Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 11
 Ein afgreiðslustúlkan í Domus klæddi sig i vatteraðan greiðsluslopp til að sýna okkur. Þessir sloppar fást í þremur litum, bláum, brúnum og bleikum. Inniskórnir sem hún er í eru í stíl við sloppinn og kosta 930 krónur. Naglalistaverk (Pin Art) er svona fyrir- bæri kallað og er reglulega snjallt. Það kostar frá 1.750 krónum en það sem myndin er af kostar 3.350. Fyrst eru naglar negldir á spjald og gylltur þráður settur eftir ákveðnum reglum. Naglalistaverkin fást í hannyrðaversluninni Lilju, Glæsibæ. Auk þessa er fjölbreytt úrval af hannyrðalist frá Penelope, sem fæst hvergi nema í Lilju. Á þessari mynd sjáum við nýlega gerð af hakkavél og grænmetiskvörn. Þessar vélar eru bæði léttar og litlar og á botni jDeirra eru sogskálar, svo þær festast vel við borðið. Hakkavélin kostar 1.970 krónur en græn- metiskvörnin 2.870. Þær fást í Lissabon Suðurveri við Kringlumýrarbraut. Gætuð þér gefið mér fyrir fari upp í Kerling§rf jöll? Þessar laglegu stúlkur brugðu sér í svunt- urnar sem fást í versluninni Irmu, Lauga- vegi 40. Svunturnar kosta frá 695-985 krón- ur. Auk þess er hægt að fá í versluninni svuntur fyrir karlmenn en þær kosta 1.760 krónur. Svuntur f yrir börnin kosta 595 krón- ur. Þessi blússa er f rá Baaden-Heinz og er úr Diolen efni. Verð hennar er frá 6.800 krón- um og fæst í þremur litum og stærðum í versluninni Didó Hverfisgötu 39. Þessar ullarrúllukragapeysur fást hjá Sonju, Suðurveri við Kringlumýrarbraut og hægt er að velja um 7 liti. Þær kosta 2.965. í Sonju er einnig hægt að fá gjafakort, þann- ig ef menn skyldu vera í vandræðum eru gjafakortin ágætis lausn á jólagjafavanda- málinu. Á þessari mynd sjást sænsku viðarljósin, sem eru til sölu í Ljósi og hita á Laugavegi 89. Þau kosta f rá 9.090 krónum upp í 14.535. Á þessari mynd er allf úr silf ri. Hálsfest- in kostar 14.300 krónur, armbandið 17.200 krónur og hringurinn kostar 5.400 krónur, en í honum er bergkristall. Þetta fæst allt í Úra- og skartgripaverslun Jóns og Oskars, Laugavegi 70. Þar er einnig hægt að kaupa hringi fyrir 120.000 krónur, þannig að ef menn hugsa hátt er eins gott að buddan sé vel feit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.