Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1926, Síða 2
2 LESBÓK M0RGUNBLAÐ3INS 3. jan. ’26. MANIFEST. FARMSKIRTEINI. UPPRUN ASKÍRTEINI. Fjölritunarpappír (duplicator) i folio og 4to Þerri- pappír, skorinn niður ókeypis, eftir i'skura. Karton, límpappír, kápupappír, prentpappír, skrifpapp- ír, ritvjelapappír, alt í mörgura litum. Nafnspjöld, ýmsar stsrðir Umslög, stórt úrval. Faktúru- o*> reikn- ingseyðublöð, þverstrikuð og óþverstrikuð selur ISAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.-SIMI 48. öllum áttum. Húsið okkar stendur á fögrum völlum, þa r sem eru stór- vaxin trje í hæfilegri fjarlægð. Breitt marmararið liggur upp að aðaldyrunum....... Vjer liöfum herhergi til aS æfa líkamann. Ver- ið getur, að þjer þyki þetta und- arlegt, en vjer höfum líkami, sem vjer þvirfum að halda vel á sig komnum, þó að þeir sjeu andlegir (spiritual though they aue). ■—■ Jeg tel víst, að þessi síðustu orð sjeu frá miðlinum sjálfum. því að hinn framliðni er einmitt að koma því fram, að lífið eftir dauðann sje ekki eingöngu andlegt heldur einn- ig líkamlegt. Og vert er að taka það fram, að „ajidlegur líkami“ er vandræðalegra orðatiltæki en svo, að þaö geti stafað þaðan sem þekking er lengra komin en hjá oss; líkami er altaf líkamlegur. pá er í húsi þessu, sem verið var að lýsa, salur, er kalla mætti Hlið- skjálf, því að þaðan má skoða verk og athafnir þeirra sem aSrar jarð- stjörnur byggja. Þá er getið um bókasöfn geysistór og lestrarsali, þar sem liagar til mjög líkt og hjer á jörðu. Mesta herbergið í höll þessari, sem framliðnir byggja, er söngsalurinn. Þar er orgel með pípum úr skínandi silfri og öðrum málmum. Einnig málverkasalurinn er nokkurskonar hliðskjálf, því að þeir geta þar skoðað landslag á öðrum stjörnuin. Stórt og fagurt fuglahús hafa þeir, þar sem er til hver fugl sem þeir geta fræðst eitt- hvað á að athuga. Nægir þetta, sem nú befir verið ritað. til að svua. frambaldslíf það. spm verið er rff segja frá, er ekki eingöngu and- legs eðlis, En ekki verður sjeð, að miðillinn, sem bókina ritar, hafi nokkurn grun um, að þarna er framliðinn, sem er að reyna til að segja frá því, að liann eigi heima á annari st.jörnu. IV. Þá vil jeg geta bókar, sem heitir The Witness (Vitnið). Ensk prests- kona, mrs. Jessie Platts, hefir þar ritað fyrir áhrif frá syni sínum sem hún kallar Tiny; fjell hann í ófriðnum mikla. ' Bókin er fróðleg mjög og með því besta sem jeg hefi lesið af því tagi. Tiny er auðsjáanlega ágætur drengur og berst mjög hraustlega við þá erfið- leika, Sem eru á að koma fram fróðleik um lífið eftir dauðann, og aldaskifti þau, sem fvrir hönd- um eru. Margt er þar að vísu aflag- að mjögog misskilið, enþómargt sem vel hefir tekist, sakir þess, hvaS prestskona þessi er gáfuð og frjálslynd. Af brjefaskiftum við hana veit jeg, að henni hefir aldrei til hugar komið sá skilningur, að sonur hennar væri að reyna til að lýsa lífi á annari stjörnu. Hjerna hjá okkur, segir Tiny. eru allskon- ar furðuleg blóm, fuglar, ár og vötn. Stundum veiða þeir í vatni þar, segir hann, en sleppa fiskun- um aftur og meiða þá ekki (s. 21 ; s. 23). Afarfróðlegur kafli er á s. 176—7. Þegar menn vita, segir Tiny, að andalieimurinn er ekkert annað en annar hluti af efnisheim- inum (the spirit world is only an- other part of the material), alveg eins o<r Ameríka er hlnti af gamln | ;mi - þó að hafið sje I » illi þá mun þeim undir eins verða ljóst, að fólkið á okkar sviði er engu síður lifandi en. á ykkar. (Hjer hefir Tiny sennilega ætlað að fá móður sína til að skrifa, að fólkið sem dáið er, og koinið fram í öðru lífi, sje líkamlegt, engu síð- ur en hjer á jörðu. En þetta hefir ekki tekist, af því að það er nú einmitt höfuðsannfæring hjá frú Platts, aö lífið eftir dauðann sje eingöngu andlegt). Þá segir Tiny: þvínær allir ímynda sjer fastlega, að stað- urinn þar sem við eigum heima, sje einliversstaðar í lausu lofti (some plaee hung up in the skv). Okkur finst þetta svo hlægilegt. A s. 219 er þetta svo enn frekar skýrt. (Hjernamegin grafar og hinumegin) er í raun rjettri, alt sami heimurinn, og mjög líkt í sumum greinum, þó að munurinn sje aftur að sumu leyti mjög mikill. A s. 67 segir þessi ág.vti drengur: Við erum nú að læra um líf á öðr- um jarðstjörnum, því að á flestum þeirra er fólk. Okkur þotti þetta í fvrstu ákaflega undarlegt, og við ætluðum varla að geta trúað því, en brátt komumst við að raun um, að það er satt. T3rúnó kennari minn segir okkur margt um Venus, hann hefir átt þar heima lengi og er því vel kunnugur þeirri stjörnu. Hann segir, að það sje mjög fagurt að eiga heima á Venus, ekki mjög líkt því sem er á jörðinni, en miklu lík- ara þeim hluta andaheimsins þar sein jeg á lieima nú. — í þessum oröum kemur skemtilega fram, að andaheimurinn er á stjörnunum. Það er á annari stjörnu, sem Tiny á heima. Hann á heima þar sem er líkara jarðstjörnunni Venus, en vor iiirð er. En annars mun hjer ekki, • í raun rjettri, vera um Venus að ræða, heldur stjörnu í öðru sól- hverfi. Tiny segir, að Brúnó veiti hið mesta athygli því sem nú er að ger- ast á jörðu hjer. Og þaö. er ekki ó- trúlegt. Ilann var einn sá maður, sem merkilegast verk hefir unnið til undirbúnings liinni stórkostlegu stefnubreytingu sem nú fer í hönd, og mest lagði í sölurnar. Hann gerði meira til að bjarga mannkyn- inu en nokknr maður annar, og hon- nm var launað moð því að leilta verstu vtegund. Það væri ekki lítið fróðlegt að vita hvað drifið hefir á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.