Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 7
391 Runnurinn, sem sjest á mynd þessari, var fyrir 60 árum aðeins hnjehár. Hann er i Vatnshornshlíð l Skorradal á lœkjareyri við vatnið, á móti bænum Háafelli. — Myndina tók Árni Böðvarsson, Vogatungu. sem jeg ólst upp, var þá hlíðin, er fjœr dróg bænum, vaxin kjarr- skógi, víðast lágvöxnum og kyrk- ingslegum. Voru það að mestu ítök kirkna, og var skógurinn best- ur í tveim þeirra, er kirkjur í öðru hjeraði áttu, og notuðu lítið nema til áreftistöku, er gera l>urfti upp fjenaðarhús, en sjaldan til kola- gerðar. Annars var kolagerð tíðkuð al- staðar þar, sem kjarrið var svo stórvaxið, að kurltækt þætti. Var hylst til að svíða kurlið þá er lygnt var veður, og mátti á vorin oft sjá marga kolagerðarreyki samtímis í Skorradalshlíðunum. Frá því jeg var 6, til 22 ára, var jeg mikið við fjárgæslusnúninga, alla daga ársins eftir að jeg stálp- aðist, svo að heita mátti að jeg eldist upp í högunum. Þekti jeg því meðal annars hvern hrísrunn í Vatnshornshlíð. En síðan 1878 hefi jeg lítið' verið þar nema sem gestur. í sumar brá jeg mjer í rúmlega viku ferð um Borgar- fjarðarsýslu, til að kveðja hjeraðið og fáeina gamla menn, sem jeg þekti frá æsku minni (en þeir eru nú fáir eftir). Af breytingum, sem jeg sá þar á orðnar, undraði mig mest framfór skóganna. Not- aði jeg hluta úr degi til að skoða fósturhlíðina, en hún er nú næst- um óþekkjanleg, nema að lands- lsginu. Til dæmis um það, hvað skógi hefir þar farið fram, er LESBÓK MORGUNBLADSINS þetta: Nálægt því um miðja hlíðina er svo nefndur Klausturskógur; hann var í æsku minni talinn gjör- eyddur; það hafði verið ítak Við- eyjarklausturs, og var svo að því gengið, að allur raftur og kurl- tækur skógur var upp urinn. Var þá ítaksrjetturinn fallinn niður, samkvæmt landsvenju, og Klaust- urskógur því fallinn til jarðar- innar Vatnshorns aftur. Á þessu landsvæði var í æsku minni nokk- uð víða smákjarr í vexti, en mikl- ir flákar alveg hríslausir. Og hvergi var þá stærri skógur en svo, að sjá mátti kind frá götunni, sem lá með fram vatnsströndinni. í sumar fór jeg um Klaustur- skóg. Hann er nú víða hálfu hærri en maður á hesti, og svo þjettur, að torfært er um hann. Frá göt- unni sæist þar engin skepna þó hópur hvítra stórgripa (nauta eða hrossa) væri þar. Hrjóðurin voru horfin, en þar var skógurinn smá- vaxnari. — Þessu líkt má segja um aðra hluta skóganna í Skorra- dal, og víðar um hjeraðið. Á lækjareyri, utarlega í hlíð- inni, móts við bæinn Háafell, var fyrir 60 árum kjarrbreið'a hnjehá. Eitt sinn er jeg var við lamba- rekstur um fráfærur, hlupu sum lömbin ofan við kjarrrunn þenna, en er jeg veik þeim við, hoppuðu þau gegnum hann, og var hann þá lítið hærri en lambabökin. Nú er hann um 2 mannshæðir (sjá myndina); má þó heita að hann standi á bersvæði. Skömmu eftir aldamótin var bj'gt fjárhús í Klausturskógar- brúnum, vegna beitarnota þar; en heyjað var að þeim, og fjenu gefið þegar haga brast. En ekki sjer hnekki á skóginum vegna beitar- innar. Og mætti þetta vera til at- hugunar fyrir þá, sem halda að sauðheld girðing sje skilyrði fyrir þrifum birkiskóga. Framför skóganna 'síðan um 1870 veldur einkum: 1. Stálþynnuljáblöðin. Með þeim hvarf ljádengingin, kolagerðin — og smiðjurnar. 2. Bárujárnið; það útrýmdi notk- un hrísáreftisins. 3. Að hætt var að þrautbeita fje og að hafa sauði. — Sauðfje bítur ekki birkilcvist (hrís) nema það nái ekki til jarðar og sje til- neytt af hungri. Nautpeningur er lystugri á birkibrum. Jeg hefi staðið yfir kúm í skóg- inum að' vorlagi, og kusu þær heldur að bíta hrísið en sinuna. En á auðri jörð hefi jeg aldrei sjeð sauðfje bíta hrísið. Tel jeg það því fjarstæðu, að það standi skógi fyrir þrifum, ef fje gengur í landinu, nema í hungursneyð sje, en nú mun það ekki víð'a vera svo hörðu beitt. í Skorradal er strjálbýlt; beiti- Jöndin stór, en slægjur litlar, eink- um um miðhluta dalsins, þar sem vatnið tekur af alt undirlendi, og þar er skógurinn mestur í hlíð- unum. Er á sumum jörðum mestur hluti landsins skógi vaxinn, og skógurinn nú orðinn til óþæginda fyrir búskapinn. Einu notin að honum eru nú til eldsneytis heimafyrir, og ^omast bændur ekki nærri yfir að hirða kalviði eða grysja eftir þörfum. Vegna óhægra samgangna er þar enginn markaður fyrir hrís í neinni mynd og vegna þjettleika skógarins er varla hægt að smala búfjenaði úr honum, og ullina dregur hann mjög af sauðfjenu. Bændurnir eru því ekki sjerlega hrifnir af skógar- vextinum, þó hann prýði landið. En fyrir meira en 100 árum kvað kona svq;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.