Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1927, Blaðsíða 4
316 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessunn lækni, að þegar þeir hafa fyrst kynst fyrirbrigðunum og kraf'taverkununi í Konnersreutli, geta þeir ekki varist því, að: kalla Svo bar til eitt sinn á Siglufirði í sumar sém oftar, að xiorskt skiji kom þar að landi. Haf'ði það ekki haft samband við íslenska höfn, og var skipstjóra sagt, að hann nuetti ekki leggjast að bryggju fyr en skoðun hefði farið fram. Skipstjóri varð önugur við, sagðist hafa nýja sílcl um borð og mætti ekki bíða, hann hefði samning við „Brödrene Tvédt.“ „Brödrene Tvedt“ mun vera út- gerðarfjelag í, Noregi. Er mjer ekki kunnugt um livar það er bú- sett. En svo mikið er víst, að á Siglufirði á það ekkert lieimilis- fang. . , - Skipstjóri kunni eigi frekari deili, á .því, hver ætti að taka við því sem hann kom með — honum hafði sem sje láðst að fá vitneskju um, hver væri „leppur“ . fvrir „Brödrene Tvedt“ þar á staðnum. Þessi lítilfjörlegi atburður talar sínu niáli um það, að Norðmenn hafi enn í dag leppa á Siglufirði. Hún ber og vott um, að eitthvað sje bqgið' við álit Siglfirðinga .á fiskveiðalöggjöfinni og fram- kvænid hennar. Siglfirðingar er jeg átti tal við í. spmar sögðu sumir sem svo; þau yfirnáttúrleg. En seinna, þeg- ar þeir vilja kryfja- þau til mergj- ar, þá reyna þeir að finna upp ein- hverjar eðlilegar skýringar. ■ Löggjöfin liefir að því miðað, að flæma Norðmenn hjeðan. Piski- veiðalögin urðu t.il þess, að Norð- menn tóku að leggja kapp á það að verka síldina fyrir utan land- helgi. Þeir geta alveg eins veitt og verkað fyrir utan, eins og að leggja síldina á land. Þeir veiða eins mikið eftir sem áður. Þeir keppa eins við okkur og fyrri dag- inn á síídarmarkaðinum. Við Siglfirðingar sitjum eftir með sárt ennið, og höfum eigi þann hag af viðskiftunum við norska síldveiðamenn, eins og við gætum haft, eins og við höfðum áður. Norðmenn halda síldveiðaflota sínum hjer upp við land. Veiða jafn mikið og áður. Munurinn að- eins sá, að við höfum alls ekkert gagn af því, sem þeir veiða hjerna rjett við nefið á okkur. — Þannig er þeirra röksemdafærsla. - Þess er ejinfremur að gæta, segja Siglfirðingar: Norðmenn geta gert sig ánægða með minni hagnað en íslendingar af síldveiðunum. Sá tími, sem fer í síldveiðaimar hjer er „dauður tími“ fyrir þá heima fyrir. Þéir geta, gert sig ánægða með það, ef útgerðin aðeins ber sig, því ef þeir sætu heima, hefðu þeir lítið sera ekkert við skipin að gera. Svo er annað. Með því að salta síldina í hafi verður framleiðsla þeirra ódýrari en okkar. — Hjer bíður fóllc til að verka síldina er hún kemur í land. Síld sú sem á land er flutt, þarf að bera kostnað af kaupi skipshafna og verkunarfólks. En þegar síldin er söltuð utan við landhelgi, vinna skipshafnir einar að öllu saman. — Þá koma íslenskir aðkomu- menn á Siglufirði og segja: — Þetta getur alt verið gott og blessað. En sú síld, sem veidd er fyrir utan, er aldrei eins góð og síldin, sem verkuð er í landi, því það er m. a. ekki hægt að „pælda á“ tunnurnar úti í skipunum. — Þessu mótmæla aðrir og segj.i að Norðmenn sjeu komnir upp á það, að ldaða tunnunum þannig til í lestunum, að þeir komist. að því að verka síldina eins og síld þá, sem flutt er í land. Þar við bæt- ist, segja þeir, að Noi’ðmenn, sem verka „fyrir utan“ eru jafnaðar- legast fljótari til en íslenskir fram- leiðendur að koma vörunni á mark að. — —- — Það er með öllu ómögulegt í skjótri svipan, að grafa til botns í þessu máli. Hver staðhæfing er upp á móti annari. Þó| Siglfirðingar líti svo á, að Norðmenn geti stundað hjer síld- veiðar eftir sem áður, þrátt fyrir fiskiveiðalögin, þá sýnir revnslan í raun og veru alt annað. Hvers vegna seilast norskir út- gerðarmenn eftir því að hafa leppa á Siglufirði? Því verður eigi svar- að á anuan hátt en þann, að hinir norslcu útgerðarmenn sjái sjer hag í því að grípa til þessara ráða. Hvers vegna er síld flutt milli norskra skipa inri í landhelgi, inn á fjörðum? Vegna þess, að það er hentugra að( athafna sig þar en úti á hafi. Og hvers vegna, hvers vegna, — lengi mætti spyrja — en mjer dettur í hug síldarsendingin með Gullfoss, þegar jeg var þar far- þegi. Guljfoss er á förum frá Siglu- ----------— Horðmenn og Siglfirðingar Frá Siglufirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.