Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 4
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kring. Þegar við komum til Akur- eyrar var sjón að sjá: Víðlend tún, svo að græni liturinn bar alt ann- að ofurliða. Hvers vegna er rækt- un svona mikil í Reykjavík, þar sem skilyrði til ræktunar eru miklu verri en víða annars staðar? Svarið er auðfundið. Það er 'samgöngunum að þakka — hrað- anum! En ekkert af því sem við þekkjum enn er eins Ijóslifandi ímynd hraðans, sem skap'ar allar framfarir, eins og „Súlan." Við erum fljótari inn endilang- an Gilsfjörð heldur en maður er að bregða sjer stutta bæjarleið fót- gangandi. Plugið er hækkað meðaii farið er yfir land. Þarna mætum við skýjum. Þau eru áreiðanlega hátt á lofti úr sveit að sjá, en við' gerum okkur hægt um hönd og sveiflum okkur upp fyrir þau. Fyrir ofan er himininn heiður og blár. Til beggja handa sjást skýja- flókar þykkir nokkuð, og undir, rjett undir okkur er þokubelti, sem hylur alla útsýn. Það er þá alveg eins og flugvjelin sitji kyr, en þokan þeytist framhjá með geysilegum hraða. Meira en þetta veit maður ekki af því að ferðast ' flugvjel, að manni finst hún sitja kyr, þótt hún fari 130—150 km. á klukkustund, en skýin, sem í kring um mann eru og druslast áfram fyrir hægri hafgolu, sýn- ast fara fram hjá með geysi- hraða. Svo opnast Húnaflói og bjart, ei austur yfir að sjá. Súlan steyp- ir sjer niður og flýgur lágt þvert yfir fjörðinn. Hrritafjarðarháls teygir sig eins og kattartunga milli Hrútafjarðar og Miðfjarð'ar. Maður sjer Borðeyri, en Hvamms- tanga ekki. Yfirleitt sjer maður ekki meira af Húnavatnssýslu heldur en þegar farið er á skipi yfir flóann. En yfir sveitirnar gnæfa Eiríks.jökull og Langjökull í fjarska. Á vinstri hönd blasa við Strandafjöllin, sem annáluð eru á Vatnsnesi, og tignarleg eru þau og skifta vel litum. En þó er eins og maður fagni því, þegar austur fyrir Vatnsnesið kemur og fram undan Strandarfjöllunum koma hvert á fætur öðru, Geir- ólfsgnúpur og Hornbjarg í rauð- blárri og tíbrárglitrandi töfra- skikkju. Svo voru margar eyjar á Breiða- firði, að ekki varð tölu á komið. En nú kemur fjórða dæmið, sem ei- óreiknandi á íslandi: Vötn á Skaga. Alla leið frá Tindastól og norður á Skagatá er ein flatn- eskja, svo sundurgrafin af vötn- um að líkust er silunganeti. Og livergi koma litirnir í landabrjef- inu betur fram en þarna. Gulgrá- if móar og mýrar faðma að sjer „Súlan" kemur til Reykjavíkur og rennir inn um hafnarmynnið. dókkblá álftavötn og silunga- tjarnir í hundraðatali. — Maður horfir hugfanginn á þetta ein- kennilega landslag, sem líður hægt og rólega fram hjá. Úti fyrir er sjórinn eins og storkið gler. Bár- urnar, sem'reka hver aðra á und- an sjer í halarófu norðan frá Kol- beinsey og falda stundum hvítu sjer til gamans, sýnast allar standa í stað — vera eins og storknaðar gárur á sljettu hrauni — líkt og klappirnar hjá Geysi, en ölduföll- iii eins og hvítir fífuhnoðrar inn- an um. Jeg horfi lengi á þessa sjón, en hún breytist ekki. Jeg fæ ekki betur sjeð, en sjórinn sje storkinn, hafi storknað rjett í því sem suða var að koma upp á hon- um. Langt í burtu, lengst úti ; flóa, er bátnr. A honum eru t/eir menn; annar roskinn að sjá og í sjóklæðum. Hann stendur í mið- rúmi. Aítnv í er ('jtngur í ^kfc- um fötum. Þeir keipa béðir. Þetta jjá'im við glögt og þó eru ;>ei líklega í 30—40 kílómetra fjar- lægð. Við sjáunt marga aðrá báta. Sumir eru á siglingu, sumir eru að feíla ségl. Meðfram öllu Norður- landi er bjargræðistími núna — fiskganga álíka ör og í Vatnsfirði forðum, þegar Flóki, sem gaf landinu okkar nafii, gleymdi að afla heyanna. — — Nú hyllir Drángey — svo Þórð- arhöfða — svo Málmey. Austur yfir er dimt að sjá og nú dregur ský fyrir sólu. Því er spáð að við nmnum fá "jel inn Eyjafjörð. En síi varð ekki raunin á. Það var aiveg eins og skýjabakkinn hop- aði undan „Súlunni". Á Dalatá og Siglunesi var nýfallinn snjór nið- ur í miðjar hlíðar, og þar sem fannir voru fyrir í fjöllum glömp- uðu þær við manni. Snjórinn varð meiri á fjöllum eftir því sem austar dró og þegar Eyjafjörður opnaðist var jeljagangur og dimmviðri niður hlíð'ar að austan, en bjart yfir firðinum sjálfum, þar sem við flugum og vest'ur úr. Menn segja að falleg sje inn- sigling í Eyjafirði. Ekki er hún síðri í flugvjel. Hjer hefi jeg reynt að lýsa því sem fyrir augu bar á norðurleið. Það væri endurtekning tóm ef jeg færi að lýsa suðurleiðinni. Skal jeg því lýsa því nú að lokum, sem jeg hefði líklega átt að byrja á, hvernig það er að ferð'ast með flugvjel — hvernig manni líður á ferðalaginu. Er þá fljótt yfir sögu að fara. Það fer eins vel um mann og frekast verður á kosið. Maður situr „eins og á rúmi sínu", veit varla af því þótt flugvjelin hallist eða taki dýfur — en það gerir hún stundum — en það eina sem háir manni er bölvaður hvin- urinn í loftskríifunni, ef jeg mætti svo að orði komast. Maður sting- ur bómull upp í eyrun, en hún gerir lítið gagn. Nötrið í loftinu nær hlustunum þótt maður heyri það' ekki, og rekur manni smám saman hellu fyrir eyrun og þeg- ar til lengdar lætur finst manni sem kaldhamrað sje á þessar hell- ur báðum megin, og þær reknar lengra inii í hausinn — og 8YQ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.