Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Blaðsíða 1
17. tölublað. Sunnudaginn 29. apríl 1928. III. írgangur.
Slr loseph Banks og ísieodingor.
ISLANDICA, vol. XVIII, Sir Joseph Banks and
Icelaml by Halldór Hermannsson.
Nii er komió út 18. bindið af hinu merka rit-
safni Islandica,eftir prófessor Halldór Hermanns-
son bókavörð við Fiskesafnið i Itliaea. Eru nú
tuttugu ár stðan I. bindið kom út, Bibliography
of tlie Icelandic Sagas, og siðan hefir hvert bindlð.
rekið annað, öll mikitl fengur þeirn mönnum, er
stunda islensk frœði eða einhvern fróðleik girn-
ast urn þau efni.
Þetta bindi af Islandica ræðir
um hiun mikla öðling og íslands-
vin Sir Joseph Banks og afskifti
hans af málefnum íslendinga. Sir
Joseph Banks (f. 1743, d. 1820)
va'r af göfugum enskum ættum.
Hann var auðugur maður og hefði
því getað lifað rólegu og aðgerða-
lausu lífi, eins og margir freistast
til að gera, sem það geta. En hann
liafði mikla löngun til þess að
vinna eitthvert gagn og á unga
aldri hneigðist hugur hans til vís-
indastarfsemi og rannsókna. Eink-
um liafði hann hug á landkönnun-
arferðum og þegar hann var 23
ára að aldri tók hann þátt í leið-
angri til Newfoundlands og í þeirri
ferð safnaði hann miklu af jurtum
og náttúrugripum. Skömmu síðar
fekk hann tækifæri til ennþá stór-
fcuglegra ferðalags, en það var bæði sem náttúrufræðingur og dug
leiðangui’ til Suðurhafseyja undir andi ferðamaður. Bjargaði hann
forustu Jame^. Cooks, hins fræga fjelögum sinum oftsinnis úr vand-
landkönnuðar. — Banks sparaði ræðum, því að hugrekki hans, að-
hvorki fje nje krafta til undir- laðandi og tíguleg framkoma hans
búnings för þessari. í þeim leið- og snaúræði hafi hin mestu áhrif
angri var hann þrjú áJr (1768—71). á villimennina. Varð Banks frægur
Gat hann sjer þá ágætan orðstír, af för þessari og hefir verið kall-
aður ,faðir Australiu* vegna starf-
semi sinuar í þágu þess lands. Ár-
angur farariunar var svo góður,
að senda átti annan leiðangur til
Suðurhafseyjanna og var Banks
boðið að taka þátt í lionum. En
einhverra orsaka vegna varð ekki
af að hann færi og var liann þó
búinn að kosta miklu til undirbúu-
ings. En þá sneri hann hug sínum
til íslands. Ekki ér kunnugt, hvaö
dregið liafi athylgi hans í þá átt,
en vel má vera, að lianu lmfi tekið
]jað ui>i) hjá sjálfum sje'r. Leitaði
hann sjer í skyndi upplýsinga um
landið hjá manni nokkrum í Kaup
mannahöfn. Ilóf hann síðau ferð
sína og kom til Hafnarfjarðar 28,
ágúst 1772,
Þó að Banks og fjelagar lmns
dveldi aðeins um 6 vikna tíma á
Tslandi, varð þesgi koma þeirra til
mikils gagns íslendingum síðar.
Banks ferðaðist nokkuð um Suð*
urland, fór til Þingvalla og Geys*
is og gekk upp á Ileklu. Safliaði
hann einnig talsvert miklu af uátt-
úiug'ripum. Loks kyntist hann
helstu mönnum landsins, svo sem
Thodal stiptamtmanni á Bessastöð-
um, Olafi Stephensen amtmanni,
sem þá bjó í Sviðholti og Bjama
Pálssyni landlækni, Finni biskupi
o. fl. og ávann sjer traust og vin-
áttu þeirra allra. Einkum gerðist
góð vinátta með þeim Ólafi Step-
hcnsen og hjelst hún alla æfi
þeirra upp frá því, þótt aldrei sæ*
ust þeir framar. Meðan Banks og
fjelagar hans dvöldu í Hafna'rfirði
tóku þcir á móti öllum, sem til