Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 6
230 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS þorskar! Hærra, hærra, allar ýsur o" upsar! Hvað er þetta grunn? Það er allbreiður, aflíðandi pal!- ur alt í kringum landíð, og hallar honum nokkuð jafnt vit á 100 faðma dýpi, en þar tekur við grunnbrv'm og snardýpkar niður á 2(X)—250 fáðma dýpi. Þar neðan við tekur við nokkuð breiðari hrvggur, sem landið stendar á og sein liggur þvers eftir hafbotnin- um milli Grænlands og Englands. En sitt hvoru megin við hrygginn er h.vldýpishaf 800—1000 faðma djúpt. Einu sinni í fyrndinni var a!l- ui- þessi hryggur upp úr sjó og vei landgengt um hann allan þurrum fótum frá Grænlandi til Englands, segja jarðfræðingar. Efst upp úr fjallhiryggnum gnæfði þá landið okkar á sínum snarbratta palli eins og veglegur bergkastali. Svo liðu tímar og allur hryggurinu sökk í sjó og seinna skolaði sjón- um einnig yfir pallinn, þennan fót- stall, sem vor „töframynd í At- lantsál‘% Fjallkonan, stendur á. Landið varð áð eyju og pallurinn varð að grunnsævipallinum eða landgrunninu. — En landgrunnið varð aftut að okkar auðugu fiski- miðum. Telur höfuudurinn að alt grunnsævið muni vera álíka stórt og landið sjálft. Svona er einn þáttur af sköpun- arsögu lands vors sagður af jarð- fræðingum og öðrum vísindamönn- um. „En er þá ekki landið ennþá að sökkva?“ mundi einhver spyrja. Því kann enginn að svara, en vera má að svo sje. Líklega geturn við þó sem nú lifum sagt með Loðvík 15. „syndaflóðið kemur eftir okk- ar daga, og ekki fyr“. Svo mikið er víst, að eins og nú stendur, er landgrunnið okkar hreinasta Gós- enland fyrir fiskana. Upp á þann pall sækja þeir með mestu áfergju, í milljóna og biljóna tali, einkum vor og sumar, því þar er gott að vera — bæði ylur og ljós og æti nóg. Kemur það sjer einkum vel fyrir alt fiskaungviðið, sem hjrr klekst út og uppfóstrast. Goli- straumurinn vermir sjóinn við strendur vorar, einkum suður- og vesturströndina, og gefur einmitt mátulegan yl til þess að hrogn fiskanna klekist út og að alt það plöntu- og smádýralíf þrífist vel, sem fiskaseiðin þurfa sjer til nær- ingar. Dýpið á grunninu er einnig liið haganlegasta til þess, að sólarbirtu geti notið fyrir allan smærri líf- gróður hafsins. Og síðast en ekki síst á sævargrunnið að þakka frjó- semi síua öllum jökulánum og iækjum vorum í vorleysingum, sem bera fram öll kynstur af frjóvgandi fosforsýru- og körnun- arefnissamböndum ti) næringar frumgróðri hafsins. — Það er gam an til þess að vita, að auk þess sem okkar skínandi jökla-þrenn- ing: Eyjafjalla-, Vatna- og Oræfa- jökull virðast seiða að sjer fisk- ana með fegurð sinni og birtu upp úr dimmu sjávardjúpinu, þá liafa þeir annað afarmikilsvert hlut- verk á hendi, n.fl. það, að „fjörga heilsulyfjum !öður“ með efnum þeirn sem jökulár þeirra flytja sjónum. Því þessi dýrmætu efni verða fyrir áhrif sólaryls og sól- arbirtu að lífefnum eða vitamin- efnum frumlífsins, sem aftur nær- ir ótal sækindur og síðan sjálfa mennina. Þannig hjálpast margt að til þess að bjóða fiskinum heim að ströndum vorum. Það er eins og hvíslað sje að honum, að leita landsins og ljóssins og komast sem lengst. Þess vegna færir þorsk Jeg var í 5y2 mánuð úti á Point Roberts, sem er 150 mílur frá Seattle, Það er dálítill höfði, sem skagar út frá meginlandi Kanada og er þar laxveiðistöð. Höfðinn er 4 enskar ferhyrningsmílur og búa þar 64 fjölskyldur, aðallega fs- lendingar, nokkrir Norðmenn og Svíar og ein Indíánafjölskylda. Jeg kunni þar mjög vel við mig. Þar er útsýni framúrskarandi fag- urt. Fimm borgir sjást þaðan og afarmikil fjöll, snævi þakin, og ekki ósvipuð Snæfellsjökli. Það er fögur sjón á kvöldin, að sjá allar borgirnar uppljómaðar, og bregð- urinn sig nær og nær landinu, uns liann stundum rotast í briminu við flæðannál. Eu síldin og upsinu og silungurinn sækist eftir sólskininu og stekkur upp úr sjó og vötnum. Og laxinn lætur sjer ekki þar með nægja, heldur leitar upp ámar, alla leið upp til fjalla „móti straumi sterklega og stiklar fossa.“ En állinn er kominn það lengst, að hann getur jafnvel leyft sjer að skríða langar leiðir eins og liöggormur yfir hálf þurrar mýrar. Einu sinni lifðu allar lifandi verur í sjó og vötnum — segja jarðfræðingar. Smámsaman komust sumar þeirra úr álögunum og kom- ust upp ^á þurt land. Frá þeim degi eiga öll landdýr ætt sína að rekja. Forfeður okkar mannanna voru einu sinni lagardýr og þess berum vjer menjar enn þann dag í dag, ]>ví í fósturlífi höfum við öll, menn og konur, tálknop á hálsinum. „Oll skepnan stynur og liefir fæðingar- hríðir.“ Alt sem lífsanda dregur þráir að komast á æðra st.ig og fæðast í ljós, annað og betra.'Svo er það með fiskana eins og okkur mennina. Þess vegna sækjast þeir eftir að komast upp á pallinn og helst „yfir um.“ Þess vegna eru fiskimiðin okkar jafnauðug og þau eru. ur svo miklum bjarma á loftið, að ekki er nema hálfrökkur. Veiðin var 400 þús. laxar í 0 veiðigildrur. Þarna veiðist skata, spraka, silungur, koli, karfi, há- karl, háfur, þorskur, k-úfiski, sel- ur, hnýsa og háhyrnur, en á landi kanínur, íkornar og þefdýr. — Stúlkunum þykir ekki gott þegar þau dríta í kjólana þeirra, því að þá verða þær að grafa þá í mold og láta þá liggja þar í 4 daga til að ná úr þeim lyktinni. Fuglar eru þarna margir, einkum mávar, ernir, krákur, villihænsn og urmull af opdum, Frh. íslenskir frumbyggjar í Hmeríku bölva þeim degi, er þeir yfirgáfu fsland. Úr brjefi frá Vestur-íslending.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.