Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 6
318 LESBÓK MOHGUNBLAÐaiNS Sigurför Lindberghs um New York. Eins og áður hefir verið getið, var flugmanninum Lindbergh tekio með kostum og kynjum hvar sem liann kom, eftir að hann hafði leyst af höndum það ])rekvirlci, að fljúga aleinn frái Afneríku til Evrópu. En mest var þó um dýrðir þegar hann kom til New York aftur. Var þar ekið með hann í sigurför um borgina, en mannfjöldinn ljet eins og hann ætlaði af göflum að ganga. Rigndi svo þjett blómum, brjef- smælki og brjefaslöngum yfir hann, að engu var líkara en stórliríð á götunum. Má sjá þetta á| myndinni hjer að ofan. Lindbergh er ber- höfðaði maðurinn sem situr aftast í vagninum. TTnglingspiltar stóðu þarna með sítrónflöskur í höndunum og gáfu hver öðrum að súpa á. Virðist svo, sem sá sítróndrykkur hafi verið kjarngóður, því að hann fjörgar ágætlega. Þeim verður liðugra um málbeinið eftir þvi sem líður og eftir því sem fleiri sítrónflöskur eru tæmdar. I myrkrinu úti fyrir heyrist sagt: „Viltu strammara?" — „Já, áttu nokkuð?“ — „Jeg á fulla flösku af spíritus, en jeg þorði ekki annað en fela hana. Hún liggur undir bílnum sem jeg kom í.“ Svo er lagt á stað út að bif reiðaþyrpingunni, en þangað er stöðugur fólksstraumur. Þangað leiðast „pörin“ og í bifreiðunum má víða sjá glitta í eld í ciga- rettu og hljóðskraf og hvíslingar lieyrast hvarvetna. Eigandi spin- tusflöskunnar finnur hana ekki. — Annað hvort ratar hann ekki á rjettan bíl, eða þá að einhver hefir fundið flöskuna og hirt hana, — Margir bílstjórar þora ekki að yfirgefa bíla sína. Þeir leggja sig þar til hvíldar og ætla að reyna að sofa. En svefninn verður slitr- óttur því að oft ber að gesti, sem vilja fá sjer húsaskjól, og ýms æf- intýri gerast í næstu vögnum. Úti á grundinni rekst maður víðsvegar á fólk í faðmlögum. A einum stað hafa þrjár stúlkur tylt sjer niður. „Sæli nú, strákar! Setj- ist ])ið hjerna hjá okkur!“ kalla þær. Eftir litla hríð er ltomin > þangað stórhópur, en þá ætlar vin- skapurinn að fara út um þúfur. Piltarnir stökkva á fætur og standa hver framan í öðrum eins og hanar og verða ekki varir við fyr en jungfrúrnar hafa laumast burtu — og máske einhverjir úr hópnum með! Sætt er sameiginlegt skipbrot og þegar hinir herskáui piltar komast að því, að stúlk-* urnar eru farnar, rennur þeim 511 i reiði, og svo er farið eitthvað útf í buskann til að drekkja sorgin^ og gleyma vonbrigðunum. Skamt frá stendur maður og syngur „sóló“. Hann er 74 ára gamall, en hefir verið í göngun- um. í níu sólarhringa hefir hann verið á fjöllum og legið í tjaldi á nóttunni þar sem svo var mikið frost, að þeir fjelagar þurftu að höggva upp tjaldhælana að morgni, því að öll jörðin var gadd- freðin. Þrátt fyrir þetta, er gamli maðurinn fjörugastur af öllum. „Ætlið þið ekki að taka undir við mig, strákar? Bölvaðar lyddur og mannleysur eruð þið!‘1 Grími Thomsen hefði þótt gaman að kynnast þessum manni. „Hvar er Magnús?“ gellur ein- hver við. „Hví lætur hann ekki sjá sig hjer?“ „Hann erflúinn — flýði niður að Sandlæk. Einhver hafði hótað að berja hann út af því, að hann stefndi hingað lögregluþjón- um frá Reykjavík.“ En Magnús kom aftur með morgunsárinu. Þá var komin kyrð og spekt á. Menn voru þreyttir eftir nóttina, enda þótt hún liði ,undurskjótt í þeim fagra glaumi.* Með birtu hægðist dansinn og inni í veitingatjaldinu sátu menn stiltii yfir glösum og bollum. Söngurinn var þagnaður, hnyppingarnar hættar. En af öllum þeim fjölda, hem í tjöldunum var um nóttina komu aðeins sárfáir, auk gangna- manna, í rjettirnar sjálfár. Flest af fólkinu mun tæplega hafa sjeð fjársafnið og var þar þó yfir 15 þúsundir fjár að líta. Áður fyr fóru menn í rjettirnar til að sjá fjeð og heyra bændur rífast út af ómerkingum og fleiru. Því að j rjettunum á haustin var það venja, að nágrannakriturinn brytist út í ljósum loga, og alt sem menn höfðu safnað í sarpinn meðan á heyönnunum stóð, af óánægju og gremju, væri talið fram. Nú er þetta víst breytt að miklu leyti eins og margt annað, og fólk- ið sem fer í Skeiðarjettir, kemur nú þangað flest til þess að hafa þar eina vökunótt. — Það er hin nýja Jörfagleði. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.