Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 6
190 '•<bÓK MOBGUNBLAÐSINS hispurslaust frá öllu því, sem þeir sjá og heyra og skilja. Þetta getur orðið áhrifamesta atriðið. — Þó munu menn flestir vera sammála um það, að óhjákvæmilegt sje að bjóða opinberum fulltrúum er- lendra ríkja að meðtöldum fulltrú- um stórveldanna, að vera viðstadd lr á minningarhátíðhmi. Það eyk- >ur ábyrgð vora. Að ©llu saman- iögðu er augljóst, að vjer verðum að reyna að halda uppi heiðri vor- um gagnvart öðrum þjóðum 1930. Samanburður við hátíðina 1874 er óviðeigandi, af því að hún var einkamál íslands og að aðrir veittu henni ekki eftirtekt, nema þá helst ein örlítil smáþjóð við Eyrarsund. Hvað er nauðsynlegast? Eftir að vjer höfum náð þeirri uiðurstöðu, að ekki verði hjá því komist að gera eitthvað til minn- iugar um stofnun íslenska ríkisins fyrir 1000 árum, þá verðum vjer fyrst að svara þeirri spurningu hvað nauðsynlegast sje, því að það er hætt við því að vjer get- um ekki mikið gert, jafnvel tæp- lega meir en hið allra nauðsyn- legasta. Það er mikið undir því komið, að allir reyni að rannsaka þetta með algerðu hlutleysi og hlífðarleysi gagnvart sjálfum sjer sem öðrum. ^yrsta nauðsynin er að fræða heiminn og alla þá, er til íslands koma sem best um land vort og þjóð vora og að reyna að láta sem flesta öðlast söguJegan skilning á núverandi framþróunar- stigi vor íslendinga, en með því er svo margt afsakað, sem aflaga fer í menningarlífi voru, þó að því mið- ur verði ekki samt alt afsakafi með því móti. En það er bráðnauð- synlegt, að stuttum og skýrorðum bækling á sem flestum tungumál- um verði útbýtt víðsvegar um heim, og að hann sje afhentur ókeypis hverjum litlending, sem til Islands kemur. Það þarf ekki að blanda slikri nauðsyn saman við „auglýsingaskrum", en það verður ekki hjá því komist að nota hjer þær aðferðir, sem einar geta að gagni komið, hvort sem okkur eru þær geðfeldar eða ekki. Siðferðishroki og annar miðalda- hugsunarháttur er óviðeigandi þeg ar heill Islendinga um komandi aldir er í húfi. Önnur nauðsynin er að í Reykjavík sje sett á stofn ferðamannaskrifstofa með líkum hætti og í öðrum siðuðum lönd- um, en slíkar skrifstofur sjá um að íitbýta skilríkjum og bækling- um (eins og sá er fyr var nefnd- ur) og þessar skrifstofur veita líka upplýsingar um húsnæði og einstök herbergi fyrir aðkomu- menn til skemri og lengri tíma, en það er fullvíst að þó að í Reykja- vík verði byggt stórt gistihús, þá muni hver sem getur leigja eitt- hvað af herbergjum til nokkurra eða fleiri daga, enda yrðu það hverjum manni niikilsverðar auka- tekjur og tíðkast það alstaðar þar, sem líkt er ástatt og gistihús eru orðin fullsett. Ferðamannaskrif- stofan er eina áreiðanlega aðferð- in til þess að sjá um miðlim slíkra herbergja og til þess að koma í veg fyrir að menn „verði úti", en flestir aðkomumenn mundu gera fyrirspurn til hennar áður en þeir kæmu til Reykjavíkur og yrði hún þá að veita upplýsingar hvort og hvar fengist viðunandi bústaður fyrir tiltekinn tíma. Þetta er alt ofur algengt og einfalt, en um leið sjálfsagðasta kurteisisskylda tíiignvart aðkomumömram, þó að ekki sje minst á gagnið fyrir þjóð vora að öðru leyti. Þessar tvær fyrstu nauðsynjar eru aðeins hin sjálfsögðustu und- irbiíningsatriði. Þess var getið áð- an, að opinber framkoma vor væri mesta alvöruefnið í þessum mál- um og einasti liðurinn, sem hefir álirif á afstöðu vora gagnvart öðr- um þjóðum. Alt veltur því á fram- komu vorri. Rannsökum áfram hvað nauðsynlegast er. Mikilsverðustu atriðin í opinberri framkomu. Það sem fyrst þarf að verða oss l'ullljóst, er að alls ekkert veltur á því að leyna því að vjer sjeum í'átæk þjóð og smá. Það yrði oss langtum fremur til tjóns, ef reynt væri að telja heiminum trú um að vjer værum rík þjóð í ríku landi, því að stórveldin væru líklegri til þess að ágirnast auðugt land en fátækt. Þannig getur fátæktin ver ið oss bein landvörn og hefir ver- ið það hingað til, og það er skylda vor allra að reyna ekki hið minsta til þess að draga að neinu leyti fjöður yfir vora efnalegu fátækt. En oss verður að skiljast, að and- leg mening og efnaleg fátækt eru að vissu leyti greinilegar andstæð- ur. Hið eina, sem getur orðið oss að gagni í opinberri framkomu vorri, er að heimurinn geti sann- færst um það, að vjer eigum sjer- stæða menningu og list. sem sje heimsgild eða geti orðið heimsgild í ríkasta mæli og að íslenska þjóð- in sje sá menningargimsteinn, sem sje eða geti orðið mjög mikils virði fyrir germanskar þjóðir að minsta kosti, jafnvel fyrir allan heiminn, og að það megi því ald- rei skerða þann gimstein, þjóðerni vort og sjálfstæði. Þetta er sann- arlega mál málanna og það verð- ur aldrei nógu oft ítrekað. Og það er vert að minna á það um leið, að engin þjóð verður menningar- þjóð fyrir það eitt að safna auSi, heldur öllu fremur ef t. d. ein- staklingarnir kaupa sjer heldur bók en vínflósku og sleppa held- ur einni máltíð en að fara á mis við listrænan hljómleik. Fyrsta krafan um opinbera framkomu á minningarárinu er því að vort menningar- og lista-líf verði sem auðugást og háfleygast, þó að ekki yrðí nema fáa mánuði af árinu. Vjer eigum að taka á öllu sem vjer eigum til í þeim efnum og nota alla vora krafta, sem að gagni geta komið og meira til. Þetta mundi um leið auðvitað hafa mikla þýðingu fyrir allan framtíðarþroska þjóðar vorrar. Að sjálfsögðu verður að gera hæstu kröfur í öllum atriðum, en í slíkri opinberri framkomu hlýtur ávalt að bera mest á listþrenningunni: skáldlistinni " (aðallega leiklist- inni), myndlistinni og tónlistinni. Það verður alls ekki komist hjá því, að leggja alþjóðlegan mæli- kvatða á öll atriði framkomimn- ar og það verður alveg óhjákvæmi legt að hagnýta sjer heirosgild og alþjóðleg gögn til þess að íslensk- ar listir fái að njóta sín sem hest. Listirnar. Skáldlistin og bókmentir eru elsta listgreinin, sem vjer Islend- ingar eigum. Þessi listgrein verð- ur ekki að öllu leyti sýnd opinber- lega. Bókmentasýning gæti gefið nokkuð yfi'rlit ef vel er frá geng- ið og góðar upplýsingar eru gefn- ar á sýningaskránni, en þó ma lesa upp og listflytja ýmislegt á íslensku úr eldri og yngri bókmeut iim, enda er flestum útlendmgum forvitni á að heyra hljóm málsms. Þurfum vjer þar enn mikilla um- bóta, því að framburði tungu vorr- ar e'r oft mjög ábóta vant, enda liefir svo að segja ekkert venð "¦ert til þess að hreinsa og menta hann. Skýrasti listflutningur bok- menta getur komið fram á le^k- sviðinu, en þaS yrðu þá nær ein- "öngu bókmentir seinni tíma, sem þar^kæmu til greina. Það hittist nú svo á Jóhann Sigurjónsson, sem hefir komist næst því af oll- uro leikritaskáldum vorum, að na evrópiskri viðurkenningu, á ein- mitt 50 ára afmæli 1930. Það er því alveg sjálfsagt að það verður að flytja helstu verk hans á mmn- ingarárinu með besta aðbúnaSi. íslenskir leikendur verða að taka á öllu sínu, en þó yrði bráðnauð- synlegt að fí einn eða fleiri heims- fræga erlenda leikara og leik- stjóra til þess að taka að em- hverju leyti þátt í leiksýnmgun- um. íslenskri leiklist og skáldlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.