Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1925, Blaðsíða 1
LESBÓK MORGUNDLAÐSINS. Sunnudaginn 29. nóv, 1925. EINING. Eftir Selmu Lagerlöf. Erlndi þetta f lutti skáldkonan Selma Lagerlöf á kirkjuþinginu mikla f Stokkhólmi, í ágúst síðastliðnum. Jeg œtla að leyfa mjer að segja frá viðburði, sem gerðist hjer fyr- ir nálægt 50 árum. Það var þokunótt úti í Atlants- hafi. Tvö stór skip höfðu rekist á, og annað þeirra — stórt farþega- skip, senl var á leiðinni frá New- York til Le Havre — hafði orðið lekt miðskips og sokkið. Hitt skip- ið — mikið seglskip — hafði horf- ið út í þokuna, án þess að gera nokkra tilraun til þess að bjarga farþegunum á póstskipinu. Meðal skipbrotsmanna var nng kona frá Bandaríkjunum, sem átti heima í Chicago þegar þetta gerð- ist, rík, fögur; gáfuð og gift góð- um og nýtum manni, og áttu þau 4 yndislegar telpur. Hún hafði tekist ferðina á hendur til þess að heimsækja aldurhnigna for- eldra sína, sem áttu heima í París, og sýna þeim börnin sín. Þess vegna voru allar telpurnar í för- inni. Þegar áreksturinn varð, komst alt í ógurlegt uppnám á skipinu, sem var að sökkva. Að vísu var bátum skotið út, en hvorki hún nje nokkur af telpun- um hennar höfðu fengið rúm þar. pegar skipið sökk, skoluðust þær allar í sjóinn. . Fyrst dró hringiðan hana langt niður í djúpið óendanlega, en svo skaut henni upp. Hún var nú orð- in viðskila við börnin sín og var það ljóst, aC þati voru druknuð. Sjálf kunni hún ekki að synda. Eftir augnablik mundi hún sökk- va niður í djúpið aftur, og svo kæmi dauðinn. Þá, á síðustu stundinni hugsaði hún hvörkj um manninn sinn eða telpurnar. Hún hugsaði aðeins um það eitt, að lyfta huga sínum til guðs. Rjett áður hafði Jiún sjeð ægilega sjón. Aður en tortímingin ólijákvæmilega skall yfir, höfðtt skipbrotsmennirnir mist alla stjórn á sjer. Það hafði orðið ægilegur bardagi um skipsbátana, sem ekki gátu rúmað alla 500 farþegana, sem voru á skipinu. Hraustir og sterkir menn höfðu rutt sjer braut með sparki og stafshöggum. Veik- bygðu fólki og sjúku var hrundið ti! hliðar, troðið undir fótum eða kastað út. Þessi sama geigvæn- lega barátta fyrir lífinu hjelt enn- þá áfram í sjónum kringum hana. Drekkhlaðnir bátar rjeru framh.iá lienni og í þessum bátum satit menn, með hnífana á lofti, til þess íið verjast fólkinu, sem var á sundi í kring, og nálgaðist til þess að fá að halda í borðstokk- inn. Ogeðsleg vein og formælingar heyrðitst úr öllnm áttum. En hún losaði huga sinn frá öllum þess- um áhrifum og lyfti honum til guðs. Og sál hennar hækkaði, og hún fann hvernig hún fagnaði því að koma úr þungnm mann- lífsfjötrum, hvernig hún með sig- urfögnuði bjó sig undir að koma í sitt rjetta heim'kynni. — Er það svona auðvelt að deyja, liugsaði hún með sjálfri sjer. Þá heyrði hún volduga rödd, rödd frá öðrum heimi, og svarið fylti eyru hennar eins og þrumu- niður: — Það er satt, það er auðvelt ao deyja. Það erfiða er að lifa. Henni fanst þetta vera mestu sannindin, sem hún hefði nokk- urn tíma heyrt, og hún tók glað- lega undir: Já, já það ef satt, það er erfitt að lifa. Hún aumkaði í lnigannm þá, sem ættu að halda áfram að lifa, en svo datt henni í hug: Hvers vegna þarf það að vera svof Væri ekki hægt að koma lífinu hjer á jörðu þannig fyrir, að það væri jafn auðvelt að lifa, eins og það er að deyjaf Þá heyrði hún aftur röddina miklu, sem svaraði henni: Það, sem útheimtist til þess, að auð- velt verði að lifa á jörðinni er eining, eining, eining. Meðan þessi orð hljómuðu í ejrvsa hennar var henni bjargað. Seglskipið hafði snúið við og sett út báta. Hcnni var lyft upp í einn þeirra og flutt til hafnar í Ev- rópu, ásamt 80 öðrum skipbrots- mönnum. Þessi atburður, þetta kall flaug mjer í hug, þegar jeg fyrst heyrði tíilað um kirkjufundinn. Mjer fanst, að eftir áreksturinn mikla, eftir hið hræðilega skipbrot, sem kiistnin hefir orðið fyrir, mundi margur besti maðurinn í ríki kristninnar hafa haft það á til- finningunni, að hann væri að sog- aat niður í botnlaust djúp og missa alt, sem hann átti kærast, fá óhug á lífinu og vera boðinn og búinn til að taka yfirvofandí tortímingunní, eíns og lausn frá þjáningu. En neðan úr þessu hyl- dýpi kvíðans hefir rödd úr öðrum heimi borist til eyrna þessum ör- væntandi sálum. Tnni í uppnám- inu ægilega, mitt í blóðsúthellínf- unum, hafa þessir menn lfka heyrt hrópið um einingu, of Jress vegna er það, að þeir hafa safn- ast hjer saman úr öllum álfum heims, til þess að skapa þann frið og þá eining, sem þjpðirtlír hafa þráð um þúsundir 4ra, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.