki. Ari Jónsson bifvélavirki: — Það má eiginlega segja að ég fari aldrei á hestbak. Að visu hef ég farið á hestbak, en aðeins töku sinnum. Mér finnst þó gaman að fara i útreiðartúra i góðu veðri. JOLAGCTRAUNIN (9) Listræn tilþrif Arnaldar eru með af- brigðum mikil i dag, i þessari næstsiðustu getraun. Jólagetrauninni lýkur sem sé á morgun. Þá hafa Steini, Gunna og fjölskylda heimsótt i allt tiu þjóðiönd, og smakkað á vinsæium jólaréttum. Vonandi hafa allir munað eftir að geyma getraunaseðlana. Verðlaunin biða nú cins þeirra skarp- skyggnu sem iendir i hópi þeirra sem hafa aliar úrlausnir réttar. Verðlaunin eru glæsilegt Nordmende- hljómtæki frá Radióbúðinni að verðmæti kr. 133 þúsund. Tækið er sambyggt segul- band, plötuspiiari, útVarp og magnari. Þvi fyigja tveir hátalarar og tveir hljóð- nemar. ENSALADA DE (hvitkálssalad). REPOLLO Ca. 300 g finsaxað hvitkál, 1 feitur hvit- laukur, 5 matsk. saladolia, 2 til 2 1/2 matsk. kryddedik, salt, pipar, 2 egg, 2 1/2 matsk. rjómi, 1 matsk. hökkuð steinselja. Saxið hvitkálið vel. Smyrjið saladskálina með hvitlauk sem skorinn er i miðju. Saladolia, edik, salt, pipar, og saman- þeytt egg og rjómi blandist i pott, sem settur er i vatnsbað. Þeytið i sifellu með- an blandan hitnar þar til hún er þykk. Hellið henni þá i skál og kælið. Þeytið i henni við og við. Þegar hún hefur kólnað blandist hún við hvitkálið, og hökkuð steinseljan dreifist yfir. Saladið fer vel með þungum kjötréttum. Nafnið á jólaréttinum hljómar ekki slorlega — Ensalada de repollo — vonandi smakkast rétturinn jafn vel og nafnið hljómar. Þá er það ykk- ar, lesendur góðir, að f inna út í hvaða landi litla fjölskyldan fær þennan rétt. □ JÚGÓSLAVÍU □ KANADA □ SPÁNI Krossið við rétt svar. Geymið seðilinn þar til getrauninni er lokið. Safnið þá seðlunum saman, og sendið ásamt nafni til Vísis. Dregið verður úr rétt- um úrlausnum fyrir jól. Spillingakerfið Halldór Vigfússon skrifar: Hversu lengi á að viðhalda þeirri reginvitleysu sem kallast lifeyrissjóðir? Fyrir hverja er verið að spara i þjóðfélaginu? Svo mikið er vist, að ekki eru það launþegarnir, þvi þeir fá aldrei helming af þvi fé sem tekið er af launum þeirra i þessa sjóði. Spara fyrir þjóöfélagið! !! Þvilik blekking. Jú, það eru bankastjórar þessa lands sem ráða ferðinni i lifeyrissjóðum landsmanna. Fyrir hverja? Það er verið að fárast yfir að sjóðir þessir brenni upp i verðbólgunni. Til hvers er þá verið að viðhalda þeim? Af hverju krefst ekki verkalýðsfor- ystan þess, að þessir sjóðir verði lagðir niður? eða þá sjálfir félagarnir I verkalýðshreyfing- unni? Til hvers er verið að viðhalda tvöföldu kerfi ellilifeyrisbóta? Það er almannatrygginga- kerfinu me'ð tekjutryggingu sem er skert er nemur greiðsl- um úr lifeyrissjóðum félaga? Löggjafinn hýrudregur minnimáttar. Svo er verið að halda ráðstefnur til bjargar spillingu þeirri sem viðgengst i lifeyris- sjóðakerfinu. Krafa dagsins er burt með spillingakerfið, lif- eyrissjóðina. Það hefur margur verið hýru- dreginn um meiri og minni fjár- hæðir i sjóðakerfið. Hvenær fá til dæmis sparimerkjaeigendur það sem löggjafinn hefur af þeim tekið? Var einhver að tala um hring- leikahús þjóöarinnar? (Alþingi) Svo eru Alþingismennirnir að undrast yfir áhrifaleysi, já og þykjast ekki vita um ástæðuna. Er það lýðræði okkar þjóðar að löggjafinn hýrudragi þá sem mega sin minnst? Þetta er ekki spurning um réttlæti löggjafans og þjóðarinnar. Heldur spillingu. Var einhver að hlæja? Þá ætti sá hinn sami að vara sig, þvi þá er oft stutt i tárin. AFENGISLAUS JOL OG ÁRAMÓT! 3082-4342 skrifar: Um tima var ég háður Bakk- usi og hans vélabrögðum. En ég átti eftir að frelsast og kynnast Kristi og hans náðarkrafti. Hvilik upplifun að koma úr myrkrinu og inn i ljósið. Þá sá ég fyrst hvað Bakkus var I raun og veru, ekkert annað en verk- færi Satans. Svo geta menn dýrkað þetta. Og benda á hve rikið missi nú af miklum fjár- munum ef Afengisversluninni yrði lokað. Ég vil halda þvi fram, að ég tel það mjög niðurlægjandi fyrir islenska rikið að afla þess fjár sem raun ber vitni, með þvi að selja mönnum þetta eiturlyf. Einn er sá maður sem hvað eftir annað hefur bent á þetta vandamál og ekki hikað við að láta skoðanir sinar i ljós þótt hann eigi marga óvildarmenn. Það er séra Arelius Nielsson. Ég þakka þér, vinur, fyrir þin bréf, og haltu ótrauður áfram.. Takmarkið er að sigra Bakkus, einn helsta óvin islensku þjóðar- innar. Höldum áfengislaus jól og áramót.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.