Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.1927, Blaðsíða 5
LE6BÖK M0AGUNBLAÐSIN8 220 4'’ 'v Svíar eru nú að gera stóra sögulega kvikmynd um Gustav Vasa og þó sjerstaklega atburði þá, sem urðu í Dalarna 1520. John W. Brunius sjer um myndatökuna, en aðaihlutverkið leikur Gösta Ekman. Hjer uð ofan er mynd af því, þá er Gustav Vasa er kjörinn ríkisstjóri. fiskleysisár hafa ekki komið fyrir eins, og í gamla daga síðan menn lærðu að sækja lengra út á land- grunnið. Það lærðum við af Hol- lendingum og Frökkum. „Vissirðu hvað Frakkinn fjekk til hiutar" Fleytan er of smá, sá grái er utar“, orkti Einar Ben. Þegar skútunum fjölgaði veidd ist betur og brást aldrei. Síðau lærðum við togaraveiðarnar af Englendingum og þá gekk enn betur. Smámsaman er okkur farið að óra í hvílíkur feikna auður felst í okkar sjo. Útlendir fiskimenn hafa fyrir satt, að hvergi í Atlantshafi sje önnur eins fiskimergð á ekki stærra svæði. Þeir mæla gæði mið- anna eftir því hvað einn togari getur veitt í botnvörpu á 100 tog- tímum. Enskir togarar hafa fundið að hjer má veiða um 50 þúsund kílógrömm á þeim tíma, og er það sexfalt — áttfalt meira en veiðist suður í Norðursjó eða suður við Spán og Marokkó. Færeyjar ganga næst okkur með rúm 33 þúsund kg. Hjer er nú aðallega átt við þorsk og ýsu, smáíúðu og kola. Þá er á liinn bóginn síldin ekki síður að gnægðinni, til. Fiskimenn sigla stundum á sumrin gegn um því nær samanhangandi síldartorf- ur fyrir öllu Norðurlandi. Hve margar síldar eru þar samankomn arf — Ár eftir ár hafa nú togarar og síldveiðaskip vanið lcomur sínar í lmndraðatali og látið greipar sópa, og veitt betur og betur. Þó sjer ekki högg á vatni. Eða skyldi það ? Fiskurinn virðist koma ótrauður þó einlægar botnviirpur og síhlar- net sitji á svikráðum. Það var einu sinni haldið að kolaaskan frá togurunum ensku fældi burtu all- an fisk af Faxaflóa. Fiskimenn- irnir bölsótuðust yfir þessu. En höf. segir, að fyrrum hafi Torden- skjolds fallbyssuskotum verið kent um síldarleysi við Svíþjóð; og hann er þeirrar skoðunar, að þorskurinn kæri sig ekkert um ösku nje grugg nje vlduslor — heldur fari sinna ferða fyrir öllu slíku, og líkt sje um síldina. Það eru eftir því líkindi til, að þrátt fyrir alla okkar öngla og net og allan uslann og buslið, sem við gerum á sjónum, sjeu fiskimið okk ar ennþá jafnauðug og á dögum Hrafnaflóka. Sannað verður það þó ekki. Og hyggilegast er að gera ráð fyrir, að með vaxandi fiskiveiðum og bættum veiðiað- ferðum muni fiskurinn stórum geta þverrað öldungis eins og hvalir, selir o. fl. Því þó við hrósum þvf nú, hve duglega er aflað með lóð- um, netum, botnvörpum og liring- nótum, og þó við brosum nú, þeg- ar við hugsum til fvrri tíma, þeg- ar ekki þektist önnur síldveiðiað- ferð á Islandi en sú, að skutla síld- ina með fuglajárnum eða fugla- prikum (eins og gert var á Eyja- firði á 16. iild) — ])á er sennilegt, að eklti verði þess langt að bíða, að veiðaðferðir vorar nú verði taldar hrein, barnabrelc. Því gera má ráð fyrir, að innan- skamms verði unt með flugvjelum, skipum og kafnökkvtnn í samein- ingu, að smala sjávardjúpin, af- kvía fiskitorfurnar upp við land og með jötunefldum vjelum ausa þeim upp í lestarrúm risabyrðinga eða upp á þurt land. Aldrei veitir af mat handa mannfólkinu. Eftir 100 ár segja mannfræðingar, að mannkynið verði orðið 4000 mil- jónir. En vei henni veröldu, ef ekki lánast jafnframt þeim framförum ránbúskaparins, að finna ráð til að klekja þorski og öllum nytja- fiski eftir vild. Jeg vil trúa því (þó margt sem böf. fræðir oss um klak sýni hve mjög það er enn á bernskustigi, svo að gagn þess er vjefengt af tnörgum fiskifræðing- um); já jeg vil trúa eins og Þórð- ur í Koti, að takast megi í fram- tíðinni, að rækta fisk eins og grai. V. Hverju ber að þakka það, að svo margir góðir fiskar hafa tekið sjerstöku ástfóstri við okkar sjó og sjávarbotn freraur en annara landa? Þessu svarar böfundurinn ítarlega og skemtilega með ágæt- um uppdráttum (sem útlendir sjó- liðsforingjar hafa gert), sem sýna dýpi, strauma og sjávarhita kring- um strendur vorar. Grunnsvæðið kringum landið eða grunnið (sem fiskimennirnir kalla) er sá Edenlundur, eða æðra plan, sem seiðir til sín allar vorar sækindur með álíka segulmagni eins og ljósið og himinn okkur mannsképnur. — Excelsior! allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.