Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Síða 2
 ho þeirra komu með gestrisni og kurt- eislegri alúð, svo að lengi var við- brugðið síðau. Meðal þeirra, sem heimsóttu Banks, var Jón prófast- ur Steingrímsson og segir hann í æfisögu sinni skemtilega frá við- tökunum, sem hann fjekk. Dvöl Banks hjer á landi vafð til þess, að hann tók hinu mesta ást- fóstri við Island og íslendinga. — Var liann og svo hátt settur mað- ur, auðugur og mikils metinn, að hanu bar gæfu til þess að sýna hug sinn til íslendinga í verkinu, þegar þeim reið mest á. Hann var kjörinn forseti breska vísindafje- lagsins 1778 og liafði þá tignar- stöðu á hendi í meira en 40 ár, eða alt til dauðadags. Honum var vcitt aðalstign 1781 og 1797 fekk hann sæti í leyndarráði konungs og eftir því sem best verður vit- að náði hann í þá stöðu til þess að geta gert íslandi eitthvert gagn, en að öðru leyti gaf liann sig ekk- ert við stjórnmálum. Þegar ófriðurinn hófst milli Dana og Englendinga 1807, urðu hin mestu vandræði með siglingar til Islands. Englendingaf liremdu kauþförin og fóru með þau til Englands, en bjargarskortur vofði yfir Islandi. Eigi frjettist um ófrið inn út hiiigað samsumars og voru skip þau, er lögðu frá íslandi, tek- in á hafi af Englendingum. Á skip- um þessum voru þeir Trampe stipt amtmaður og Magnús Stephensen. Skfifaði Magnús þá Joseph Banks og bað hann ásjár. BráSt Banks vel við og gerði alt sem í hans valdi stóð til þess að greiða fyrir kaupmönnunuin, sem áttu skipin og hjálpaði þeim á ýmsa lund ineð an þeir voru í lialdi á Englandi, og lánaði þeim meira að segja pen- inga. Einn af kaupmönnum þess- um var Bjarni Sívertsen kaupmað- ur í Hafnarfirði, merkismaður. — Beitti hann sjef mjög fyrir því, að Englendingar leyfðu siglingar til íslands, og fjekst ]mð loksins. En enginn vafi er á því, að mest mátti þakka þau góðu málalok atfylgi og áhrifum Banks, enda fengu ís- lendingar þar mikil forrjettindi fram yfir önnur lönd Danakon- unga. Það er vert að geta þess í þessu sambandi, að þegar Banks var á ferð hjer á laiidi, hey*rði liann LESBÓK MORGUNBLAÐSÍÍÍS margar raddir í ]>á átt, að Islend- ir.gar vildi losna undan Danastjórn og ganga Englendingum á hönd. Gerði Banks síðar ítrekaðar til- raunir tii þess að koma þessu í framkvæmd, en enska stjórnin var treg til þess að láta til skarar skríða og vildi trauðlega lægja Dani svo, jafnvel eftir að ófriður- inn hafði skollið á milli þeirra. — Tíúði Banks því, að íslendingar myndi njóta meira frelsis og betri verslunarkjara undir stjórn Eng- lendinga. Iíafði hann sjeð stjó'rn- háttu Dana lijer á landi með eig- iu auguiii og leist heldur ógæfu- samlega á, svo sein von var, enda stóð einokun þeirra þá í fullum blóma á íslandi. Það er áreiðanlegt, að rnjög fáir útlendingar, sem hingað hafa kom ið Ivr og síðar, hafa tekið slíku ástfóstri við landið og þjóðina, sem, Joseph Banks. Hinsvegar báru aíl- ir íslendingar, sem kyntust lion- um, íylsta traust til lians og litu á hann seni vin sinn og ve'mdara og mintust hans lengi síðan með ást og virðingu. Þeim sem vilja kynna sjer frek- ara æfiatriði þessa ágæta manns og afskifti hans af íslandsipálum, er ráðanda- að lesa þetta bindi af Islandica. Eftirprentun bönnuð. Kafbátahernaðnrinn. Endurminningar Julius Schopka- (Skráð hefir Árni Óla). VI. Hrakningar í Atlantshafi. Eins og getið va‘r í síðasta kafla var verið að búa „U 52“ út í lang- ferð. Voru gerðar á lionum ýmsar breytingar í því skyni, meðal ann- ars sú, að af 12 sjógeymum var fjórum (2 lívorum megin) breytt þannig, að hægt var að hafa í þeim olíu eða sjó eftir vild. Voru þeir nú fyltir af olíu, svo að við hefð- um nóg eldsneyti. Þá var og sett ný fallbyssa aftur á, 8,8 cm. víð. Ennfremur var bætt við skipshöfn ina 5 inönnum. Attu þeir að taka við skiþum, sem við kynnipn að hertaka (Prisenkommando). Hinn 15. nóvember var lagt á stað frá Helgolandi, en enginn vissi hvert förinni var heitið. Skip- stjóra vom fengnar leynilegar fyr- irskipanir í innsigluðu brjefi og mátti liami eltki opna það fyr en við voruin komuir ákveðua vegar- lengd út í Norðursjó. En þegar kafbátsstjóri opnaði fyrirskipan- irnar, lcom það í ljós, að við áttum að fara til Kanarieyja og hafa hraðan á að komast þangað og láta sem minst bera á ferðum okk- ar. Um þcssar mundir var mikill kjötflutningur frá Argentínu til Englaiuls. Kom hvert stórskipið á fætur öðru fullfermt, en öll komu þau við í leiðinni á Kanarieyjum til þess að fá sjer kol. Þessar sigl- ingar áttum við nú að trufla og koma á óvart. Höfðu þýskir kaf- bátar aldrei verið á þessum slóðum fyr. Við áttum nú um tvær leiðir að velja. Önnur, og sú hin styttri, var í gegn um Ermarsund, en eft- ir nokkra yfirvegun leitst kafbáts- stjóra ekki ráðlegt að fara hana. Hafði liann átt tal við Rose, kaf- bátsstjóra á „U 53“ áður en við fórum frá Þýskalandi. Var Rose nýlega kominn úr för gegn um Ermarsund og sagði hann, að sjer liefði fundist vera líkt ástatt fyrir sjer í sundinu „eins og ánamaðk í hænsagarði.“ Svo var hættulegt fyrir stóra kafbáta að fara í gegn um sundið. Var liann ]»ó á ljettum kafbát, en okkar kafbátur var sökkhlaðinn, svo að sjórflaut með borðstokk er við fórum,pfansjávar. Var nú snúið norður á bóginn og haldið norður fyrir Hjaltland. Fengum við slæmt veður í Norður- sjó, en hjá Muckle Flugga, norðúr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.