Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 9
í Filmum og vélum, Skólavörðustíg 41 mæt- ast gamli og nýi timinn eins og sjá má á myndinni. Þar er hægt að kaupa kvik- myndatökuvélar frá tuttugu þúsund krón- um upp í 111.000 krónur. Ýmsar gerðir sýn- ingarvéla eru þar til en þær eru frá 30.000 krónum. Símanúmerið í Filmum og vélum er 20235. Þessi gamaldags og þægilegi ruggustóll er júgóslavneskur og kostar 9.900 krónur. Hann fæst í Vörumarkaðinum, Ármúla. i Anderson og Lauth geta frúrnar keypt handa honum þessar laglegu, ítölsku peysu- skyrtur í mörgum litum og stærðum og kosta þær 4.645.00 krónur. Auk þess er hægt að fá þar keyptar allra handanna spari- skyrtur og er verð þeirra f rá 2.500 krónum, en bindin eru frá 900 krónum. Þessir karlmannaskór fást í Stjörnuskó- búðinni, Laugavegi 89 og eru af Apollo gerð. Þeir eru vesturþýskir og handunnir. Verð þeirra er 11.620 krónur. Þeir eru samkvæmt nýjustu tísku og tilvaldir spariskór. HANDA HENNI Þessir dönsku keramikplattar eru hannaðir og skreyttir af Björn Windblad. Þeir eru gefnir út mánaðarlega en einnig eru gefnir út árstíðarplattar. Verðið er frá 1.^70 krón- um og upp i 7.000. Plattarnir fást hjá Magn- úsi E. Baldvinssyni, Laugavegi 12. Þetta skartgr.ipaskrin fæst í skartgripa- verslun Magnúsar E Baldvinssonar, Laugavegi 12. Það kostar 5.500 krónur (skartgripirnir ekki innifaldir). Einnig er hægt að fá minni og stærri skrín. Skyrturnar í Adam fást i öllum litum og eru strauf ríar, gerðar úr bómull. Þær kosta frá 2.600 og eru fyrir bæði herra og dömur. í kjólaversluninni Elsu, Laugavegi 53 fást þessir fallegu samkvæmiskjólar, en þá er bæði hægt að fá í siðu og stuttu. Eins og sjá má á myndinni er verð þeirra 14.500 krónur og 13.900 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.