Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS / 189 kviðir maður fynr því þegar þær flugmennirnir mættu segja. Þeir • inætast! En þessi tilfinning stafar som sitja berskjaldaðir rjett við J'=8jalrsa<?t af ðvana. Eða hvað ætli hreyfivjelina og skrúfuna? Ríbisafmælið 1930. Eftir Jón Leifs. Ópersónulegt mál. Fyrsta skilyrðið til þess að at- huga og ræða um alt, sem snertir hið komandi merkisár 1930, er að forðast það algerlega, að blanda persónulegum skoðunum, tillmeig- ingum og hvötum inn í þau mál. Hagur allrar þjóðarinnár um kom- andi aldir getur oltið á því hvern- ig oss tekst, að fara með þetta mikla allsherjarmál. Vjer verðum því áð líta á málið með alveg óvil- höllum og ópersónulegum rann- sóknaraugum og reyna að leggja sögulegan og alþjóðlegan skilning í það. Vjer verðum fyrst að revna að afla oss hlutlausra upplýsinga um það hvernig hinn mentaði heimttr lítur á það mál, og vjer verðum óneitanlega að taka tiilit til þess eins og annarra lögmála sem eru heimsgild um viðskifti og framkomu fullvalda ríkja. Höf- undur þessarar greinar hefir reynt að útvega sjer slíkar upplýsingai- og reynt að draga hlutlausar á- lyktanir af þeim, alveg án þess að taka tillit til þess hvað honum er persónulega geðfelt eða ekki. Hið sama verða lesendurnir að gera. Sá, er þetta ritar, mun líka segja hispurslaust frá og styðjast við ma*rgskonar reynslu í dvöl með al mestu mentaþjóða Evrópu um nærri 12 ára skeið. til þessa atriðis i allri framkomu gagnvart erlendum ríkjum. Ríkisafmæli, en ekki Alþingishátíð. Það mun erlendis alment verða litið svo á, að árið 1930 sjc á fs- lattdi fyrst og fremst þess að minn ast, að íslenska ríkið var stofnað fyrir 1000 árnm og að mínningin snerti því miklu fremur alla þjóð- ina, hvern einstaklihg hennar og framkomu ríkisins út á við, held- ur Alþingið sjálft, og það þeim mun frekar þar sem Alþing hið forna var ekki aðein.s samkoma nokkurra fulltrúa þjóðarinnar, heldur samfundur allrar þjóðar- innar. Það er því tvöföld skvlda Alþingis og allra þeirra manna, séta fara með þetta taál opin- berlega, að hugsa fvrst um þjóð- ina sjálfa, almenning, en síðar um Alþingið. Alþingishátíð má aðeins verða einn liðurinn í afmælisminn- iitgu hins íslenska ríkis og ís- lénsku þjóðárinnar. Það er mjög nauðsynlegt að taka einnig tillit Tvennskonar gildi. Það ber ekki á því enn að al- menningi á íslandi sje orðið full- ljóst hvert gildi slík þúsund ára minning hefir. Það má segja, að gildið sje aðallega tvennskonar, inn á við og út á við. Gildið inn á við er fyrst og fremst í því fólgið að þjóðin reyn- ir með slíkri minningu að gera upp reikningana yfir fortíð og framtíð, að draga saman öll gögn liðinna og óliðanna tíma, að rann- saka sjálfa sig og krafta sína. Slíkt verður naumast gert nema að prófa krafta sína um leið og er óhætt að segja, að síst sje van- þörf á því á íslandi, því að kúgun liðinna alda býr enn í æðum þjóð- arinnar og vjer þurfum nú að fara að hrista hana fyrir alvöru af oss og afkomendum vorum til þess að ná váxandi athöfnum og fjöri í öllu starfi og hugviti. Afl- raunin styrkir líkamann og hið sama gildir um sálina. Sameinað átak allrar þjóðarinna'r í mikils- verðum menningaratriðum mun auka kraftana og skapa meiri dugnað og meiri framfarir, en áð- úr voru. Það getur eimt eftir af slíku átaki öldum saman ef vel fer. Gildið út á við er í rauninni öllu stórkostlegra, því að það snertir tilverurjett vorn sem þjóð- ar.Það má segja að ríkisafmælið sje fyrsta mikilsverða utanríkismál vor Islendinga, sem vjer einir verðum að ráða til lykta. En fram- koma vot 1930 gagnvart erlendum ríkjum, gagnvart öllum heiminum, mun geta haft endanleg áhrif á afdrif þjóðernis vors og sjálfstæð- is. Þar sem íslenska þjóðin nú um margar aldir mun ekki vera þess megnug, að taka nokkurn þátt í veraldarstjórnmálum og aldrei getur látið til sín taka með he*r- afla, þá er framkoma hennar gagn vart umheiminum hin einasta leið, sem getur ráðið örlögum sjálfstæð- is vors og aðstöðu vorri gagnvart þjóðunum. Af þessu leiðir, að framkoma vor gagnvart erlendum ríkjum 1930 er mesta ajvöruefnið í öllu því máli. Ef vel er að farið, þá getur það valdið miklu um að styðja málstað vorn fyrir dómi veraldarinnar, en ef illn er að farið eða jafnvel skrælingjalega, þá getur það í augum lieimsins fyrirgert tilverurjetti voTiun sem þjóð og stutt að því að rjettur vor verði síðar að vettugi virtur og land og þjóð innlimað í annað búsund sinnum voldugra ríki, án þess að nokkurt mikilsmegandi menningarland finni ástæðu til þess að mótmæla því. Heimsálitið ræður jafnvel af- drifum stórveldanna, þrátt fyrir margra miljóna herlið. Vjer ts- lendingar höfum því síst ráð á því að fara í kring um þau al- gildu veraldarlögmál, sem ráða mestu í þeiin efnum. HjeT er bein- línis hætta á ferðuin, sem ekk' verður varað nógsamlega við. Leiðirnar. Allir spvrja: „Hvað á að gera; hvað er hægt að gera?“ Látum oss rannsaka alla möguleika. — Fyrsta hugsunin, sem verður fyr- ir mönnum, er að gera alls ekki neitt, af því að vjer mundum ekki geta komið fram eins og nauðsyn- legt væri og af því að þannig yrði komið í veg fyrir að íslenska þjóð- in verði sjer til tjóns. Og það er sannarlega rjett, að betra er að alls ekkert verði ■ gert heldttr en að þjóð vor komist í þá hættu að fvrirgera tilverurjetti sínum á ein- hvern hátt fyrir dómi veraldarinn- ar. Og jafnvel þó að vjer færum á mis við þá mjög nauðsynlegu þjóðarstyrkingu inn á við, sem felst í mikilli minningu, þá væri alveg sjálfsagt að fórna slíkum hagnaði, ef fullvíst væri að með því yrði hægt að forðast alger- lega hættuna út á við, en svo er því miður ekki. Það má segja, að á seinustu þrein árum sje Island farið að vekja eftirtekt umheims- ins, þó að tiltölulega lítið beri á því ennþá. Þó er augljóst, að sú eftirtekt vex smásaman jafnt og þjett með ári hverju, að minsta kosti meðal menningarþjóða Ev- rópu. Og það hefir kvisast, að á árinu 1930 eigi að halda þusund ára minningarhátíð á íslandi og að sú hátíð sje að ýmsu leyti merkileg fyrir aðrar þjóðir. — í þýsku blaði var nýlega jafnvel tékið svo til orða, að Island mundi árið 1930 verða „miðdepill evróp- iskrar eftirtektar.“ Hvað sem því líður, þá verðum vjer að ganga út frá því sem fullvissri staðreynd, að Islandi verði nú sífelt veitt meiri eftirtekt og að blaðamenn flestra þjóða muni koma til ís- lands svo tugum skiftir á næstu árum, ejerstaklega 1930, og skýra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.