Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Síða 8
320
LASBÓK MQSamCUiiAaiHð
Dranmnr og gáta.
Bára við strendur stolt að velli lmígur,
stynjandi brot að úthafskletti falla,
skarta með faldi hreinum hvítra mjalla;
hátt yíir flötinn löðurbylgjan stigur.
Vængjasnar yfir djúpið fuglinn flýgur;
íarlama blóm í strandarhvammi grætur.
Bæði eru liulin brátt í liúmi nætur;
brennandi þrá í huga þeirra smýgur.
Hjelaða Gríma! Hrygð er faðmur þinn.
Horfinna tíma sólargeisla neyta
hugir, sem engan eiga næsta dag.
Draumur og gáta! Djúpsins leynd jeg finn.
Djarfhuginn einu er fær um það að leita,
biðja um lausn og berjast við sinn hag.
Kvæðið endar svo:
„Hvort ertu komin mig að miuna
máttlítinn bæði’ og gleyminn á,
að guðy sje til, sem gæti sinna
og góðum ætíð dvelji hjá?
Víst ei um það mig viltu fræða,
vissi jeg fyr að til liann er.
Samt |>ú mjer bendir hátt til lia;ða,
liugurin'n glaður fylgir þjer.“
Hjer er enginn, ótti, hindurvitni
nje lijátrú. íslenski vísindamaður-
Inn og skáldið fyllist heilagri
lotningu, er hann lítur þessa fögru
'og íurðulegu sýn.
Minnlng p(n liflr.
Haustuóttin lijeluna breiðir
um heiðar, engjar og tún,
og klæðir alt hrímhvítum hjúpi
frá hafi að fjallabrún.
Þó fær nóttin ei hug minn hjúpað
í hrímugan klakafeld,
því leiftur frá liðnu vori
lífga þar lielgan eld.
Þótt haustnóttin, hlíðarnar fríðu
Iijúpi í klæði grátt,
minning þín fær ekki frosið,*
nje fölnað á nokkurn hátt.
Jakob 0. Pjetursson
frá Hranastöðum.
Þröunarkenning Oarwins
Mannkynið er 1 milj. ára gamalt.
Fyrir skömmu lagði hinn frægi
prófessor, Arthur Keith fram
skýrslu um árangur rannsókna
sinna um sanuauagildi þróunar-
'kenningar Darwins. Lagði hann
skýrslu þcssa fram á ársfundi
„British Association for The Ad-
vancement of Science.“
Skýrsla þessi hefir vakið hina
mestu athygli, og þykir vísinda-
mönnum sem Keith hafi með
Iienni sannað tii fidlnustu, að kenn
ing Darwins um uppruna tegund-
anna hafi ekki verið á sandi bygð.
Hafði Darwin á rjettu að standa,
spyr Keith, þegar liann hjelt því
fram, að maðurinn, með hjálp líf-
eðlislegra krafta, sem hægt væri
að rannsaka og mæla, hefði haf-
ist úr ílokki mannapa og til þess
andlegs og líkamlegs atgerfis, sem
nú hefir hann?
Keith svarar hiklaust já, og seg-
ist þar tala sem formaður fjöl-
mennrar nefndar vísindamanna,
sem hafi helgað alt sitt líf rann-
sókn á þessu máli.
Það eru 56 ár síðan kenning
Darwins var fyrst gerð heyrim
kuun, segir Keith, og nú er hægt
að fylla mörg skörð og skýra
fjölda atriða, sem Darwin varð að
ganga fram lijá. Einstaka atriði
og skýringu hefir orðið að breyta,
en grundvöllur þróunarkenningar
Darwins stendur óhaggaður. Og
svo traustur er hann, að sannfær-
ing mín er, að við honum verði
aldrei hreyft. Sannanirnar eru þó
ekki eins einfaldar og menn bjugg
ust við í tíð Darwins.
Við höfum altaf farið villir veg-
ar, þegar við höfum ætlað að kom-
ast fyrir upprima mannanna. Við
bjuggumst við, að þróun eða
þroski mannkynsins mundi sýna
samfelda röð þroskastiga, að hver
hluti mannslíkamans, liauskúpan,
heilinn, kjálkarnir, tennurnar, húð
in, handleggir og fætur, líktist
smámsaman minna og minna þess-
um líkamshlutum á apa. En rann-
sóknir síðari1 ára hafa leitt í ljós,
að þróun mannkynsins hefir ekki
verið svo regluleg.
Alt það efni, sem viðað hefir
Sigurður Helgason.
verið að og unnið úr, sannar ótví-
rætt kenningu Darwins, að mað-
urinn sje kominn af apa, sem ekki
stóð á liærra þroskastigi en ehim-
panse-api nú, og að þróunin hófst
í byrjun mið-tertiera-tíiuabilsins.
Eftir okkar tímamæli mundi
mannkynið þá vera um 1 miljóu
ára gamalt.
Meðal sannananna, sem prófess-
or Keith nefnir fyrir þróunarkenn-
ingunni, er það, að blóð manna
og hinna stóru mannapa sje með
sama hætti, að líkamir beggja sýni
sama móttækileik fyrir smitanir,
að heili beggja sje líkur áð gerð
og að sami sje þróunaríeriíl fóst-
urs þeirra í móðurlífi.
Prófessor Keith endar skýrslu
sína á því, að lýsa yfir, að með
þeirri vitneskju, sem nú sje feng-
in, sje líklegt, að maðurinn geti
áður en langt um líður skrifað
sína eigiu sögu, og ekki aðeins
það, heldur líka skýrt, hvers vegna
og hvernig maðurinn þroskaðist-
úr apa í mann.
Húu: Við konurnar berum þján-
ingar okkar með þögn.
Hann: Já, jeg hefi tekið eftir
því, að þið þjáist þegar þið verð-
ið að þegja.
hafoldarpirntiHHllllR h.f.