Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. október 1925. flllir sem reynt hafa eru ánægdir með viðskiftin við oss. Fjölbreyttast úrval af aliskonar pappir, kort' um, umslögum o. fl. fSAFOLDARPRENTSMIOJA H.F Stærstu pappírsf ramleiðendur á Norðurlöndum Dnion Paper Co, Ltd. Osló Afgreiða pantanir, hvort heldur beint erlendis frá eða af fyrir- liggjandi birgðum í Reykjavík. Einkasali á íslandi. Gai*ðar Gislason. Vigfús Guðbrandsson klseðskeri. Aðalstræti 8’ Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf n-ý efni með hverri ferð. AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. senda stórsjóa á bæði borð fyrir smásnekkjurnar að velta og stinga stömpum á, og brim til þeirra sem böðuðu sig við strend- urnar. Alt varð þetta góð til- breytni og gleðiefni þeim, sem fyrir urðu. Hætt var við það áform að halda alla leið inn til Stokkhólms; (í ferðaáætluninni var gert ráð fyrir 2y2 stundar dvöl þar). — Astæðan sögð sú, að hafnargjaldið myndi verða um 20 þúsund krón- vu’ og vildu forstjórar komast hjá að greiða það tvisvar; á leið til baka var ráðgerð rúm sólarhrings dvöl. Lítill gufubátur kom því með farþega frá Noregi, og Sví- þjóð, sem ætluðu sjer með Ólafi yfir flóann. Þar kom og Yiktoría Guðmundsdóttir kenslukona. Alls komu þarna um 100 farþegar. Sól gekk til viðar áður en 'koih- ið var út fyrir eyjarnar og var undurfögur og ógleymanleg sjón, er kvöldroðinn óf sig inn í grænku skógarins og varp töfra- bjarma á sundin. Friðsæl ró færð- ist yfir alt og alla, spilti ekki til að Svíarnir völdu sjer saéti saman aftur á þilfarinu og sungu kvöld- ljóð. í Helsingfors. Um hádegisbil næsta dag kom- um við til Helsingfors, eftir að hafa farið langa leið milli skerja og skógivaxinna eyja við Finn- landsströnd; veðrið var hið ynd- islegasta og þótti víst öllum gott að fá að heilsa Finnlandi í slíku sólbaði. Fjórap flugvjelar sáum við á flugi yfir borginni; kom ein þeirra og hnitaði hringa marga um siglutoppa ólafs helga; sáum við flugmennina veifa og heyrðum þá hrópa. Stóð ekki á svörunum frá þilfarinu. Nú kom það upp úr dúrnum, að Ólafur var of stór, til þess að geta farið inn á þær hafnir, sem farþegaskipin fara venjulega, og varð hann því að leggjast við garð, sem gengur út öðru megin við „Sandvíkina". Er það vöruuppskipunarstaður með útbúnaði miklum til uppskipunar og feikna stórum vörugeysmlu húsum. Þetta olli fundarmönnum töluverðra óþæginda og kostnaðar er til kom að sækja fundina. Skytturnar. Með skipinu voru skyttur frá Danmörku, er ætluðu að þreyta kapp við Finna, Svía og Norð- menn í Helsingfors. Höfðu þeir verið mjög glaðir og reifir á leið- inni: Mæltu fyrir minni sjálfs sín ?>g hrópuðu ní-falt húrra fyrir sjálfum sjer. Þeim var nú fagnað af keppinautum þeirra við land- tökuna, stóðu þeir í einkennisbún- ingum sínum og með fána sína. Þarna voru svo í kveðjuskyni leiknir þjóðsöngvar Norðurland- anna, nema íslands! enda voru engar skyttur þaðan komnar. — Jeg veit ekki hvort dönsku skytt- urnar hafa verið eins kátar á heim leiðinni, — því jeg fór ekki til baka með Ólafi helga, — en ólík- legt þykir mjer það. Svíar urðu nr. 1; Norðmen nr. 2; Finnar nr. 3, og svo höfðu blöðin ekki röð- ina lengri, er þau skýrðu frá kappleiknum. Saga borgarinnar. Höfuðborg Finnanna, Helsing- fors, er fögur borg og liggur á- gætlega við verslun. Sagt er að borgin sje fyrst grundvölluð 1550, af Gústav Wasa Svíakonungi. Um 1600 voru íbúar 5—600 og var þá Helsing- fors þriðja stærsta borg landsins. Ábo með 1800 og Viborg með 800. Um miðja 17. öld, var hið núverandi borgarstæði valið — um 5 km. frá hinu gamla. Þar kom margt fyrir, er hindraði vöxt borgarinnar, svo sem stórbruninn 1657; 1695—97 gengu hættulegar landfarsóttir og 1710 drap pestin 1185 af 1800 íbúum. Um miðja 18. öldina var virkið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.