Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 7
LÍÍSBÓK MOftGUNBLAÐSINS 231 í Japan er verkamannaflokkur eins og í öðrum löndum, enda þótt liann láti ekki mikið til sín taka. llaun studdi þó ofsóknirnar, setu leiddu til þess, að stærsti bankinn í Japan varð gjaldþrota í fyrra. Arangurinn varð sá, að kjör alþýðu versnuðu um allan helming og atvinnuleysi fór mjög í vöxt. Myndin hjer að ofan er af Suzuki, ein- um verkamannaforingjanum, tekin um það leyti, sem hann er að leggja á stað í Evrópuför til að taka þátt í alþjóðaráðstcfnu verkamanna í Genf. — Nú hefir japanski verkamaunanflokkurinn enn á ný orðið þess valdandi, að annar stórbanki er kominn á heljarþröm þar í iandi, og er búist við, að fari hann á höfuðið, þá muni verða aliuenn neyð í laudiuu meðal liins fátæka lýðs. Ekkert er hirt af neins konar fiski, sein í veiðigildrurnar fæst, nema laxinn. Austan til á höfðanum þrífst liveiti, hafrar og bygg, en að vest- an gulrófur, rauðrófur, kartöflur, epli, perur, plómur og jarðarber. Bændur hafa 1—10 kýr og 50— 2000 hænsni, nokkur svín, nokkr- ar kindur og fáeina hesta. Þeir eiga 38 bíla og nokkra hestvagna. Skógar eru nokkrir og ýmiskon- ar trje, t. d. Sidertrje frá 150--- 200 feta há og 28—33 fet ummáls 3 fetum ofan við jörð. — Þarna hitti jeg gamla Islend- iuga sem komu fyrir 50 árum til Kanada og bölvuðu þeir þeim degi, er þeir skildu við Island með þeitn hug að fara til Ameríku. Þeim sagðist svo frá: — Þegar við komum hingað vorum við skildir frá konum og börnum og reknir mörg hundrnð mílur í burtu, út á lönd auðkýf- inga, sem þurftu að láta grafa skurði og ræsa fram óþverra mýr- ar, höggva skóg og lireinsa (burt illgresi. Kaupi var lofað 17 eent á dag, eða tæpum 1 dal á viku, sem oft var svikist um að greiða. Við fengum nóg að eta, en við vorum reknir á fætur kl. 4 á morgnana og svo var ekið með okkur 20 mílur út á land, eða lengra. Þar urðum við að bíða þangað til vinnubjart var orðið. Oftast var hörkufrost eða snjó- bylur. Þama urðum^við að vera í 2 ár. Þá höfðum við dregið saman sína 17 dalina hver og strukurn þá. í viku vorum við að villast áð- ur en við náðum járnbrautarstöð og liðurn mesta sult á leiðinni. — Svo fórum við með járnbrautar- lestinni, en peningarnir lirukku ekki nema til næstu stöðvar og þá var eltki nema hálfnuð leiðin til Winnipeg. Við stálumst þá inn í vagn og komumst áfram. En aldrei liöfum við sjeð nje frjett til kvenna okkar og barna. Þetta 'var meðferðin á sumum þeim íslendingum, sem fyrstir fluttu til Kanada. Jeg held að íslendingar þeir, sem búa hjer á höfðanum sje einna best stæðir af íslendingum. — í Seattle eru um 600 íslendingar, en þeir eru yfirleitt fátækir, eiga sumir ltofann og lóðina, sem hann stendur á. Sumir eiga þó ekki kofann skuldlausan. — Það þætti ekki mikið á íslandi, að eiga bara kofa fyrir fjölskjdduna '5 búa í, og 36 eða 60 feta blett, fá ef til vill vinnu, mestan hluta árs fyrir $ 3.43 á dag. Það dugir tæp ast til þess að halda við fjölskyldu. Sumir fá ekki vinnu nema 4—5 mánuði og verða svo að svelta. Það virðist svo sem íslendiug- ar sje duglegustu mennimir, er hiugað flytja, en þeir eru líka ó- aðgætnir að sjá við svikum annara þjóðflokka. Hvern dal, sem þeim á skotnast taka aðrir með ýmsum svik um, sem eru óskammfeilin og jafn- vel hlægileg- Hjer er mikið um það að selja hlutabrjef; þeir selja lóðir' og lönd, steinolíunámur og gullnámur, sem aldrei hefir verið til, og verða miljónamæringar; eru svo settir í tukthúsið, þegar alt kemst upp, en liafa svo nóga peninga þegar þeir koma úr tukt- húsinu. Pjetur sonur okkar kom til okk- ar í fyrrahaust frá Síberíu og var hjá okkur í vetur. Bolsar tóku skipið, sem hann var á, 2000 tófu- skinn, 40 rifla og 400 gallón af gasolíu. l’jetur og annar maður, enskur, áttu þetta í fjelagi. íjkip- ið var frosið inni 360 mílur fyrir norðan borgina Koloma í Síberíu. Þarna tóku Bolsar alt nema 40 hunda og 4 sleða og sinn riffiliuu fyrir hvern mann, og ráku þá svo frá skipinu ,á land. Þeir voru að ferðast á daginn allan veturinn 1922—23, en bygðu sjer snjóhús til að sofa í á nóttinni. Elckert liöfðu þeir til matar nema hráan sel og hreindýrakjöt. Þeir kom- ust þó allir sex ókaldir til Koloma. Þar tók þá herskip frá Bandaríkj- um og flutti þá til Seattle. Pjetur fór til Nome í Alaska í vör og hefir farið þaðan 3 ferðir til Síberíu í sumar. Við höfum fengið 3 brjef frá honum og læt- ur hann vel yfir sjer, en hvort hann kemur heim í vetur er óvíst. Hann hefir víst í hyggju að ná sjer niðri á Bolsuin aftur. (Koloma, eða Kolymsk, er borg er stendur við ósa samnefnds fljóts í Síberíu. Þar fram undan laudi eru Bjarnareyjar, sem getur í norðurfararsögu Nordenskiolds). <&■ «•••

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.