Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Síða 1
ESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudaginn 11. október 1925. Berber-kynstofninn í Marokkó. Eftir Dr. Jón Stefánsson Frá Marokkófjöllum. Ber og nakin eru þau víða, fjöllin í Marokkó, sólbrendir, gróöur- lausir eyðimerkursandar. Vatnsskortui og hinn óþolandi hiti hefir gert hteði Spánverjum og Frökkum erfiða alla sókn. Pað er ekki að sjá nú, að þarna hafi verið „kornforðabúr“ Rómverja fyrrum. Morgunblaðið hefir farið þess á leit við mig að segja eitthvað frá Marokkó sökum þess, að jeg átti þar dvöl í nokkra mámiði fyrir fimm árum. Vinur minn er læknir í bænum Meknes þar í landi. Bauð hann mjer að koma til sín og sjá mið- aldalíf og heyra sögur sagðar líkt og í „Þúsund og einni nótt“. — Jlarokkó er að nafninu^til ríki undir vernd Frakka. Heilsaði jeg því fyrst og fremst upp á land- stjóra Frakka, Lyautey. Hann tók mjer vel, og gaf mjer skriflega orðsending, sem greiddi götu mína, var vegabrjef á járnbraut- um og á bílum hermanna. Lyautey er einhver mesti skörungur og snillingur,' sem nii er uppi. Eins og Cæsar vinnur hann sigra með lægni og mannglöggri kænsku og færir það svo í frásögur á svo fögru máli, að hann hefir verið kosinn meðlimur hinna 40 ódauð- legu, Académie Frangaise. Hann er hlífiskjöldur alls, sem er þjóð- legt og fornt og gott í Marokkó. Hann leyfir ekki Frökkum að byggja hús í borgum landsins, en velur þeim bæjarstæði utanbæjar til að skemma ekki svip bæjarins. Hann lætur safna söguiú og kvæð- um. Hann vekur upp ýmsan heim- ilisiðnað, sem var liðinn undir lok. í'ranslct skáld var í liði hans, þeg- ar hann var að berjast nál. Fez, og orti drápur um hreysti fjand- manna hans. Bókin er tileinkuð Lyautey. Hann hefir verið svo grandvar að styggja ekki Múham- eðstrúarmenn, að þeir hafa gefið honum að gjöf bót af hinum heil- aga pílagrímsdúk í Mekka. Ennþá bregða allir við á gátnamótum, utan húss og innan, og falla á bæn, þegar hinar málmskæru radd ir muezzinanna svífa um loftið eins og klukknahljómar, tind af tindi, frá minaret til minaret. Enn sitja menn í sölubúðum og súlna- göngum flötum beinum og hlusta á töfrasögur. Sumstaðar sitja kvæðamenn og kyrja upp úr sjer langar stryklotur og draga seim- inn. Keimurinn og kliðurinn er líkt og í íslenskum rímnalögum. Einusinni var jeg í boði hjá heldra inanni í Meknes; spurði jeg hann þá hvort honum þætti það ekki framför, að óöld og óeirðum væri nú lint undir verndarvæng Frakka. „Það er meira rjettlæti nú“, sagði hann, „en ekki eins gaman að lifa.“ Hann vildi held- ur Sturlungaöld en búa undir út- lendu valdi með öruggum frið. Hvernig stendur á því, að ó- mentaðir og illa útbúnir fjallabú- ar hafa margsinnis sigrað her Spánverja og eru nú að verjast óvígum her, sem sækir að þeim með nýjustu skotvopnum og flug- vjelum 1 pað er af því, að þeir eru af Berber-kyni, ættstofni, sem hröklaðist upp í fjöll, Riff og At- lasfjöllin, þegar Arabar Iögðu undir sig Marokkó á sjöundu öld eftir Krists burð, og hefir haldið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.