Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 2
22G LiáSBÓK MORGUNBLAÐSLNS Eins og getið hefir verið í skeytum til blaðanna, komu afar- miklir vatnavextir í Noregi fyrir skemstu og ollu þeir sjerstaklega miklu tjóni lijá Rjukan og á Notodden, þar sem eru hinar stóru verlc- smiðjur Norsk Hydro. Myndirnar hjer að ofan gefa nokkra liugmynd um þessa vatnavexti. Eru þær teknar sín á hverjum stað. loftsti’aumana með loftbelgjum, er komast uþp í 21 km. liæð. Yms önnur viðfangsefni verða á leið vorri. Guðmundur prófessor líannesson hefir sýíit fram á í hinni ágætu bók sinni „Die Körp- ermasse der Islánder“, að íslend- ingar eru hæstir vexti allra Ev- rópuþjóða. Þetta er afarmerkilegt atriði fvrir kynstofna-rannsóknir, og mætti ef til vill skýra á. eftir- farandi hátt: Oss er kunnugt, að börn, er lifa í skuggahverfum stór- borganna, dafna illa, en þau taka skjótum framförum, er þau eru send í buj-t og fá að njóta sólar og sjávarlofts. í Wyk á Föhr er barnaheilsuhæli, er faðir læknis þess, sem er í för vorri, Dr. K. Gmelin veitir forstöðu og hefir hann 20 ára reynslu um þessi efni. Er full ástæða til að álykta, að svi]>að sje' farið á íslandi. Hinir Jöngu og dimmu vetur íslands, svara til skuggahvería stórborg- anna. Húðin verður þá veik og Ijósnæin. Og þegar sóliu loks kem- ur, færir liúu húðinni vaxtar-bæti- efni og barnið tekur að vaxa og dafua. Þegar húðiu hefir vanist sólav- Ijósinu (á 2 mánuðum), hættir vöxturinn, en næsta ár verður liúðin aftur mjög ljósnæm vegna hins langa vetrar og þessi mikli munur á sumri og vctri, vani og óvani áhrifa sólarljóssins, er senni- lega ein af aðalorsökum hinnar miklu vaxtarhæðar íslendinga. Þó veldur ekki öll geislan sól- arinnar hæðarvexti, nje varnar beinkröm. Ef sólarljós smýgur gegnum kvarzstrending, brotnar það í alla sýnilega liti regnbogans, frá rauðum lit að fjólublám. En auli þess sendir sólin oss ultra- rauða geisla (hitageisla) og ultra- fjólubláa geisla (er hafa sjerstök efnisáhrif). Stutt er síðan að mönn um varð kunnugt, að ysta borð liitis idtra-fjólubláa litar, sem ínælt er í ljósbylgjulengdum, er náhegt 320.—289. miljónasti hluti úr millimeter, eru geislar þeir, sem lækna beinkröm, skapa bætiefni, drepa sóttkveikjur o. s. frv. og hafa því læknandi áhrif. Geislar þessir smjúga ekki í gegnum venjulegt niðugler. Þess vegna lifa menn bak við rúðugler, i lífeðlisfræðilegum skilningi, í skugga. 1 stórborgunum er loftið þrungið sóti og kolaryki og ná geislar þessir, er nefndir eru Dor- nosgeislar, eftir hinum fræga þýska eðlisfræðingi í Davos í Sviss, prófessor Dornos, ekki nið- ur að yfirborði jarðar. Samkvæmt rannsóknum Hills prófessors.. í London, verða menn að fara 100 kin. í burtu frá London, til þess að geta orðið fyrir áhrifum Dor- nosgeisla. i En á íslandi? Hjer gætir Doi'- nosgeisla frá sjávarströndu til hæstu tinda. Um hásumarið verka geislar þessir frá því kl. 7 á morgn ana á Þýskalandi, en frá kl. 3 'nð nóttu á íslandi. Jafnvel skýjum huliun liiminn, sendir frá sjer þessa geisla á Islandi. Og heiður miðnæturhimininn einnig! Þenna árangur liafa rannsóknir þær bor- ið, sem við höfum gert í Skáladal við Rit við Aðalvík vestra, í fyrra og í sumar. Vjer höfum með rann- sóknum vorum nálgast lausn þess- ara viðfangsefna, en þó mun þurfa margra ára rannsókna, til þess að ráða gátur þessar að fullu. — Jeg vil einnig geta þess, að veð- urfræðing vorum Dr. Georgi, sem ötullega hefir beijt sjer fyrir flug- ferðum rnilli Evrópu og Ameríku um fsland, hefir orðið mikið á- gengt í veðurathngunum sínum, er lúta að þessu áhugamáli hans. Að endingu vil jeg flytja þakk- ir vorar, fyrst og fremst Jóni Þor- lákssyni forsætisráðherra, Dr. A. Jóhannessyni, Þorkeli Þorkelssyni veðurfræðingi, læknum íslands og yfirvöldum og einkum þá ræðis- mönnum Þjóðverja á íslandi, er allir liafa stutt oss í starfi voru í þágu vísindanna. Ennfremur þökk- um vjer hina nafntoguðu gestrisni íslendinga og minnumst einkum liins ágæta 84 ára gamla bónda, Arna í Skáladal við Aðalvík, dótt- ,ur hans frú Elínar og Elíasar manns hennar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.