Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1926, Blaðsíða 6
6 stoppnál, stagnál. stormtau, stormvoð. stranunborði, spanborði. strammi, grisja. strammtöng, spantöng. straubolti, tungustrokjárn. straujárn, strokjárn. straujárnspanna, strokjárnspanna. strausykur, strásykur (strö •= strá; sykrinum er stráð á grautinn.) stroffa, lykkjuborði, lvkkjn. stumpasirts, stúfarifti. stövfrakki, rykkápa, rykúlpa. suðuspritt, sjá koges. sukkat, jólabörkur (eínkum hafður í jólakökur), glæbörknr. súkkulaði, milska (milska er fornyrði og þýðir sætur drykkur; chocolatl, kakaóvatn, er Indíánamál.) svajhnífur, tálguhefill. svampur, njarðarvöttur. svindel, fjárglæfrar. svyf (svöb), reifar. syltaður (ávöxtur), lagaður (þ. e. a. s. lagður í lög), luktur. sylta, hlaup (grísahlaup, sviðahlaup). sylta, leggja í hlaup, laga. syltutau, aldinmauk, sjá frugtgelé. table-jelly, bætingshlaup (sjá húðiug- ur). tabletter, töflur. tacksaumur, deigsaumnr. taft, silkiliereft. talk, steinmjel. tantiéme, árbót (uppbót á laun um áramót). tapioka, sjá sagógrjón. tarina, borðskál. tarteletta, brauðkæna. tau, voð. teak, valeik. teppagarn, (úr ull) duggaraband, (úr baðmull) heklugarn. teppi, ábreiða. terrakotta, brendur leir. tevarmari, hlúð (hitar ekki teið, en heldur hlýjunni á því; sbr. flúð). tjekkávísun, bankaávísun. toffee, töggur (kvk. flt.; sbr. karn- mellur). toiletgarniture snyrtigerðnr. toiletmöbla, snyrtiborð, toiletpúði, prjónakoddi. tómat, rauðaldin. tommustokkur, vasakvnrði. transithandel, áfangaverslun. trekt, gina (hún gín við hverju, sem í hana er helt). trjeull, spónatróð. trikot, prjónavoð. túba, skálpur. tútta, totta, tyggegummi, muungúm. tyll, 1) slæða, 2) net, hörnet. udförselsgodtgörelse, tollbætur. undirlíf, millibolur. valsaðir hafrar, flattir hafrar, flat- hafrar. vanille, vanilja. yatt, fóðurbaðmull, fatatróð, LESBÓK MORGtJNBLAÐSINS vattera, tróða. vermouth, vermóður., vexelkonto, innivíxlareikningur. whisky, bretaveig. vifta, blævængur. vindsli, spóla, hólkur. viskuleður, strokleður. viskustykki, þurka. voksbönner, vaxbaunir. þvcttabretti, gnúð (þvotturinn ergnú- inn á henni). öryggisnæla, lásnæla (ö. er ófimleg þýðing á sikkerhedsnaal). ——«m>—:— EIÐSVALLA- MINNISMERKIÐ. Ixinan lítils tíma verður reist í Osló minnismerki eitt, sem kenna á við Eiðsvelli, sögustaðinxx fræga, þar sem fullt.nxar þjóðarinnar komu saman eftir skilnaðinn við Dani, og sömdu og samþyktu 17. maí 1814 grundvallarlög Noregs. Vilja Norðmenn nú reisa minnis- merki, er liajdi á lofti, sýnilega og áþreifanlega, minningunni uox þennan stað og þann merkisvið' bu»rð, sem þar gerðist. Eru og fleiri endurminningar bundnar við Eiðsvelli en grvxndvallarlagasam- þyktin. Því þar ólst upp Werge- land, vinsælasta skáld Norðmanna og sá er hóf nýja strauma í þjóð" e»rnisvakningu og fræðslunxálum ýmiskonar. En það sem merkilegast er við minnismerki þetta, er það, að súla 3. okt. ’26. sú, sem myndin að framan sýnir, er ekki hið eiginlega minnismerki, lxeldur trjesúla, sem reíst hefi.r verið til bráðabirgða til þess eins að gengið yrði úr skxxgga um það, hvar minnismerkinu yrði valinn bestxw staður. — Hefir verið nokk- ur ágreiningur um það í Osló, hvar hún væri best komin. Eix helst hafa menn hallast að því, að súl- an verði látin standa vestan við stórþingið, milli Karls Johanns- götunnar og Stórþingsgötunriar. En þessi bráðabirgðasúla, séxh reist cr, sýnir glögt, að Norðmenn vilja ekki klessa minnismerkjum þeim, sem þeir reisa, einhverstað- ar og einhverstaðar, hfeldur kjósa og pffófa sig áfram raeð staðínn. þó það kosti nokkurt fje. Hjúnaefni. Það er nú mælt, að belgíski ríV' iserfinginn, Leopold prins, xrxxni trúlofast sænsku ivinsessunni Ást- rid. Hún er 21 árs að aldri og er yngsta dóttir" Carls prirxs, bróður Svíakonungs og Ingelxwg prins- essu, sem er systir Kristjáns 10. Leopold ríkiserfingi er 25 ára að aldri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.