Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 3
LE&BÓK MOBðUNBLAÐSiKB 315 þessar vitranir, ef viðburðina má kalla því nafni, — menn, sem hafa numið hið aramæiska tungumál. Og þeir hafa lagt fyrir hana ýms- ar spurningar á því máli og hefir hnn svarað þeim á sama máli. — Meðal annars spurðu þeir hana hvað .Tesús hefði sagt á krossinum Vjett áður en liann dó. Theresa sagði að hann hefði sagt „Eloi.“ Þetta orð þekkist um hinn kristna heim og er þangað komið iir he- bresku, en er þar „Eli.“ Málfræð- ingarnir margspurðu Theresu hvort Kristur hefði ekki sagt Eli, en hún neitaði því harðlega, og sagði að hann hefði sagt Eloi, en þannig var jiafnið borið fram á aramæisku á dögum Krists. Theresa hefir einnig farið mcð ýmsar setningar á latínu, eins og hún var í munni Rómverja á Krists dögum, og ennfremur hefir hún farið með ýmsar setningar á hebresku. Þetta, að fátæk og ómentuð stúlka talar þessi þrjú fágætu tungumál, meðan á fyrir- bnrðunum stendur, hefir valdið mlklum heilabrotum meðal vís- indamanna og fá þeir enga senni- lega skýringu á því hvernig á því getur staðið. Aramæiska er nú dautt mál, alveg eins og latínan, ten mildu færri kunna hana þó en latínu. Það eru ekki nema fáeinir hienn í Evrópu, sem þekkja það mál og það getur ekki átt sjer neinn stað, að Theresa hafi lært neina setningu í því. Hún vissi ekki einu sinni að til hefir ver'ó það tungumál og hún vissi ekki heldur hvaða tungumál Kristur talaði. Henni hefir víst farið eins og flestum fáfróðum en sanntrfi- uðum mönnum, að halda að Jesú hafi talað sitt móðurmál. Þrátt fyrir framfarir í vísind- um á seinni árum og aukna al- þýðumentun trúir kaþólsk alþýða enn á kraftaverk. Það er því ekki að undra, að undir eins og fregnir fóru að berast út um kraftaverkin í Konnersreuth, tóku pílagrímar að streyma þangað til þess að sjá Theresu. Hefir að undanförnu ver- ið svo mikill fólksstraumur þang- að, að bæjarstjórnin hefir orðið að senda marga lögregluþjóna til þess að halda vörð hjá húsi Neu- ipanns klæðskera og halda Jiar uppi reglu meðal þess aragrúa af fólki, sem bíður þar íiti fyrir tím- unum saman til ]iess að fá að sjá Theresu og bevgja knje sín í lotn- ingu fyrir kraftaverkum þeim, er gerast í sambandi við hana. Sjer- staklega er aðstreymi fólks mikið á föstudögum, þegar Theresa lif- ir lífi Jesú á Golgata. Hún situr þá í rúmi sínu og talar annarlegum tungum, aramæisku, latínu og be- bresku, eftir því, sem hún heyrir ir ]iessi tungumál töluð á Golgata. Hún sjer aftökustað frelsarans og ræningjanna, og fyrir innri sjón- um hennar er sá staður alt öðrvi vísi heldur en hann er sýndur á biblíumvndum. Að ]>ví levti er það óhugsandi að hún geti beitt nein- um brellum eða leikaraskap, því að hafi lnin nokkur kvnni af því hvernig umhorfs er á Golgata, þá ætti þau kynni að stafa frá biblíu- sögum og myndum af staðnunt, en þær myndir eru teknar svo löngu eftir aftöku Krists, að stað- nrinn er alt öðru vísi en hann var þá. Meðan á ])essu stendur, og hún lýsir staðnum nákvæmlega, foss- ar blóð úr undum á höndum henn- ar og fótum og úr síðunni, en höfgir blóðdropar falla úr smá- stungum á enní hennar og bland- ast tárum hennar, því að hún þjá- ist svo mjög líkamlega, að hún getur ekki tára bundist. Kvalirnar verða æ sárari og að lokum finst henni sem hún deyi dauðdaga Krists. Liggur hún svo í dái dá- litla stund, en þegar hún rankar Við sjer er hún eins og hún á að sjer að vera, stilt og róleg. Dag- inn eftir fer hún á fætur og er þá ekki í umgengni öðru vísi en folk er flest., nema hvað öll sárin eru opin og úr þeim blæðir. Þrátt fyr- ir það að hún nevtir einkis matar er hún frísk og fjörug, en kunn- ugir segja, að hún sje nokkuð elli- legri en fólk á hennar aldri er vant að vera. 1 æsku var Theresa fjörug og kát eins og börnum er títt, en nú er hún orðin stiltari og segir bún .að það stafi af „sjálfsfórn" sinni, en svo nefnir hún hin undarlegu fyrirbrigði. En hjer með lýkur ekki sögunni um kraftaverkin, því að síðan Theresa reis á fætur aft- nr, virðist svp sem bún þafj feng- ið kraft til yfirnáttúrlegra lækn- inga. Lækningar hennar hrífa þó ekki á aðra en sanntrúaða ka- þólska menn, sem eru vissir um það með sjálfum sjer að alt, sem gerist í sambandi við hana sje af guðdómlegum toga spnnnið, og að hún sje verkfæri í drottins hendi til þess að sanna mannkyni að alt sje satt, sem sagt er um guðsson- inn. Læknirinn í Konnersreuth hef- ir vottað það, að maður nokkur, sem árum saman hafði verið mátt- vana í báðum fótum og staulast áfram á tveimur hækjum, hefði 'dregist af veikum mætti heim til Theresu. Hún hefði aðeins lagt hendur á liöfuð hans og þá liefði brugðið svo við, að hann kastaði hækjunum og gekk alheill í burtn. Sami læknir vottar líka, að gömul kona, sem um mörg ár hafði þjáðst af vatnssótt og var komin að dauða, hafi fengið fullan bata og lieilsu bara fyrir það að Theresa fór höndum um hana. Þessi tvö dæmi eru vísindalega vottfest, en mörg fleiri dæmi, um yfirnáttúr- legar lækningar Theresu, eða kraftaverk, eru sögð þar suður frá og dirfisj enginn að mótmæla þeim. Það er sagt, að mörg hundr- uð manna eigi nú Theresu að þakka lækning meina sinna, og að hin kaþólska alþýða trúi því, staít og stöðugt, að hún geti gert kraftn verk í umboði guðdórasins, því að henni sje* gefið sama vald eins og postulunum. Það er eftirtektarvert að Riessl von Mayendorff prófessor lýkur skýrslu sinni með því að segja, að hann vilji ekki svi|ta guðhræd la menn trúnni á ])að, að enn gerist kraftaverk á jörðu hjer. Anner nafnfrægur þýskur læknir, sem hefir skoðað Theresu, byrjar skýrslu sína til læknafjelagsins þýslca á þessa leið: „Jeg veit ekki betur, en að jeg sje með öllum mjalla. Og þess vegna ætla jeg nú að reyna að skýra frá því, sem gerist um sól- bjartan sumardag hjer í Konners- reuth, í hjarta Þýskalands. A morgun og hinn daginn verð jeg nevddur til að finna einhverja eðlilega skýringu á fyrirbrigðun- um. En í dag vil jeg skýra frá fvrirbrigðunum gagnrýnilaust.“ Mörgum læknum hefir farið sen?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.