Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 2
386 LESBÓK MORGUNBLASSINS höfði!! Þessi málverk hafa í sjálfu sjer lítið listrænt gildi, enda veitir eiiginii þeim orðið athygli, en virð- ing Dalafólksins fyrir því gamla — sem alstaðar kemur fram — varðveitti þau þó frá eyðileggingu. jVfargir myndtf hafa verið búnir að brenna þeim fyrir löngu. En nú kom Karlfeidt til sög- unnar, og hann bljes nýjum lífs- ar.da í veggjamálverkin, svo að nú geymast þau án efa um aldur og æfi. Marga listamenn hafa Dalirnir alið. Þó eru tveir langfrægastir, sem jeg verð að fara um nokkrum orðum. Annars dveljast í Dölunum á hverju sumri fjöldi framandi málara, sem lifa þar fyrir listina, og njóta hinnar miklu náttúru- fegurðar í kringum Siljan. Annar þessara mann er Andrjes Zorn. Fæddur í Mora 1860. Zorn var í senn málari og myndhöggv- ari. Hann Var maður mjög þjóð- legur og barðist fyrir því, að göml- um dönsum, búningum og bygg- ingum væri haldið við. Honum varð mikið ágengt í þessu efni, enda naut hann þar góðrar aðstoð- ar Emmu konu sinnar, sem barð- ist ótrauðlega með honum. f Móra bygði hann bæ í gömlum sveita- bæjastíl, Zorngárden. — Þar bjó hann síð’ari hluta æfi sinnar, og dó þar fyrir fáum árum. Bær hans er nú undir eftirliti ríkisins, og eru þar geymd málverk hans og högg- myndir. Eitt af frægustu verk- um hans er Vasastyttan, sem jeg hefi áður minst á. Húsgögn Zorns, og alt sem honum heyrði til eru geymd í bænum með þeim sömu ummerkjum og hann skildi við þau. Þá kem jeg að hinum listamann- inum, Karli Larssyni í Bæ. Hann er fæddur í Stokkhólmi, en fór ungur að aldri til París og var þar langdvölum. Um 1890 fluttist hann upp í Dali og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Skamt frá Falun bygðihann sjer bæ við stöðu- vatn eitt, sem umlukt er yndis- legum skógarhæðum. Rjett við bæinn rennur smáá í vatnið, og myndar þar lítinn foss. Þarna ríkir altaf ró og kyrð. Engar raddir heyrast nema fugla- söngurinn, er svífur yfir vatninu. Manni verður vel ljóst, hversvegna hinn kyrláti listamaður valdí sjer þenna stað að óðali. Karl Larsson var Michelangelo í miniatur. Hann var alt í senn, skáld, myndhöggvari og málari, þó að langfrægastur hafi hann orðið fyrir málverk sín. Þegar gengið er inn í Bæ, er eins og komið sje á helgan stað. Kyrðin er djúp, og listaverkin klæða alla veggi. Alt er í sömu stellingum og listamað- urinn hafði komið því fyrir áður en hann skildi við. Karl Larsson dó árið 1919. Uppi á lofti í hús- inu er svefnherbergi hans og bóka- safn, sem er eitt af fallegustu einkabókasöfnum, er jeg hefi sjeð. Bær er undir eftirliti ríkisins, en dóttir Larssons býr þar nú, og er miðaldra kona. Listamaðurinn hafði áskilið dóttur sinni óðalið II. Þingið í Locle. Nokkru eftir miðjan ágúst, sagði einn vestursvissneski fjelagi minn mjer frá 'alþjóðaþingi, sem halda ætti í Locle dagana 24.—25. ágúst. Kvaðst hann hafa verið beðinn að safna þangað nokkrum Norður- landabúum, sem vera kynnu sem sjálfboðaliðar í Liechtenstein. — Ferðirnar yrðu greiddar, ef þörf gerðist, úr sjóði þeim, sem for- áður en hann ljest; og nú leika barnabörn hans sjer á bökkum vatnsins hans og heyra ána sam- einast því. Þegar jegj jninningunni tífi upp ferð mína injApalina, þá finn jeg r^tast á rnjer orð sænska skálds- ins, er sagði: Och livem det landet engáng set, han lángtár dit igán. eða Hver sem eitt sinn land það leit, hann langar þangað aftur. Aths. Rjett er að geta þess að Vasa- myndin, sem birtist í seinustu Les- bók, er mynd A. Zorris, er stend- ur í Mora, en ekki hin Vasastytt- an, sem minst er á í Rjettvík. stöðunefndin hefði yfir að ráða, og ökkur yrði sjeð fyrir ókeypis húsnæði. Til þinglsins var stoínað af isvonefndum kristilegum sósíal- istum, og var þang'að von fulltrúa frá 5—6 löndum. Jeg hafði aldrei heyrt þessa kristilega sósíalisma getið, og þótt jeg tilheyrði hvorki kristilegum nje ókristilegum sósí- alistum, þá ljek mjer hugur á a.ð vita, hvernig þessi nýja stefnri væri; riafnið bar það raunar að Sumarðvöl í Sviss. Eftir Djörn L. Jónsson frá Torfalæk. Mingard og ein systirin í ma tjurtagarði sjálfboðaliða í Schaan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.