Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 innarlega á því miðju. Hún var ekki vegleg þar tilsýndar og stór sýndist hún ekki. En um leið og sjónum er slept af henni gáir maður að því að flugvjelin er beint yfilr Kjalarnesi. Það er al- veg eins í laginu og spýtt kálf- skinn. Ilandan við það er Esjan og sýnist heldur lúpuleg. Yfir hana gnæfa önnnr fjöll, en þó bera Súlur af. Rjett um sama leyti og maður er að átta sig á afstöðu þessara kunnu fjalla, sjer maður út und- an sjer Akrafjall og Akranes beint niður undan. Glampar þar á hvít hús og rauð þök bera vel af við uinhverfið. En þetta er ekki nema aðeins andartak. Meðan raaður er að horfa á þetta er maður kominn yfir Borgarfjörð og Mýrar eru fram undan. Langt inni til hægri handar eygir maður Borgames. — Yfir Hafnarfjall gnæfa Skjald- breiðnr og Ármannsfell og litln lengra sjest móta fyrir Hlöðufelli. En á Mýrunum er alt sljett og landslágið þar blasir svo vel við manni, að frásögnin om það, er Egill reið frá Borg vestur á Mýr- o-rnar til Ingvars stendur ljóslif- andi fyrir manni. Þarna er keld- an sem Egill lenti í! Eða var það þessi? Það er ekki gott að segja. Alt. landið er þar eins og göt- óttur skýjaflóki — tjarnirnar og sundin, sem glampar á, eru eins og rof í skýjum. Mýrarnar eru breiðari og víð- feðmari en jeg hafði búist við eft- ir landafræðisbókum. En þó erum við komnir fram hjá þeim áður en varir. Og nú skiftast dásemdir á. „Mjög þarf nú að mörgu hyggja, mikið er um dýrðir hjer“---------- 1 Sól skín yfir sveitir. Mýrasýsla og nokkuð af Borgarfjarðarsýslu er eins og opin myndabók að ba){i. En framundan ef Snæfells- nessfjallgarður, traustur arm- leggur út í Grænlandshafið kalda, með hnefann reiddan — Snæfells- jökul. Það er eins og íslensk nátt- úra steyti þennan knefa til vest- ufs. Skekur hún hann að Græn- landi, sem drap landnámsmennina frá Breiðafirði, eða að Amefíku, sem hefir lagt að miklu leýti í auðn blómlegu bygðirnar á nesinu fagra? Hitt og annað rifjast upp fyrir manni. En maður hefir ekki tlma til að hugsa um þa& Okkur ber svo fljótt yfir. Áður en við vitum af erum við yfir miðju Snæfells- nesi. Fjöllin efu skínandi falleg. Á tveimur stöðum milli þeirra blasa við okkur vötu, djúp og tœr fjallavötn. Þar bærist ekki alda og úr þessari hæð sem við erum í, gætum við talið hvern stein á botninum í þeim. Veðrið er svo bjart að hætt er við að fara til ísafjarðar — flogið yfir Hvammsfjörð og vestur í Gils- fjarðarmynni. Það er sagt, að þrent sje óteljandi á íslandi: Vötn á Tvídægru, hólar í Vatnsdal og eyjar á Breiðafirði. Jeg skal ekk- ert segja um það hvort þetta er heldur satt eða logið, því að jeg trúi ekki neinu landabrjefi eða uppdrætti Islands eftir þessa ferð, en það veit jeg þó, að ekki vildi jeg telja eyjar á Breiðafirði. Við flugum nokkuð hátt innan við Stykkishólm og Hrappsey og vestur að Dagverðarnesi. En á þeirri leið var svo að sjá, sem Hvammsfjörður væri stiklaður/ eða flyti rekald eitthvert á sjón- um þar sem eyjarnar voru. Fanst, manni sem stikla mætti frá Þórsnesi og alla leið vestur á Skarðströnd. Og rjett í því að maður er að hugsa um þetta, hverfur ein eyj- an, eða verður snjóhvít. Fuglinn hefir heyrt þytinn í flugvjelinni og rýkur allur upp. Á vinstri hönd blasir við öll Bafðaströnd út af Keflavík, en nú er snúið til hægri inn eftir Gils- firði. — Eftir dölum koma silf- urtærar ár í ótal bugðum og hlykkjum, vegir og götur liggja eins og bönd fram og aftur um hjeraðið, en vilji maðuf lýsa land- inu nánar minnist maður ósjálfrátt þess er Sigurður Breiðfjörð kvað um Grænland: „Það er grátt af geitnaskóf gamburmosa og víði.“ Landið er eins og steypt úr steinlími. Það er alveg eins og hrœrt hafi verð steinlím í ein- hverjum jötnakatli og helt svo úr honum hugsunarlaust og móta- laust. Svo storknar steypan, fær á sig gárur hingað og þangað, en liturinn er altaf sá sami, grátt á grátt ofan, með móleitum blæ á milli. Jeg hjelt að meira mundi bera á græna litnum á Islandi en raun er á. Nei, hann sjest varla. Býlin eru eins og örlitlar grænar töðutuggur á víð og dreif. Hvern- ig fara bœndumif að lifa á þess- um litlu blettum og ala þar upp nýja kynslóð ? Það er óskiljanlegt! En þegar maður svífur svona í loftinu yfir sveitirnar og veit vel við hvaða erfiðleika bændur eiga að búa, þá verður manni á að spyrja sjálfan sig: Vantar ekki aðeins hraða? Vantar ekki aðeins betfi samgöngur? Svarið er rekið framan í mann! Þegar við skildum við Reykjavík, sáum við blómlegar lendur þar í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.