Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 4
388 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS legu hliðina; en láta sig andlegu hliðina, trúarbrögðin, engu skifta. Kirkjan hinsvegar lítur hin ver- aldlegu gæði of hýru auga, er of auðvaldssinnuð. Hinn kristilegi sósíalismi tekur það sem gott er hjá báðum, og myndar úr því eina heild. Verður þar tvent í senn, að sósíalisminn tekur skírn, og kirkj- an afneitar auðvaldinu. Hlutverk sósíalismans og kirkjunnar hvors um sig er hjer að fylla hvort ann- að upp, bæta hvort annars galla. — Stefna þessi hefir alls staðar átt mjög erfitt uppdráttar. Mikilli tregðu og andúð hefir ver- ið að mæta jafnt af hálfu sósía- lista og annara leikmanna, sem hjá þjónum kirkjunnar. Er flokk- urinn enn all-þunnskipaður, hefir einkum unnið fylgi á síðustu árum, og er ekki gott að segja um fram- tíð hans. — Þetta er fyrsta al- þjóðaþingið, sem kristilegir sósía- listar halda; er þannig hafin milli þeirra samvinna, sem á að flýta og auka úthreiðslu þessarar hreyf- ingar. Gert var ráð fyrir, að næsta þing yrði haldið að' tveimur árum liðnum, og á innan þess tíma að ná sambandi við fleiri þjóðir, sem ekki höfðu fulltrúa hjer. Frá Sví- þjóð var von á fulltrúa, sem kom ekki. í Noregi og Danmörku á hreyfingin einnig áhangendur. Á dagskránni stóð, að kl. 8 um kvöldið ætti að fara fram mót- taka fulltrúanna á opinberri sam- komu, með ræðum, hljóðfæraslætti og söng. Átti einn frá hverri þjóð' að stíga í stólinn og ávarpa söfn- uðinn með fáeinuin orðum. Var þar saman kominn fjöldi fólks frá Locle og umhverfinu. Hljómsveit bæjarins, sem er lítil og saman- stendur af nokkrum sönghneigð- um unglingum, sem æfa sig í frí- stundum sínum, ljek öðru hvoru tónverk eftir Haydn og fleiri þekt tónskáld. Héléne Monastier, sem stýrði samkomunni, kallaði full- trúana hvern á fætur öðrum upp á ræðupallinn og kynti þá með ■nafni og þjóðemi, og eftir það mælti hver þeirra nokkur orð. Var ÖUuml tekið' með lófaklappi og fagnaðarlátum. Þau urðu sterkust, er röðin kom að mjer, og veittist mjer ljett að geta mjer þess til, hvernig á því stæði. Þegar jeg gekk aftur til sætis míns, stóð Paul Passy upp og sagði á frönsku: „Eigum við nú ekki líka að heyra eitthvað á íslenskuf', og áður en jeg fengi tíma til að svara nokkru, hóf hann að syngja „Eldgamla ísafold“, með jafnhreinuin og lýta- lausum framburði og innfæddur fslendingur. Þegar jeg náði mjer eftir undrunina, tók jeg auðvitað undir, meira af vilja en mætti, eins og þeir, sem þekkja mig, geta borið vitni um, og sungum við fyrsta erindið á enda. Er það í fyrsta — og vafalaust síðasta — sinn, sem jeg syng opinberlega fyrir fjölda fólks. Auðvitað vissi enginn, hvað um var að vera, og máttu allir hafa haldið okkur geggjaða. Á eftir sagði Paul Passy mjer, að árið 1885 hefði hann dval- ið tvo mánuði á íslandi, til að læra framburð málsins, vegna vísinda- greinar sinnar, hljóðfræðinnar. Hafði hann þá lært nokkur þjóð- lög, meðal annars „Eldgamla fsa- fold“ og „Hvað er svo glatt“. Síð'- an hefði hann aldrei komið til Is- lands og aðeins þrisvar hitt ís- lending. Hann hafði gleymt að mestu að tala, en þetta mundi hann enn. Mjer var óblandin ánægja að því, þá þrjá daga, sem jeg dvaldi í Loele, hve mikla samúð menn höfðu með íslensku þjóðinni, eink- um Svissamir. Ekki er hægt að segja, að þeir viti mikið' urn ís- land, en þeir hafa hug á að fræð- ast mikið um það. ------- Nokkrir fullorðnir piltar komu einu sinni til mín, og sögðu þeir mjer, að þá hefði einmitt lengi langað til ís- lands og myndu fara þangað síðar, ef tækifæri byðist. Jeg er sann- færður um það, að mikið af þeirri hjartanlegu alúð, sem jeg naut hjer, átti jeg þjóðemi mínu að þakka. Annars umgengust allir eins og gamlir kunningjar; maður heyrði aldrei „monsieur“ nje „mademoiselle“, heldur var í þess stað sagt „camarade". Þetta hisp- ursleysi og hinn sterki fjelagsandi, sem ríkti þar, átti sinn góða þátt í að gera dvölina sem ánægjuleg- asta og eftirminnilegasta. Og enn var eitt, sem stuðlaði að því, að festa mjer dvöl þessa betur í minni. Að' samkomunni lokinni, lcl. 10 um kvöldið, hjelt hver heim til sín. Jeg átti að halda til hjá síra Waldvogel, sem var hjer með móður sinni og systur. Heim til þeirra voru 3 km., sem við afrjeð- um að l'ara á fæti í samfylgd nieð fleira fólki, sem átti sömu leið. Veður var hlýtt og bjart, stjörn- urnar blikuðu skært, og fullur máninn óð í skýjum. Og er við hjeldum af stað, voru mjer boðn- ar tvær yngismeyjar — rnigar meyjar, ætlaði jeg að segja — sín undir hvorn arm.; og jeg var ekki svo ókurteis að hafna boðinu. — En til að vera hreinskilinn, verð jeg að játa, að jeg átti þetta hvorki þjóðerni mínu nje mann- kostum að þakka, heldur var það bara sem einn vottur þess látleysis og þess holla frjálslyndis, sem einkendi þingið í Locle og Svissum er eiginlegt. Hinn kristilegi1) sósíalismi er í eindreginni andstöðu gegn hernaði og herþjónustu, og einn helsti lið- ur á stefnuskrá hans er almenn af- vopnun. Eftir sameiginlegt borðhald um kvöldið gengu allir til fangelsis bæjarins og sungu eitt eða tvö friðarljóð fyrir utan glugga þess. Voru þau ætluð Locle-búa einum, sem var í fangelsi fyrir að hafa neitað að gegna herþjónustu. Kl. 8 var svo opinber samkoma með kórsöng, hljóðfæraslætti og ræðuhöldum. Meðal annars talaði Paul Passy um tilgang hins kristi- lega sósíalisma. „Enginn getur,“ sagði hann, „þjónað bæði Guði og Mammoni. Sósíalisminn afneitar bæði Guði og Mammoni. Kirkjan vill hinsvegar halda trygð við báða. En hinn kristilegi sósíalismi steypir Mammoni af stóli og krýn- ir Guð til konungs“. Sunnudaginn þ. 26. fór fram ársþing kristilegra sósíalista í Vestur-Sviss. Voru flestir útlendu fulltrúarnir þar viðstaddir. Bar x) Þess ber að geta, að hinn kristilegi sósíalismi er ekki ein- ungis bundinn við kristindómiiui eða kristnar þjóðir, heldur nær hann til allra trúarbragða. Nafnið er því villandi og óheppilega val- ið. Er betra að segja,, eins og stundum er líka gert, trúarlegur sósíalismi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.