Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 8
192 HlHýðubúkasafiiið og mentun alþýðunnar. Eftir dr. Jón Stefánsson. Um daginn kom jeg inn á Al- þýðubókasafnið. Það er aðeins fimm ára gamalt og á þó um 7 þúsund bindi. Furðaði jeg mig fyrst á bókavalinu. Fróðleiks- bækur og skáldsögur haldast þar í hendur og vega salt, svo ekki má í milli sjá. Hjer hefir kunnugur maður um fjallað og má leiða getum að hver það er. Þá er furðulegt að sjá sumar hyllurnar nær alskipaðar ensk- um bókum. Var mjer sagt, að þær væru lánaðar og lesnar rjett eins og þær væru á íslensku. Er merkilegt, að svo margir alþýðu- menn skuli hafa gagn og gam- an af að lesa bækur á útlendu máli. Mjer er kunnugt um, að alþýðumenn í stórbæjum Evrópu leika þetta ekki eftir. Furðulegast af öllu eru þó tog- araskáparnir, litlir, lausir skáp- ar, með einni hyllu, og hurð fyr- ir. Þegar togari lendir, þá send- ir hann mann að sækja einn skápinn. í þessu andlega forða- búri eru þá 30—40 bækur, sem bókasafnið hefir valið handa þessum togara. Harðmeti og kryddmeti samvalið og við hæfi skipverja. Því starfsfólk safns- ins fer nærri um það, hvað þeir hlest vilja lesa. I einum skáp sá jeg þauliesn- ar bækur, sem voru bæði óhrein- ar og slitnar, og spurði, hvort skipverjar borguðu ekki safninu andvirði skemdra bóka, er væru svo útleiknar, að þær yrðu óhæf- ar til útláns. Mjer var svarað, að safninu þætti svo vænt um lestrarfýsn skipverja á togurun- um, að þeir væru ekki látnir borga fyrir bækur, sem þeir hefðu slitið upp á lestri. Auðvit- að hefðu þeir ráð á því, en að þeir snerta óþvegnir á bók sýndi einmitt, hvað sólgnir þeir væru í að lesa hana, og væri betra að hvetja þá en letja. Ekki hefi jeg sjeð merki þess á útlendum tog- urum, að skipverjar væru bók- hneigðir og munu íslenskir tog- arar vera einstakir í sinni röð í LESBÓK ÍiORGUNfcLAÐSlNS þessu og fleiru. Færi ekki vel á því, að skip- verjar og eigendur íslensku tog- aranna gerðu hjer einhverja bragarbót, gæfu safninu fje til bókakaupa einu sinni eða ár- lega, í þakklætisskyni? Það mun vera einhver yfir- sjón, að engin stjórn hefir enn lagt safninu einn eyri, þó fimm ár sjeu liðin síðan það var stofn- að. Sí og æ er talað um alþýðu- mentun, en hjer sýna verkin merkin. I Danmörku gefur ríkis- stjórnin jafnmikið tillag til hvers alþýðubókasafns og bærinn eða sveitin, sem á safnið, en hjer borgar Reykjavíkurbær e i n n kostnaðinn, þó hásetar og að- fluttir menn af öllu landinu noti bækurnar. Nú býðst tækifæri til að kippa þessu í lag. Bókasafnið ætlar að flytja í betri híbýli á Hverfis- götu, en þarf fje til þess. Komi nú allir togarar og hlynni að forðabúri sínu. Komi allir þeir, sem unna alþýðumentun, og leggi lið. Þá mun stjórn landsins ekki sitja hjá. I margar aldir hefir það frægðarorð farið af al- þýðu íslands, að hún sje ment- aðri en alþýða nokkurs annars lands. Hún á eftir að auka frægð sína á næstu áratugum, ef al- þýðubókasafninu er sýndur sá sómi, er vera ber, á næstunni. Naínið ttlfns. Vilduð þjer ekki gera svo vel að taka fyrir mig í Lesbók Mbl. eftirfarandi athugasemd við grein- ina „Nafnið Ölfus“ í 9. tbl. henn- ar, 4. mars þ. á. Höf. greinarinnar leitast við að orðskýra Ölfus. Hann tilfærir fimm skýringar á orðinu, meðal þeirra mína, og er ekki ánægður með neina af þeim. Minni skýr- ingu drepur hann kýmilega á huldu; segir að „aðeins einn eða tveir stafir sjeu teknir úr frum- legustji nöfnunum en öðrum bætt við“ og vænir að enginn nema jeg leyfi sjer anuað eins. Jeg hefi sagt, að Ölfus sje samsett af alp, fjall og ver, staður búinn e-u, og að segja frá þessu eins og gr.- höf. gerir er að minsta lcosti að fara mj,pg ógreinilega með það. Jeg . hefi, sýnt, að hinar fornu myndir. orðsins ver, sem sje ves, us sjeu skyldar við alp og samskeyt- ingurinn verði fyrfr hljóðvarp og úrfall p-sins eða stöðurýrnan þess, annað tveggja Ölves eða Olfus. Það er í rauninni fráleitt að lýsa þessu svo, að „eiun eða tveir stafir sjeu teknir úr frumlegustu nöfn- unuru en öðrum bætt við.“ Svo seilist gr.-höf. í orðskýririgu míria á „Drepstokkur“ „í tvígildu and- imæla skyni“ og vill ekki heyra að það „merki víst blátt áfram myluustokkur, brunnstokkur.“ — Það er engu líkara eri að gr.-höf. langi til að stanga mig, þó liann taki ekki til mín. Skýring mín á „Ölfus“ fellur í ljúfa löð við orð- myndunarreglur og gerir alveg þrautalaust grein fyrir hinu ein- stæða niðurlagi orðsins, us, eða ves, og eig. merking, fjallver, kemur svo vel heim sem heiti á sveitinni, er tekur við af Suður- landsundirlendinu, að það er alveg eins og steini sje stungið upþ í gjárífa. Aðrar skýringar á orðinu stangast við orðmyndunatreglurn- ar eða þeim bagar eig. merking eða hvorttveggja er að þeim í senn, svo er t. d. um Ölfoss, sem eignuð er ekki ósennilega próf. dr. Finni Jónssyni. Það er ekki viðunandi, að hjeraðið heiti foss- nefni, hversu silfurtærir eða öl freyðandi sem fossar kunna að vera og hvað sem líður innlendum blávatnsdrykkjum og útlendum öl- flaumi. Hefði alp verið algengt í málinu, hefðu líklega engar skýr- ingar verið til um Ölfus nema sú, sem jeg liefi gefið, svo sjálfsögð er hún og samræm algengri orðmynd- un. En orðið er sjaldgæft. Það er meinið og það hefir valdið því, að mönnum hefir gengið seint að átta sig á samskeytingi þess, Ölfus. Að segja frá skýringu minni eins og gr.-höf. getir, er vonandi sprottið af því hjá honum, að einþykkni hans gegn henni er að gefa frá sjer þenna veg og ríkur skihi- ingur á orðinu að ryðjá sjer til rúms. Hann kembir hugarburði upp og ofan dálka hvað orðskýr- ingunum fimm sje áfátt og kemst loks að þeirri niðutstöðu, að „ef málfræðingur gæti talið líkúr til þess að Ölfus eða Olfuss hefði ver- ið notað' — eða vel mátt riota — um ölhitu, uppúrsuðu .... þá gæti hann trúað, að á þessa leið hefði í fyrstu næsta umhverfið (Hvera- gerði) þegar verið skírt Ölfus(s). Já, þá gæti hann trúað! Það er áð segja hann á ekki neitt erindi til lesenda nema að láta þeim um eytu standa efnislausan fordildar þembing — úr drepstokki góma — í afdrepi fáfræði sinnar. Jeg þakka yður, herra ritstjóri, ítökima fyrir fram. Virðingarfylst, Páll Bjarnarson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.