Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGtJNBl .ADSINS 135 skyrta, seiu aldrei er skifi. Silki- sokkar lilífa fótleggjum lítt, og kverskonar ryk, bleyta og óhrein- indi ganga auðveldlega gegn um þá. Við þetta bætist að þeir eru rándýrir og eyða stórfje fyrir hverri þjóð. Urij næfurþunnu, liælaháu skóua er auðvitað engin deila. Þeir eru bæði kaldir og að öllu óhentugir, auk þess sem þeir aflaga fótinn. G. H. Reimleikar i gömlu húsi í London. Á Streatham Hill í London stóð ævagamalt hús, og gekk sú saga um það, að maurapúki einn hafi bygt húsið endur fyrir löngu, og falið þar peninga sína svo va id- Jega, að et.ginn skyldi geta fund i5 þá að honu.n látnum. Hafi hann siðan gengið aftur til peninga sinna og gamalt fólk í nágrenninu Jiafði heyrt þess getið, að skugga- kend vofa hefði sjest á gangi uud- ir trjánum fyrir utan múrinn. Nú er nýbúið að rífa hús þetta til þess að rýma fyrir skemtigarði. Húsið var afarvandað að öllum frágangi, bygt úr steini, sem tek- inn var úr hinni gömlu Lundúrta- brú, og útskorin borð og ariu- hyllur í húsinu eru taldar 2000 punda virði. Er í ráði að húsið verði reist aftur á öðrum stað, ef kaupandi fæst. Verkamennirnir, sem unnu við að rífa húsið, heyrðu sagt frá reimleikasögunum í sambandi við það og voru mjög skelkaðir. Yfir- maðurinti, sem sá um verkið, fanu einu sinni gullpening uucir gólf- fjölunum í húsinu og fólk lijelt, að ltann heyrði til peningum maurapúkans, og þóttist nú vita, að gamla sagan væri sönn. Urðu verkamennirnir hálfu stneikari en áður. Einn dag urðu þeir dauð- skelkaðir við þrusk nokkurt eða hljóð, sem kom iuuan úr húsinu. En er til kom reyndist draugurinn að vera köttur. — Ekki er þess getið, að meira ltafi fundist af peningum maurapúkans en þessi eini gullpeningur og draugurinn hefir ekki heldur þorað að láta sjá sig, er á reyndi. Vorvísur. Til að þíða allau ís up]) er sumar runnið. Þú liefir vors og vona dís veldis-stólinn unnið. Þegar heiðan svip þinn sje sálu minni hlýnar. Jeg i lotning krýp á knje kyssi hendur þínar. Æ þín rnilda máttar höml mímim kjörum breytir, yfir hrjóstrug ltugarlönd hlýjum straumum veitir. Ljóss í lieima lyftir þrá lífsins gildi sýnir. 011 mín veiku vonastrá verma geislar þínir. Vors og gróðnr gj’ðja væn! .— Guðs frá helgidómi. — Heyrðu þinna barna bum beðna einuin rómi: Ut að sjónbaugs ystu rönd yljaðu því sem lifir. Legðu mjúka móður hönd mannlífs sárin yfir. Gleddu harmi lostna lund, líknaðu efagjörnum, vaggaðu í væran blund vetkunt niánna börnum. Ollu smáðu liðsemd ljá ljettu þungutn önnum. Vertu stödd í verki hjá vinnufærum mönnum. Hryntu hverri hindrun frá er holla framsókn tefur. Kendu þeim að þekkja og sjá það setn gildi hefur. Gerðu instu andaus þrá æðstu leiðir kvuinar; láttu gleðja og göfga þá guðspjöll náttúrunnar. Steinbjörn Jóussou, frá Háat'elli. nfl fluamet. ítalski flugmaðurinn dr. Bern- ardi hefir nýlega sett nýtt met í liraðflugi. Flaug liann 512.776 m. á klukkustund til jafnaðar, en koinst upþ í 561 krn. hraða. Hefir hann með ]>essu yfirstigið sitt eig- ið met í hraðflugi, sem hann sctti í nóvember. Þá flaug hann 479.290 metra á klukkustund til jafnaðar, I*á hafa og tveir ameríkskir rnenn sett met í þolflugi. Eru það þeir George Haldeman, sem var vjelstjóri jnngfrú Rutli Ehler, eh hún flaug yfir Atlanshaf, og Ed- die Stinsou, flugvjela-verksmiðju- eigandi. Voru þeir á flugi í 53 stundir og 36 mínútur. Metið áttu áður t.veir Þjóðverjar, Risticz og Edzard. Settu þeir það í ágústmán uði. Nýja metið er l1/4 klukku- stund hærra en þeirra niet. Sú t'regn kemur frá 'Washington; að Lindberg aúli að fljúga yfir At- lanshaf í sumar, og ef til vill um- hveVfis hnöttinn. Ætlar hantt að heimsækja-flest ríkin í Evrópu áð- ur en ltann ræður af hvort hann á að fljúga austur j’fir Asíu og Kyrrahaf. * •••• Skákþrantir. XIII. Eftir Hannes Hafstein. abcdefgh llvítt leikur og mátar í 2. lcik. Lausn á skákþraut XII: 1. Rbd—d2 eitthvað 2. Bb2—e5 eitthvað 3. D máta'r. f»afoldarprefit*mltJH b.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.