Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 5
r.EftBáff. MO&ftPNBLA«flINS 317 firði til Akureyrar. Skip kemur úr hafi, norskt skip, með 200 tunnur síldar, sem ei<ra að fara með Gull- fossi. Síldin keinur vitanlega aldrei í land. Síldin verður flutt út sein íslensk.síld. Matsmenn eru sendir um borð. Þeir meta síldina. Hver á hana ? Það frjettist að maður einn á Siprlufirði muni telja sjer hana. Hann á hana, á að eiga hana, ])ó aldrei hafi hann sennilega sjeð hanav Þannig mætti lengi telja upp alskonar útúrsniininga utan um lög og reglur — undanbrögð, sem eru gerð vegna þess, að Norðmenn sjá sjer hag í því. . En leppinenskan fvrir Norð- menn er nú með öðru sniði en áðuv var. Meginhlutann af sfldinni verka Norðmenn nú fyrir utan. Ilið almenna álit á Siglufirði er, að starfsaðferðiu sje á þessa leið: Norðmenn sigla skipum sínum itil Siglufjarðar í byrjun vertíðar. Eru þau þá sv« hlaðin tunnum, að “ógerningur er að athafna sig með söltun og þvílíkt í skipunum. Þegar Norðmenn koma með hlaðin skipin setja þeir talsvert af tunnum og salti í land, og fá ein- hvern kaupanda að því í orði kveðnu. Losa þeir svo mikið úr skipunum, að þeir geti athafnað sig við verkun með það sem eftir er. Þangað til að áliðinni vertíð, þegar búið, er að veiða og salta í tunnur þa>r, sem eftir voru í skip- inu, þá koma skipin inn aftur til þess að taka tunnur þær, sem sett- ar voru á land. „Kaupa“ Norð- mennirnir þá tunnur þær og salt er þeir „seldu“ í land fyrir nokkrum vik'um og „selja“ nokkuð af síld ^þeirri er þeir hafa veitt. í vertíð- arlokin kom þeir enn og „kaupa“‘ þá oft aftur síld þá, er þeir ,seldu‘ í land, svo skipin fari fullfermd heimleiðis. Með þessu móti má svo að orði komast, að Norðmenn liafi ítök á Siglufirði, nákvæmlega nægilega mikil til þess, að þeir geti haldið síldarútgerð sinni áfram hjer við land, ítök, sem landsmönnum yfiv- leitt og Siglfirðingum sjerstaklega koma að engu gagni. Norðmenn hafa á síðari árum lagst að nokkru leyti frá Siglufirði, þeir hafa þar ekki þau yfirtök sem þeir liöfðu um skeið. Nú eru völdin komin í hendur Svía. V. St. í Sheiðarjettnm. Skeiðarjettir eru víst stærstu rjettir á landinu. Þær standa á sendnum hól, skamt fyrir neðan Reyki og er þar heldur óvistlegt. í fyrstu rjettum er þar oft maTgt um manninn. Er þá vakað alla nóttina fyrir rjettardaginn og er þar oft glaumur mikill og gleði. En heldur hefir verið talið slarksamt ]>ar á stundum. Pjöldi Reykvíkinga fer austur í rjettir á ári hverju, og hafa þeir ekki þótt bæta siðferði og hafa þeir hlotið ámæli fyrir framkomn sína. þar, einkum hin síðari árin. Hefir þetta verið gert að blaða- máli þó ttokkrum sinnum. Að þessu sinni mun það hafa verið tilætlun yfirvaldanna að taka í taumana og sjá um það að engin óregla væri í frammi höfð í rjett- unum. Pjekk yfirvald Árnesinga Ijeða fjóra lögregluþjóna hjeðan úr Reykjavík, til þess að halda þar uppi lögum og reglu. Eitthvert eftirlit átti og hafa með því hjá Ölfusárbrú, að ekki væri flutt áfengi í bifreiðum þangað aust- ur, en fáir munu hafiá orðið varir við það. Við komum ekki upp á Skeiðin fyr en í kolsvarta myrkri. Skamt frá rjettunum var; þá að sjá sem uppljómað þorp. Það voru bifreið- ar er stóðu þar í þyrpingu, 50— 60 talsins og voru flestar með ljós- um, enda margar nýlega komnir. En þegar alt var þar komið í röð 'og reglu, voru öll ljós slökt, og eftir það lá bifreiðaborgin í mvrkri. Skamt þaðan yoru tjöldin og var þangað að heyra glaum mik- inn, söng og harmónikuhljóma. I einu tjaldinu var dansað en í öðru veitingar. Voru bæði þau tjö!«l stór, en engin leið að þau gætu rúmað alla. Veðrið var kyrt og hlýtt og voru menn því í smáhóp- um um vellina og sungu við raust. En inni í danstjaldinu var ein hringiða og varð þar ]>ó varla þverfótað. Inst í ])vögunni var dansandi fólkið, rak sig livað á annað og þvældist hvað fyrir öðru í einni óleysanlegri bendu, en utan við þá bendu voru stymp- ingar og var ekki laust við að menn gæfi hver öðrum pústra milli ]>ess sem þeir reyndu að ná'sjer í stúlkur til að dansa við. Og svo stungu „pörin“ sjer út um f jald- dyrnar út í myrkrið, sem varpaði yfir þau huliðshjálmi. Inni í veitingatjaldinu eru þrengslin svo mikil að frainreiðslu- stúlkurnar komast ekkert áfram og eru því altaf á eftir áætlun. Þar eru líka smástympingar milli borðanna og fram við dyr, en inst í tjaldinu þvær stúlka bhið framan úr manni, sem hafði verið barinn flösku í höfuðið. Plaskan brotu- aði og brotin ristu snndur höfuð- leðrið, en maðurinn hafði fallið í óvit um liríð. Fjelagar hans stumruðu yfir honum og hótuðu að ganga af tilræðismanninum dauðum, ef þeir fyndi hann. Fyrir miðju borði stendur einu af gangnainönnum, dauðþreyttur eftir níu daga erfiði í göngunur.i og níu nátta vansvefn í frostunura á fjöllum uppi, en hugurinn er ódrepandi. Maðurinn er reiður út af því, að lögreglumenn úr Reykj i vík skulii settir til höfuðs Skeiðn- raönnum. Hann er með svipu í annari hendi, en flösku í hinni O'! lemur báðum í borðið samtímis íii að kveðja sjer hljóðs. „Nú ætla jeg að halda ræðu. Jeg inana þessa djöfla, sem Jónas hef- ir sent liingað til að siða okkur frjálsborna Rkeiðamenn, að taka mig fastan, ef þeir ])ora.“ Ræðan var ekki lengri. Hún var stutt og kjarnyrt og hjelt maðurinn hana oftar en um sinn, svo að allir mætti heyra hana. En margir mis- skildu hann ])ó og hjeldu að hann ætti við Jónas lögregluþjón } Reykjavík ]

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.