Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 1
(r^ ilSBðX mOR6UHBLRÐ5IH5 %))» frtí, '■ *- Kraftauerk í Konnersreuth í litlum bæ, sem Konnersreutli heitir ojf er í Oberpfals, rjett hjá landamærum tíæheims og Bayern, á heima 29 ára gömul stúlka, sem Therese Neumann heitir. Um þessa stúlku og þau kraftaverk, sem gerst liafa í sambandi við hana, er nú meira rætt í erlendum blöðum heldur en um frægustu miðla og þau dularfull fyrirbrigði, sem gerast í sambandi við þá. Skal nú skýrt frá því helsta, sem um þessa stúlku liefir verið sagt og er rjett að taka það fram í upphafi, að það eru engar kviksögur nje ýkj- ur, heldur bláber sannleikur, vott- aður af fjölda manns, eigi aðeins auðtrúa alinennings, heldur einn- 4g af frægum vísindamönnum og læknum. Therese Neumann er af fátæku foreldri komin og liafa þau orðið jað vinna ibaki brotnu til þess að jgeta sjeð fyxir barnalióp sínum. 40g engin rá'ð hafa þau haft til Iþess að setja börn sín til menta. Theresa mun þó vera læs og skrif- andi, en aðra mentun hefir hiin ekki fengið. A uppvaxtarárum sín um var hún smali og sat hjá. Árið 1918 varð Theresa fyrir slysi og laskaðist í henni hrygg- urinn svo að hún varð máttiaus og jafnframt misti hún sjón á báð um augum. Varð hún því að ligg.ja í rúminu og gat enga björg sjer veitt. Þannig lá hún í fimm ár samfleytt og voru það sólarlitlir dagar. Hún þjáðist ekki líkamlega, en henni leið illa á sálinni. Hún fann það, að hún var foreldrum sínum og systkinum til mikillar Therese Neumann. byrði og að fátæktin í kotinu varð enn tilfinnanlegri cn áður vegna þessa. Og einna sárgrætilegast þótti henni það, að þurfa að valda móður sinni mikillar armæðu og aukinnar fyrirhafnar. Því að Ther esa var svo ósjálfbjarga sem hvít- voðungur og þurfti móðir hennar jafuan að snúa henni í rúminu. Bkki gat Theresa heldur skemt sjer við það að lesa. því að sjón- in var farin og má geta nærri hvernig henni hefir liðið í öll þessi ár. Binu sólskinsstundirnar voru þær, er presturinn kom að heim- •sækja liana. Það er góður og guð- hræddur maður. Kom hann jafn- aðarlega til þess að lesa fvrir liana guðsorð og hugga hana með því og krafti bænarinnar. Kendi liann henni að beygja sig í auðmýkt undir guðs vil ja og bera kross sinn ineð þolinmæði. Margra lækna var leitað handa Tlieresu, en kunnátta þeirra megn- aði ekki að veita henni neina meinabót og var hún talin ólækn* andi. Bu svo var það 29. apríl 1922, að nafna liennar, hin heil- agrf, Theresa var tekin í dýrlinga- tölu í Rómaborg. — Og á þeirri stundu skeði fyrsta kraftaverkið. TJieresa Neumann ojmaði auguu — og var alsjáandi. Þá Lofaði húu guð. Og sama dag 1924 gat kún risið á fætur í rúmi sínu og nokkr- um dögum síðar gat húu farið á fætur og gengið. Snniir vísindamenu haJda því fram. að hjer hafi ekkí slíeð meitt kraftaverk; J>að liafi oft komið fyrir áður, þegar taugakerfi niaiina liefir liiJað, þeir Jiafa orðið ósjáif- bjarga eins og Theresa Neuinauu og læknavísindin megnuðu alls ekki að tijarga, þá hafi tíminn smáin saman Jæknað og fært. taugakerfið í samt lag aftur. Bn hin Jtaþólska alþýða í Konners- feuth taldi þetta kraftaverk og sú trú hefir styrkts við þau undur, sem síðan hafa gerst í sambandi við Theresu, og nú skal frekar lýst, Á föstudaginn Janga, árið 1926, komst Theresa í undarlegt ástand. Fanst henni að hún vera Jesú Kristur og tók hún út allar þær Jívalir, sem frelsarinn varð að líða þann dag, sem hann var kross- festur. IIúii talaði Jiá tungumál, sem enginn skildi af þeim, sem viðstaddir voru og alt í einu opn- uðust undir á höndum hennar og fótuin, alveg eins og nagJar hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.