Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 nokkfru með sjer. Ferðalagið og vonin um að hitta gamla kunn- ingja frá Schaan freistaði mín einnig; og ekki dró það úr for- vitninni, að ræðurnar, sem haldnar yrðu á frönsku, þýsku eða ensku, átti að túlka á esperanto. Jeg hafði lengi verið „spentur“ fyrir því máli, hafði að vísu aldjrei gefið mjer tíma til að læra það, en þekti það þó nógu vel til að geta dæmt að' nokkru um yfirburði þess yfir önnur tungumál og um það hug- vit, sem þurft hefir til að gera það svona úr garði. En mjer hafði áldrei gefist kostur á að heyra það talað sem lifandi mál. Jeg hugsaði mig því ekki tvisvar um að þiggja hoðið'. Og þannig stóð á því, að jeg var staddur í Locle laust fyrir há- degi þann 24. ágúst. Á stöðinni var okkuir fagnað af forstöðunefndinni, sem vísaði á húsnæði þeim, sem ekkert áttu víst. Mingard átti þarna kunn- ingja ,sem hann fjekk húsnæði hjá. „Systir“ Clara Waldvogel bauð mjer að dvelja hjá bróður sínum, síra Waldvogel, sem bjó 3 km. frá Locle. Jeg þekti hann einnig, því 'að hann hafði unnið’ í Schaan hálf- an mánuð. Hans var von til Locle seinna um daginn. Frá stöðinni hjeldum við til fundarhússins. Á leiðinni mættum við þýskum fulltrúa, og þáð fyrsta, sem hann segir við mig, er við vor- um kyntir, Var: „Ni parolas Esper- anton, kamarado?“ — Það var í fyrsta, en ekki síðasta skiftið, sem jeg var spurður að þessú í Locle. Seinna hitti jeg tvo esperantista, báða svissneska, sem staðið höfðu í brjefaviðskiftum við íslenska esperantista. Annar þeirra heitir E. Frivat; hann hefir stundað esperanto og unnið að útbreiðslu þess síðan hann var barn, og talar það jafnliðugt og sitt eigið móð- Urmál. Hann er formaður alþjóða- sambands esperantista. — í fund- arsalnum voru okkur gefnir rauðir borðar, sem við skyldum festa í barm okkar, öllum til sýnis: Á þeim stóð' prentað: Intemacia Kon- gresso de Kristana Socialismo — Locle, Augusto 1928. Klukkan hálf eitt gengu allir til snæðings í matsöluhúsi skamt frá. Borðhaldið hófst með því, að allir tókust í hendur og sungu ljóð, sem ort hafði verið í tilefni af þinginu. Saina var og gert í byrjun hvers fundar. Einu sinni kom lúðra- flokkur bæjarins og spilaði fyrir utan gluggana, meðan við snædd- um. Privat og kona hans sátu and- spænis mjer við borðið. Ljek þeim hugur á að vita, á hverju Islend- ingar nærðust. Jeg lýsti fyrir þeim venjulegu sveitafæði svo nákvæm- lega sem mjer var unt, og sagði jeg þeim meðal annars, að við borðuðum súrt slátur á hverjum degi, og oft þrisvar á dag: í morg- un-, miðdags- og kvöldverð, og yrðum aldrei leiðir á því. Fanst þeim þetta mjög merkilegt, og var um leið mjög skemt. Hjer heyrði jeg í fyrsta sinn á æfinni samtöl á esperanto, og þótt jeg skildi varla annað en þau arð, sem al- þjóðaorð má kalla, þá duldist mjer ekki, að þama var virkilega lif- andi mál, sem hafði áunnið sjer fullan rjett til að skipast á bekk með öð'rum nútímamálum. Kl. 2 var þingið sett af forseta sambands kristilegra sósíalista í vestur-Sviss. Er það lítil og góðleg lcona, Héléne Monastier að nafni. Hún hafði einu sinni verið „syst- ir“, en mátti nú freinur kallast „móðir“, því að hún útvegaði fiestar þær „systur“, sem komu frá Sviss. — Svissnesku konurnar láta allmikið' til sín taka, þótt ekki hafi þær ennþá kosningarrjett. Berjast þær hart fyrir fullum rjett- indum til jafns við lrarlmenn. En mótstaðan er sterk, og enn hafa þær ekki öðlast þetta dýrmæta hnoss, sem svo mjög er deilt um, hvort bæti eða skemmi, þótt menn sjeu meira ásáttir um, að konan eigi heimting á því frá rjettlætis sjónarmiði. Þama voru mættir fulltrúar frá: Ameríku 1, Englandi 1, Frakk- landi 2, Þýskalandi 3, Hollandi 1, auk mín, sem fremur skoðaði mig sem gest en sem fulltrúa, og sviss- nesku fulltrúanna, sem voru í yf- irgnæfandi meirihluta. Eftir að þingið var sett, áttu fulltrúamir að skýra frá upprana og vexti hins kristilega sósíalisma hver í sínu landi. Fyrstur tók til máls fulltrúi Englands, þá fulltrúi Ameríku, öldruð kona með grátt hár; þá kom fulltrúi Hollands og eftir honum tveir fulltrúar Þýskalands, hvor á eftir öðrum: báðir lúterskir prestar, vel og kraftalega vaxnir og á besta aldri. Mintu þeir mig meira á frændur sína og forfeður vora, víkingana norrænu, en auðmjúka og lítilláta þjóna kirkjunnar. Því næst lýsti Privat vexti og viðgangi þessarar stéfnu í Sviss, og siðastur fjeklt orðið annar fulltrúi Fralcklands, Paul Passy að nafni. Það er gam* all maður, hár og grannur, lang- leitur og horaður, með grátt hár og skegg og gletnisleg augu. Var hann þannig búinn, að á fótum hafði hann „satfidala“, en enga sokka; hann var í dökkleitum buxum og gráum, hálfslitnum jakka, hneptum upp í háls, og sást þar á harðan flibba. Mjer var sagt, að hann væri fyrverandi há- skólakennari við „Svarta skóla“ (Sorbonne) í hljóðfræði (phoné- tique), og væri hann mjög vel að sjer í þeirri grein; kynni hann mörg, tungumál að meira eða minna leyti. Hann er einmitt faðir og postuli þessarar kristilegu-só- síalistísku stefnu í Frakklandi; þaðan hefir hún breiðst til Sviss. Þessvegna gekk hann hjer undir nafninu „oncle Paul“. Flestir töluðu á sínu móðurmáli. Privat túlkaði þar ræður, sem haldnar vora á frönsku og ensku, og Locle-búi einn túlkaði úr þýsku. Skrifuðu þeir upp aðalat- riði ræðunnar og lásu svo á eftir höfuðinntak hennar á esperanto, eins fljótt og hiklaust og ræðu- maður sjálfur; einkum var Privat framúrskarandi leikinn í því. Full- trúar Ameríku og Hollands fluttu sínar ræður á esperanto, og voru þær þýddar á frönsku. Þarna voru mjög margir, sem skildu esperanto meira og minna, einkum meðal Svissanna, sem hafa mikinn áhuga á útbreiðslu þessa máls; er það kent þar í mörgum skólum. Hin kristilega sósíalistiska hreyf ingi er h. u. b. 40 ára gömul. Hún er sprottin af tvenskonar umbóta- þörf: á sósíalismanum og á kirkju- unni. Sósíalistamir hugsa aðeins um líkamlega vellíðan, um munn og maga, líta aðeins á fjárhags-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.