Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 þar ekkert sögulegt til tíðinda annað en það, að í lok fundarins sló í allharða rimniu út af um- mælum, sem svissneskur ræðumað ur hafði viðhaft um kirkjuna. Tók annar franski fulltrúinn, sem er öldruð og guðhrædd kona, sjer þau of nærri. En alt fjekk góða enda. Um jólin 1920 var jeg á sænsku skipi í Newcastle í Englandi. Höfð- um við legið þar lengi hausts, og var jeg því orðinn sæmilega kunn- ugur í borginni. Meðal þeirra staða, sem jeg kom oftast á, var sjómannastofan danska. Fyrir henni var danskur prestur, mesti ágætismaður. Hann bauð okkur á hverju miðvikudagskvöldi upp á sjómannastofuna, og var þar þá haldin guðsþjónusta, leikið á hljóð- færi, lesnar sögur og veitt kaffi á eftir. Var þar oft glatt á hjalla og hlökkuðum við jafnan til mið- vikudagskvöldanna. Auk sjó- manna, komu þarna oft ýmsir Norðurlandabúar, sem búesttir eru í borginni, m. a. Louis Zöllner, kaupmaður, sem margir íslending- ar munu kannast við. Á aðfangadagskvöld var okkur veittur jólamatur á skipsfjöl, hrísgrjónamatur og „lutfisk“, sem er jólamatur Svía. — Síðar um kvöldið fórum við í land. En þar var lítill jólabragur ýfir öllu, því að allar búðir voru opnar og hvergi messað'. Aðfangadagur er eigi helg ur dagur hjá Englendingum. — Á jóladagsmorguninn fór jeg í kirkju og gekk fram og aftur þann dag. Á annan jóladag var þoka, og eyddi jeg mestum deg- inum við að horfa á knattspyrnu. En um kvöldið var okkur boðið upp á sjómannaheimilið danska. Jeg kom þar klukkan 8. Var þar þá fyrir fjöldi manna. Okkur var vísað inn í litla kapellu í húsinu. Stóð þar skreytt jólatrje með fjölda kerta og ýmsu góðgæti á. Voru nvi sálmar sungnir og prje- dikað, gengið kringum jólatrjeð og sungið'. Tóku allir þátt í því, gamlir og stæltir skipstjórar, ó- Daginn eftir snerum við Min- gard til Liechtenstein — heim, var jeg nærri búinn að segja — sömu leið og við komum, og væntanlega hittið þið mig þar seinna við skurð- gröft og malarmokstur. Lothringen, í okt. 1928. breyttir sjómenn og börn prestsins. Færðist friður og barnsleg gleði yfir andlit þessara hörðu sjó- manna, sem vanari voru blótsyrð- um og formælingum, en sálma- söng. Þá sýndi prestur okkur stóra hrúgu af bögglum, sem sjómanna- heimilinu hafði borist víðsvegar að, heiman frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þar starfa fjelög, einkum konur, að því að útbúa slíka böggla til að gefa sjómönn- unum, löndum sínum, sem eru í útlendum höfnum um jólin. Kona prestsins ,og systir hans útdeildu nú bögglum til þeirra sjómanna, sem voru viðstaddir, og var gam- an að sjá eftirvæntingarsvipinn á mönnum, er þeir voru að opna þá. Mjer hlotnaðist allstór böggull. í honum var mynd af dönsku drotningunni í fallega ísaumuðum ramma, dönslc húslestrarbók,prjón- aðir smokkar og blaðahengi, og eitthvað fleira. Innan í bögglinum var og brjef frá sendandanum, einhverri konu á Suður-Jótlandi. Árnaði hún mjer allra heilla og bað mig um svar við brjefinu. Jeg skrifaði henni þakkarbrjef seinna, en hefi ekki frjett frá henni síðan. Þess eru ekki all-fá dæmi, að ungir sjómenn hafi kynst konuefnum sínum 'með' þessum hætti. Innihald hinna bögglanna var líkt og glöddust allir yfir því. Jeg hefi aldrei sjeð gjafir þegnar með meiri gleði og þakklæti en þessa fábreyttu hluti að heiman, sem báru þess svo ljós merki, að þar voru góðir menn og góðar konur, sem mundu eftir sjómönnunum, sem eiga við óblíð kjör að búa og velkjast höfn úr höfn, vinalausir og stöðugt í hættu fyrir illuiu áhrifum og siðspillandi. Barnsleg gleði ljómaði af andliti sjómann- anna, er þeir báru saman það, sem þeim hafði hlotnast, skiftu á hlut- um, eftir því, sem hver kaus sjer helst o. s. frv. Er menn höfðu skemt sjer við þetta nokkra stund, var öllum boðið til kaffidrykkju. Var þá glatt á hjalla. Tveir norsk- ir sjómenn ljeku á hljóðfæri, spil- aði annar á mandólín og liinn á pá- anó og varð hin besta skemtun af. Ræður voru haldnar fyrir minni allra Norðurlanda. Louis Zöllner, sem er ræðismaður Dana og ís- lendinga, flutti þar ræðu fyrir minni íslands. Þakkaði jeg hana nokkrum orðum. Þegar liðið var fram að mið- nætti var samkomunni slitið með því, að sungnir voru ættjarðar- söngvar allra Norðurlanda, sem prentaðir eru í sálmabók danska sjómannatrúboðsins. Fyrir íslandi var sungið hið fagra kvæði A. Munch: „Yderst mod Nordeu lyser en 0“, sem Matthías Jochumsson hefir þýtt: „Lýsir af eyju við ís- þokuslóð.“ Þarf eigi að segja, hve jeg gladdist við þann kærleika og vinarþel, seijv jeg mætti hjá þess- um útlendu bræðrum í framandi landi. Hjeldu menn nú á braut, er þeir höfðu kvatt prestinn ög þakkað skemtilega samverustund. Þetta kvöld verður í minningu minni eitt hinna fegurstu, sem jtg hefi lifað. —r— Fáum íslendingum er kunnugt, að úti um heim, sjerstaklega í Englandi og á Norðúrlöndum, starfa kristileg fjelög meðal sjó- manna. Þau eiga sjómannaheimili og samkomuhús í fjölda mörgum hafnarborgum víðsvegar um heiin, þar sem siglingar eru miklar. — Þangað geta sjómenn komið og setið þar, lesið eða skrifað og hvílt sig, þegar þeir hafa land- gönguleyfi. Þangað geta þeir látið senda brjef til sín, og .þar er þeim leiðbeint um inarga hluti, hvattir til og hjálpað að senda fje heini tii sín. Þar geta þeir fengið góð- ar veitingar við lágu verði, spilað, teflt o. s. frv. Þer ern haldnar guðsþjónustúr, sungnir sálmar og fluttar bænir, og eru það oft einu tækifærin, sem fjölmargir sjómenn —--«<*>>- Jólaminning.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.