Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Síða 7
25. okt. 1925. LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS dr. J. Þ. sje rjett, og „að kirkna- tal þetta sje að stofni til“ hið sama og Páll biskup ljet gera, og er það þá „ein af elstu, rituðu söguheimildunum, sem við eigum til“, og því merkileg. Hjer er vit- anlega ekki rúm til að nefna rök þau, er Ó. L. færir fram máli sínu og dr. J. Þ. til sönnunar. Hjeðinn Valdimarsson skrifar ítarlega grein og að ýmsu leyti fróðlega, um það sem hann nefnir „Þróun auðmagnsins.“ Rekur hann þar sögu „hringanna“ og samsteypufyrirtækja í iðnaði og framleiðslu. Dylst engum, sem les, að eindreginn jafnaðarmaður rit- ar greinina. Nokkurrar hlut- drægni kennir í frásögninni og ýkja um stjórnmálaáhrif „hring- arina.“ Björgunin, sem greinarhöf. sjer, frá voða „hringanna", er vald verkalýðsins, og framgangur þeirra krafa, er hann gerir. Þó er eins og hÖf. hrísi hugur við þeirri hugsun, því að hann spyr í greinar lok: „—verður verkalýð- urinn þess umkominn að taka stjórnina í sínar hendur?“ Ástæða væri til að rita sjerstaklega um þessa grein, ýmsra hluta vegna, því hjer er ekki rúm til þess. Hannes þjóðskjalavörður Þor- steinsson ritar um Benedikt Gröndal eldra, yfirdómara og skáld. Er það 100 ára dánarminn- ing. Greinin er fróðleg, en nokkuð þur, vantar að lífsanda sje blásið í efnið. Sýnishorn þau, sem tekin eru af skáldskap hans, eru held- ur fábreytt. En gott yfirlit fær maður um æfi þessa gáfaða og merkilega manns. Þá skrifar Matthías fornminja- vörður Þórðarson um fornleyfa- rannsóknirnar á Herjólfsnesi, og það, sem kom í Ijós við þær ránn- sóknir. Fylgja greininni margar myndir: af kirkjugarðinum á Her- jólfsnesi, kirkjunistinni þar, líka- krossum frá Herjólfsnesi og af kyrtlum og hettum, sem Islend- iisgar hafa borið. Greinin er hin fróðlegasta, og styðst höf. hennar við skýrslu danska fornfræðings- ins Páls Nörlunds, en hann gróf upp kirkjurústina og rannsakaði leyfarnar af kirkjugarðinum sum- arið 1921. Það er mikið af tölum í þessari grein og upptalningum. En hún segir frá mikilli harmsögu, harm- :• sögu, sem ætti ekki að láta ókk- [ ur Islendinga ósnortna, því þarna sjást levfar fornra landa vorra, og í sambandi við þennan forn- menjafund hljóta að vakna marg- ar daprar hugsanir um neyð og hörmungar og grátlega endalykt þessara harðgerðu en illa settu manna. Þá kemur grein, er valdið hefir og valda nuin mestu umtali allra greina, sem í Skírni eru að þessu sinni, „Undir straumhvörf“, eftir Sigurð próf. Nordal. Hún fjallar um skáldskap og lífskoðun E. H. Kvaran rithöfundar. Munu menn minnast þess, að í fyrra var hjer á landi mjög mikið umtal um nm- mæli þau, er Nordal hafði látið falla um skáldskap Kvarans við sænska konu, er bingað kom þeirra erinda, a<ð skyffiiast inn í bókmenatlíf þjóðarinnar. Þessi ummæli koniu í sænsku blaði, og munu hafa verið eitthvað úr lagi færð, enda urðu þau deiluefni hjer heima og árásarefni nokkurt á Nordal. í þessari Skírnis-grein gerir nú Nordal grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls með því að kryfja nokkuð til mergjar verk Kvarans, en þó einkum lífskoðun hans eins og hún birtist í síðustu bókum hans. Er greinin ágætlega skrifuð, djúphugsuð, og er raunar eins mikið ádeila á aldarfarið nú eins og í lífskoðun Kvarans.Hljóta margar alvarlegar hugsanir að vakna við lestur hennar. Hjer er enginn kostur á að rekja, svo að gagni sje, rök þau er Nordal teflir fram máli sínu til stuðnings. Þau eru mörg og mikil og fimlega með þau farið. Menn verða að lesa alla greinina sjálfir og dæma um hversu þungar eru sakir þær, sem hann hefir á hend- ur list og lífskoðuu Kvarans. En rjett er að geta þess, að greinin er skrifuð af fullri virðingu fyrir Kvaran og rithöfundarhæfileik- um hans. Tekur Nordal það fram, að hann „telji Kvaran áhrifarík- an og merkilegan rithöfund, og að hann hafi miklar mætur á fyrri bókum hans.“ Jeg hygg, að það sje ekki fjarri lagi, að í stefnumun þessara tveggja vin- sælustu og áhrifaríkustu ritböf- nnda þjóðarinnar, þess aldraða og hins unga, mætist gamli og nýi tíminn. Enda mun Nordal líta svo á, því grein sína hefir hann nefnt ,Undir straumhvörf.' Nákunnugur maður Kvaran hefir gefið það í skyn opinberlega, að Kvaran mundi svara þessari ritgerð, og verður skemtilegt að sjá það svar, og þau átök, sem kunna að verða milli þessara gáfuðu manna um þetta efni. pessar greinar, sem nú hafa verið nefndar eru aðalgreinarnar í Skírni. En þó má nefna góða grein eftir Guðm. yfirbókavörð Finnbogason, „Eðlisfar fslend- inga.“ Segir hann í henni m. a. frá ummælum Elsworth Hunting- ton, próf. við Yale-háskólann í Bandaríkjunum, um norrænn kyn- stofninn og íslendinga, í bók er hann hefir gefið út um „eðlisfar kynkvísla.“ Eru ummæli próf full aðdáunar á íslendingum. Grein- in sýnir trú Guðm. Finnbogasonar á kynstofni íslendinga og frama- möguleikum hans. Kemur sú trú einkar glögt fram í bók hans „Land og þjóð.“ Sami maður skrifar „um nokkr- ar vísur Egils Skallagrímssonar“, úr „Sonatorrek“ og skýrir það, sem þar hefir vejið torráðið, og menn hafa deilt um áður. „Adam og Eva rekin úr Para- dís“ heitir ritgerð eftir sjera Gunnar Benediktsson, og Hall- grímur Hallgrímsson Ætar um „IJppreisn Austurlandaþjóða, — fróðlega ritgerð fyrir þá, sem lít- ið eða ekki hafa fylgst með blaða- greinum um þessi mál. En annars er lítið nýtt í henni. Loks skrifar ritstjórinn, Árni Pálsson, um Nolseyjar-Pál, þjóð- hetju Færeyinga, af góðum skiln- ingi á Færeyingum og hressilega eins og hans er venja. Er það vel farið, að einhver tekur sjer fyrir hendur að fræða okkur um þessa náfrændur vora, því við höfum þeim lítið sint, en gætum þó orð- ið þeim- að miklu liði á ýmsan hátt í baráttu þeirra fyrir verndun tungu sinnar og þjóðernis. Rvo eru ritdómarnir — Um orða- bók, Lággengi, Stjórnarbót, Is- land i Fristatstiden, Islandske Kulturbilleder, Hrynjandi íslenskr ar tungu, íslenskar orðmyndir á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.