Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 15.12.1975, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 15. desember 1975. VISIR VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjór>erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t Iausasöi;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent Ijf. Að þjóna hugsjóninni og lúta lögmálinu, en ekki valdboði „Visir er að þreifa fyrir sér, hvort tiltækilegt sé að stofna hér dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sanngjarnt fréttablað, en laust við að taka þátt i deilumálum.” Með þessum orðum ávarpaði Visir til dagblaðs i Reykjavik lesendur sina, þegar hann kom fyrst tii sölu á götum Reykjavikur 14. desem- ber 1910. 1 sögu dagblaðs eru 65 ár langur timi. Visir hefur alla tið verið i hringiðu islenskra þjóðmála, en þó fyrst og fremst verið liflegt og sanngjarnt frétta- blað eins og að var stefnt i upphafi. Það var ekki að- eins tiltækilegt að stofna dagblað i Reykjavik 1910, heldur varð það visir að öðru meira. Gömlum og rótgrónum stofnunum hættir oft á tið- um til að staðna. Það hefur hins vegar alltaf verið mark og mið þeirra, sem unnið hafa að útgáfu Visis að færa lesendum ferskt og hressilegt blað. Þannig er Visir alltaf siungur, þó að hann sé kominn vel til ára sinna. Visir hefur um nokkurt árabil verið næst stærsta blað landsins og er enn. Að undanförnu hefur verið lagt mikið kapp á að gera blaðið betur úr garði en áður var i þvi skyni að færa lesendum siungt blað. Efni blaðsins hefur verið aukið og bætt til mikilla muna. Þessar umbætur hafa borið rikulegan ávöxt, enda fer lesendahópur Visis vaxandi. í tengslum við afmæli blaðsins og i beinu fram- haldi af umbótastarfi siðustu mánaða hefur útlit blaðsins i dag fengið nýjan svip, þó að engu hafi verið breytt i grundvallaratriðum. Þetta er aðeins einn þáttur i þvi að gefa á degi hverjum út ferskt og siungt fréttablað. Þvi hlutverki verður Visir trúr. Visir hefur ekki einvörðungu verið fréttablað, hann hefur i gegnum tiðina gegnt veigamiklu hlut- verki i islenskri þjóðmálaumræðu. Blaðið er ekki bundið i fjötra stjórnmálaflokka eða hagsmuna- samtaka, en Visir er óhræddur við að fylgja fram einarðlega grundvallarhugmyndum frjálshyggju og borgaralegs lýðræðis. í þeim efnum þarf enga sýndarmennsku eða lýðskrum. Vaxandi lesenda- hópur dæmir blaðið af verkunum. Á undanförnum mánuðum hefur Visir hleypt af stað umræðum um ýmiss konar þjóðfélagsmálefni. 1 þvi sambandi má nefna umræður um fjármál stjórnmálaflokka, flokkspólitiska fyrirgreiðslu i opinberri stjórnsýslu, misrétti i skattamálum og at- kvæðaójöfnuð ibúa i dreifbýli og þéttbýli, svo dæmi séu nefnd. Ólafur Thors fyrrum forsætisráðherra sagði eitt sinn um þetta blað: ,,Er Visir lifandi sönnun þess, að viðsýn og þjóðleg stefna getur alltaf treyst at- beina frjálslynds, óháðs blaðs, sem þjónar hugsjón- inni og engu öðru, lýtur lögmálinu en aldrei vald- boði.” Á þessum grunni er stefna Visis byggð. Fréttirnar eiga að vera sannorðar og f jalla um stóra hluti jafnt sem smáa. Þjóðmálastefnan á að vera viðsýn og frjálslynd. Allt á þetta að hafa liflegan og hressileg- an blæ. Visir mun hér eftir sem hingað til vera trúr þvi hlutverki, sem honum er ætlað að gegna, að þjóna hugsjóninni og lúta lögmálinu, en ekki valdboði. Olíufurstar og iðjuhöldar hittast í París Næsta föstudag byrjar i Paris alþjóða orku- og hráefnaráð- stefna. Undirbúningur hennar hefur kostað heils árs diplómat- iska togstreitu. Það er afrek útaf fyrir sig, að ráöherrafundur þessi með full- trúum frá 27 rikjum hafi yfir- höfuö komist á laggirnar. Skráin yfir aðildarrikin var fullgerö fyrir nokkrum dögum. Krafa breta um sérstakt sæti á ráöstefnunni hélt öllum i ó- vissu allt fram á siðustu minútu. Mánuðum saman gátu rikin ekki komið sér saman um, hvaða nafn ætti að gefa ráð- stefnhnni, eða hvað skyldi rætt á henni. Úr þvi fékkst loks skorið á undirbúningsfundi I Paris i apríl sl. „Einræður norðurs og suðurs”. Aö lokum var henni gefið þaö skrautlega en innihaldslitla heiti: „Alþjóðleg ráöstefna um efnahagslega samvinnu”, en margir vildu fremur kalla hana „einræður norðurs og suðurs”. Og þykir mörgum það sann- nefni. Þetta er upphafiö að um- fangsmiklum bollaleggingum um jafnari skiptingu auölinda jaröar, og tryggingu fyrir næg- um hráefnum og orku handa öll- um á sanngjörnu verði. Um átta iönriki munu taka þátt i ráöstefnunni — Astralia, Kanada, Spánn, Sviþjóð, Sviss, Efnahagsbandalagsrikin, Jap- an og Bandarikin. Af hálfu rikjanna mæta Brasilia, Indland, Zaire, Kame- rún, Egyptaland, Zambia, Argentina, Jamaica, Perú, Pakistan og Júgóslavia. Af hálfu olluframleiöslurikj- anna mæta Saudi-Arabia, Iran, Alsir, Irak, Indónesia, Venesú- ela, Nigeria og Mexikó. Tveir formenn veröa I forsæti á ráöstefnunni — Kanada af hálfu iðnrikjanna og Venesu- ela af hálfu oliurikjanna og þróunarrikjanna. Það var Valerie Giscard d’Estaing Frakklandsforseti sem haföi frumkvæöið aö ráö- stefnunni. A henni munu þróun- arríkin og þriöji heimurinn reyna aö sameina málstað sinn. I dag er kreppa vegna verö- bólgu og samdráttar i heimin- um, og helsta viðfangsefnið á ráðstefnunni verður aö koma taumhaldi á sihækkandi orku- verð, þó aö önnur mikilvæg við- fangsefni séu einnig fyrir hendi. Viðtækari umræðuefni á ráðstefnunni. Raunar var það andstaða olluframleiöslurlkjanna sem studd voru af þróunarrikjunum, gegn þvi aö ráöstefnán yröi helguö orkumálúm eingöngu, sem leiddi til þess, aö undirbún- ingsviöræöurnar i Paris fóru i fyrra út um þúfur. OPEC-rikin óttuðust þaö, að slikt myndi aöeins leiða til ein- hæfra ásakana vegna þess að oliuverðiö hefur fimmfaldast. OPEC-rikin lita á sig sem full- trúa þriöja heimsins i hags- munabaráttu hans fyrir hag- stæöari kjörum allra hráefna- framleiðslurikja, bg þeir vilja ekki að þeirra eigin gróði verði fyrir áföllum af völdum verö- bólgu eða gjaldeyrisskipta. En miklar framfarir hafa orð- ið siðan I april, þegar oliufram- leiðslurikin sökuðu iðnrikin um að hugsa einungis um eigin stundarhagsmuni. En það sem virtist óhugsandi i april, var samþykkt á öðrum undirbúningsfundi i Paris i október sl. Og þá einkum að um- ræðuefni á ráðstefnunni skyldu verða mun fjölbreyttari. Sérnefndir Skipaðar verða fjórar nefndir til að annast orkumál, hráefni og fjármál, og það veröur innan þeirra, sem gert verður út um helstu málefnin, nefnilega undirritun samþykkta um hin viðamestu og nákvæmustu atr- iði. Stungið hefur verið upp á þvi, að hver þessara nefnda skuli starfa i að minnsta kosti eitt ár, i von um að uppbyggilegar til- lögur komi fram um hagræð- ingu innan mikilvægra peninga- stofnana eins og alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins og alþjóða- bankans. Stefnubreyting Kissingers Mikið veltur á afstöðu Banda- rikjanna, einfaldlega vegna þess hve geysiöflugt vald þau eru bæöi i efnahagslegu tilliti og vegna þess hve þau framleiða mikið af matvælum. En á þessu ári hefur Kissinger utanrikisraðherra breytt mjög um afstööu gagnvart fulltrúúm þriðja heimsins. Það kom m.a. fram i ræðu, sem Kissinger flutti á sérsam- kundu Sameinuðu þjóðanna um efnahagserfiöleikana i heimin- um: „Viö munum taka óskir ykkar til greina og styöja tilraunir ykkar”, Þessu til stuönings lagöi Kiss- inger fram uppástungu um sjóö, sem þróunarrikin ein heföu að- gang að, svo tryggja megi á- framhaldandi þróun þeirra þrátt fyrir breytingar á hrá- efnaverði, sem ella kynnu að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þau. Aðrar uppástungur Banda- rikjanna ganga út á alþjóölegan stuöning til hjálpar einkafjár- festingum I rikjum þriöja heimsins. Tilslakanir á toll- skrárgerðum til að opna þeim nýa markaði, og aukinni mat- væla- og fjárhagsstuðning til fá- tækustu þjóðanna. Þróunarrikin vantrúuð á „frjáls viðskipti” Þessum uppástungum var fagnað innilega af rikisstjórn- um þriðja heimsins, en ennþá ríkir mikill ágreiningur — eink- um út af hugmyndum þriöja heimsins um að tengja hráefna- verð verðbólguhjólinu. Þetta spelgaði afstöðu þriöja heimsins gagnvart hinum frjálsa heimsmarkaöi, þar sem gróöi þeirra af hráefnum sinum er háöur auðhringjum og lög- málinu og framboð og eft- irspurn. Þeir vilja aukin völd á heims- markaöi, tækifæri til að draga að fjárfestingar og uppbyggja eigin iðnaðar. A þessu ári — á utanrikisráð- herrafundi óháðra rikja i Lima, á toppfundi breska samveldis- ins á Jamaica, á sérsamkundu SÞ — alls staðar hafa þróunar- rikin lagt fram kröfur sinar um „nýja skipan efnahagslifs i heiminum”. Það er trú þeirra, að til þess að þjóðir þeirra geti brotist upp ■ úr örbirgðinni, verði þlr að geta selt hálf- eða fullunnar vörur til tiltölulega auðugra rlkja á sanngjörnu verði, svo þeir geti keypt i staðinn mikilvægar iðn- aðarvörur. Julius Nyerere forseti Tansaniu lagði fram dæmi þessu til skýringar: Þaö sem skiptir þróunarrikin mestu máli núna, er hve mikil júta — eða kopar, tin, te, kakó eða hvað annað — þau verða að selja iðnrikjunum til að geta keypt sér dráttarvél. Bilið þó enn jafn breytt En bilið milli lágmarkskrafa þróunarrikjanna og hámarks þess, er iðnrlkin munu sam- þykkja er ennþá mikið. A Vesturlöndum, sem hefur nýlega oröið fyrir bylgju verð- hækkana og mestu kreppu siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, eru menn alls ekki reiðubunir til að gera slikar tilraunir. Efnáhagsmálafundurinn I Rambouillet bar gott vitni þess að stofnanir á Vestúrlöndum hefðu oröið illa úti og mikil þörf væri á sjálfstrausti til að geta sigrast á erfiðleikunum. Stirfni Vesturlanda En kröfunum um samræm- ingu hráefnaverðs og verðbólgu verður hafnað á þeim forsend- um, aö þaö myndi leiða til ó- stöðvandi veröhækkanahjóls, en annars gæti þetta mál ráðíð úr- slitum á ráðstefnunni. önnur mikilvæg spurning veröur órkuverð I framtlöinni, en hún hefur veriö mikilvæg frá byrjun. Bandarikin munu ekki draga neina hulu yfir þá skoð- un sina, að hátt oliuverð sé or- sök kreppunnar. Bandariskir diplómatar hafa varaö við þvi að áframhaldandi hækkanir oliuverðs myndu eyði- leggja efnahag jafnt þróunar- rikja sem þróaðra rikja. En þrátt fyrir tilraunir neyslurikjanna til að verða sjálfum sér nóg um orku, og minnkandi eftirspurn eftir oliu vegna veröstöövana, munu auð-, ugu þjóðirnar þó veröa háöar OPEC-löndunum á næstu árum. Stærsta oliufélag i heimi, Exxon fyrirtækið, hefur gefiö út yfirlit, sem sýnir aö öll riki vest- an tjalds, munu veröa stöðugt háðari OPEC-rikjunum á næstu 15 árum. Jafnvel Bandarikin, sem eiga geysistórar ónýttar orkulindir munu þurfa að flytja inn meiri oliu en hún eyðir núna erlendis frá. Árangur fremur ólik- legur Svo enginn getur vist flúið vald og áhrif OPEC. Óllklegt er, aö mikill árangur náist á fyrstu stigum ráöstefn- unnar. En hún gæti hjálpað rik- um þjóöum og snauöum til að koma til móts við hvor aöra ein- hvern tíma bráölega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.