Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 8
m LESBÓK MOKGUNBLAÐSÍNS Þegar Georg II. var konungur í Englandi, fann Caroline drotning liaiiíi einu sinni upp á því, að vilja iáta girða trjágarðana James Park og Green Park umhverfis konungshöllina, svo að almenn- ingur kæmi ekki ]>angað. Henni var þá bent á það, að þingið mundi aldrei samþykkja fjárveit- ingu til þess. „Þá skal jeg sjálf leggja fram fjeð,“ mælti drotning. Og svo sneri hún sjer að eini*m hirðmanna sinna og spurði hvað hann hjeldi að girðingarnar mundi kosta. „Þær munu ekki kosta yð- ar hátign meira en 15 shillings.“ svaraði hann. Drotning lijelt fyrst að hann væri að draga dár að sjer, en svo mundi hún eftir því, að 15 shillings eru oft nefndir 3 ltrónur, og þá skildi hún sneiðina og hætti við fyrirætlan sína. Húsfreyja: Það er best að þú farir reynsluför með ömmu áður en við látum Gustav litla í hlið- körfuna (Simplieissimus, Mún- ehen). Alla Nazimova, hin fræga rúss- neska leikkona, er nú hætt að leika í kvikmyndum og er komin til London og leikur þar á Coliseum. Hefir leikur hennar þar vakið al- menna aðdáun. Þegar hún var spurð að því hvers Vegna hún liefði hætt við kvikmyndalistina, mælti hún: — Vegna þess að jeg þrái, að taka þátt í reglulegri list, augliti til auglitis við áhorfendur, og nú hefi jeg ráð á því. Hún hefir auðgast svo á kvik- myndaleiknum, að nú sjer hún sjer fært að leika í lcikhúsi. Stórmál 1 stuttu máli. IMaður mætir dreng á götu: — Því gengurðu berfættur, drengur minn? — Jeg á enga skó! — Hvað gerir pabbi þinn? — Hann er skósmiður. — Hvers vegna smíðar hann þá ekki skó handa þjer? — Hann er atvinnulaus! — Hvers vegna er hann atvinnu- laus? — Vegna þess að allar búðir eru fullar af skófatnaði. Um íslandsvininn Percy Gra- inger, er sögðu ]>essi saga: Hann var einu sinni á ferð i Evrópu og er liann kom til Lon- don fjekk einn af vinum lians hann til þess að leika á klaver fyr- ir útvalda áheyrendur. Grainger kom nokkuð seint, en þegar liann fór að leika, brá áheyrendum í brún, því að honum, þessum fræga hljómlistarmanni, mistókst livað eftir annað. Iiann fann þetta líka sjálfur. — Hvað gengur að þjer? spurði vinur lians að lokum. Ertu veik- ur ? — Nei, en það er sótt verra. Hefirðu ekki heyrt það, að Ástra- líumenn hafa orðið undir í knatt- spyrnukappleiknuin við Englend- inga? Percy Grainger er Ástralíumað- ur. — Ilansen ætlaði að giftast ckkju, sem hafði verið tvígift. Þegar þau leiddust inn kirkjugólfið, bar svo við, að öll rafmagnsljósin slokkn- uðu. Það varð alment uppþot, en svo kallaði einliver: — Haltu ótrauður áfram, Han- sen! Hún ratar! f ræðu, sem Mussolini hjelt í þinginu fyrir skemstu, mælti hann meðal annars: — Ef .ítalía á að eiga sjer fram- tíð, þá verður íbúatalan að hafa aukist upp í 60 miljónir 1950. Það er ekki loku fyrir það skotið, að auk piparsveinaskattsins verðuiu, við að leggja sjerstakan skatt á barnlaus, hjón! Undrabarn. í París er 6 ára gamall drengur, sem heitir Jean Chaplain, og hann leikur eins vel á píanó og margir af þeim, seni kalla sig snillinga. Ilann þekkir þó eklci nótur. Hæfileikar hans i þessa átt koniu í Ijós fyrir liálfu öðru ári. Var liann þá nýstaðina upp úr slcarlatssótt. Níi dáist öll París að þessu undrabarni, sem menn segja að eigi hvergi smn lílta. Maðurinn: Hvar er hatturinn minn ? Konan: Hann liggur ])arna á borðinu? — Mjer þætti gaman að vita á live asnalegum stað hann verður næst! — Á höfðinu á þjer! (Passing Show, London). Það er siður í Japan, að í byrj- un apríl á hverju ári er haldin hin svo nefnda „brúðuhátíð“. f vor bar svo við í fyrsta skifti, að út- lendar brúður voruj hafðar þar til sýnis. Ameríkski auðmaðurinn Vanderlip hafðí sem sje stofnað fjelag í Ameríku, sem hefir það verkefni, að vinna að betra vin- fengi en verið hefír milli Japana og Bandaríkjainanna. Fann hanrt nú upp á því að senda ameríksk- ar brúður á „brúðuhátíðina“ sem vináttumerki. Var safnað samaii þúsundum af brúðum um öll Bandaríkin og á hverri brúðu var miði með nafni þess barns, sem liana gaf. Af brúðunum voru vald- ar úr 48 sem „opinberir fulltrúar Bandaríkjanna.“ Þessar brúður eru nú geymdar í keisaralega safn- inu í Tokíó, sem tákn vináttu t Bandaríkjanna í garð Japana. En Öllum hinum brúðunum liefir ver- ið dreift víðsvegar um Japan sem gjöfum til lítilla telpna. táSRJraWíTffritsmicja h.£.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.