Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 17.12.1975, Blaðsíða 10
Dökku leðurtöskurnar tvær á þessari mynd kosta hvor um sig 9.875 krónur. Sú í miðj- unni kostar hins vegar 5.460 krónur. Allar þessar töskur fást í Stjörnuskóbúðinni, Laugavegi 89. I Topptiskunni, Miðbæjarmarkaðnum, fást þessar snyrtivörur fyrir konur en einnig er þar f jölbreytt úrval snyrtivara á sömu línu fyrir karlmenn. Perfumede Toilet — flask- an kostar kostar 4.675, úðunarbrúsinn stóri kostar 9.265 en hann er með 18 karata gulli á tappanum. Baðsápan kostar 666 krónur. Litli úðunarbrúsinn aftast er með gyllingu og kostar 4.522. Pifco nuddtækin sem Fálkinn h.f. Suður- landsbraut selur eru geysivinsæl og það liggur við að menn komi með resept til að kaupa þau. Þau örva alla líkamsstarfsem- ina og hjálpa þér til að slaka á eftir eril dagsins. Verð kr. 4.885. Þessar töskur fást einnig í Stjörnuskóbúð- inni við Laugaveg og sú í miðjunni er dönsk, búin til úr slönguskinni. Hún kostar 14.100 krónur. Taskan t.h. er leðurtaska og kostar 9.220 krónur. Sú til vinstri er hins vegar úr gervi- efni, mjúku og góðu og kostar 4.890 krónur. Fremst eru svo hollensku Princess leður- skórnir. Þeir eru til dökkrauðir og kosta 5.980 krónur. Fæturnar í þessum stígvélum eiga af- greiðslustúlkurnar í Sólveigu, Laugav. 69 en sú verslun hefur einnig verslunarpláss í Aðal$træti9. Leðurstígvélin t.v. kosta 15.550 krónur en rússkinnsstígvélin t.h. 16.980. Einnig er hægt að fá þar ódýrari stígvél, allt niður i 8.500, en þau eru loðfóðruð. Hjá Jens Guðjónssyni, Laugavegi 60 fást alls konar dýrgripir, hálsfestar og arm- bönd. Allar vörur hjá Jensi eru handunnar af honum sjálfum og verð þeirra sem við sjáum á myndinni er yfirleitt á bilinu frá 20.000 til 50.000. Mikið úrval er af kristalvarningi í Domos, Laugavegi en á myndinni sést vestur þýsk- ur kristall. Fatið kostar 2.980 krónur, kerta- stjakinn 1.950 krónur og vasinn 1.575 krón- ur. Þessi fallega stúlka sýnir okkur náttkjól og slopp úr Kerinu, Laugavegi 66. Náttkjóllinn er úr nyloni en sloppurinn úr velour. Slopp- urinn og náttkjóllinn eru seld saman og kostar 12.080 krónur. Þetta sett er bara til í hvítu og er með rauðum leggingum. Inni- skórnir sem stúlkan er í eru loðnir og kosta 1.840 krónur. SraunQutckCuri LjíÖM í versluninni Rafeindatæki, Glæsibæ er hægt að fá þetta hárburstasett og krullu- járnssettið frá Braun. Hárburstasettið kostar 8.350 en krullujárnið 5.825.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.