Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 2
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tíniHiis, ]>ótt ekki sje ]>að þar í frenistu riið fremur en próvenskan. Arlega kemur út fjöldi bóka á kataJónsku, skáldsöfiur, ljóð, fræði rit, reyfarar, alinanök, blöð o. s. frv. En sennile<ra er það mikið af sjervisku Of? yfirdrifinni átthaga elsku höfundanna, því að flestir lærðir menn í Katalóníu tala nú og skrifa spænsku jafn leikandi vel og móðurmállýskuna. Og það má segja, að leit sje að þeim Katalana, sem ekki sk'lur spænsku. Vinsældir katalónskunnar fai'.i stöðugt þverranfli. Að vísu er hún nú töluð af hjer um bil 4 miljón- um manna, en skiftist í ótal marg- ar mállýskur innbvrðis ólíkar. í hjeraðinu umhverfis Valeneia skilja menn illa þá, sem búa í Llobregat-dalnum. I Baleares-eyj- um er töluð sjerstök mállýska. í Rosellón á Suður-Frakklandi er talað annað afbrigði katalónskunn- ar, en frönskublendingur aftur í sumum spænskum dölum í Pýre- neafjöllum. Margar aðrar mál- lýskur mætti upp telja'. Mestu rithöfundar Katalóníu slcrifa nú á spænsku. Sumir leggja katalónskuna alveg á hilluna, eins og fagurfræðingurinn Eugenio d’Ors, sem jeg nefni sjerstaklega af því að hann er einn af mestu andans mönnum í Suður-Evrópu, sem nú eru uppi. Yfir 100 miljón- ir manna taia og lesa spænslui í heiminum. Þótt Katalónar litu ekki á annað en hagnaðarhliðina — og sú hlið hlutanna er öllum sparsömum og auragjörnum mönn- um fyrir mestu, — þá hlytu þeir að freistast til þess að táka upp spænskuna sem talmál og ritmál og láta heldur móðurmállýsltuna sitja á hakanum. Enda virðist nú líta út fyrir, að spænskan útrými katalónskunni alveg, þegar fram líða stundir. fbúar Gömlu og Nýju Kastilíu og fylkjanna þar fyrir vestan og sunnan, eru hinir eiginlegu Spán- verjar („castellanos“). Þeir hafa gegn um alla söguna borið höfuð og herðar yfir aðra íbiia Pýrenea- skagans bæði í bókmentum og list- . um og vísindum. En í einu hafa þeir ekki getað jafnast á við liina ötulu og þrautseigu Katalóna. — Og það er í verklegri framför. Hvergi nokkurstaðar á Spáui hef- ir iðnáður og verslun náð jafn ghvsilegri framþróun og í Kata- lóníu, hvergi hefir iðnmenning nú- tímans, með öllum hennar kostum og göllum, skotið dýpri rótum. Iðnaðurinn þar á langa og merki lega sögu að baki. Á miðöldum var Tarrasa, Sobadell og fleiri borgir frægar fyrir vefnaðarvörur sínar. Og siðan hefir vefnaðurinn haldist ]>ar við og verið arðsamari en ann- arstaðar, enda jafnan notaðar í ]vjónustu hennar nýjustu aðferðir og fullkomnustu vjelar. í Barce- lóna einni og nágrenni hennar (,,Llano“) eru alt að 2 milj. baðm- ullar-spunavjela, seih ganga flest- ai eða allar fyrir rafafli. Fyrir utan baðmullina er og mikið ofið úr hör1, liampi, ull og silki. • Sparisjölin frægu —• mantones de Manila — sem ungfrúrnar spænsku nota á tyllidögum og breiða á jrallhandriðin, þegar þær eru við- staddar nauta-at, koma ekki öll frá Kína eða Filippseyjum, heldur eru ]>au einnig búin til í kata- lónsku verksmiðjunum. Hvað verslun snertir hefir Kata- lónía staðið mjög framarlega. — Þegar á miðöld var Bareelona skæður keppinautur Feneyja, Mar- seille og Genóva. Og þá átti hún sjer einhver merkilegustu og full- komnustu siglingalög, sem til voru á þeim tímum (Libro del Consu- lado de Mar, þ. e. sjórjettarbók- in), og verslunarrjett, Usatges, og hafði erindreka í helstu hafnar- borgum erlendis til að gæta hags- muna sinna og liafa vakandi auga á markaðinum. Árlega voru haldn- ar kaupstefnur, sem fjöldi kaup- manna streymdi til úr nærliggj- andi löndum. Áður en lengra verður farið út í þessa sálma, skal örlítið minst á annan atvinnuveg, sem Katalónar stunda af miklu kappi og alúð, en ]>að er jarðrækt, og er Katalónía eitt af þeim hjeruðum Spánar, sem fremst standa í akuryrkju. Leggi maður leið sína um Bayonne — sem er borg í Frakklandi við At- lantshafið, — inn í Spán, finst manni gróður jarðarinnar alt af fara þverrandi, en náttúrufegurðin verða æ meiri og meiri. Þvert á móti, þegar farið er um Perpignan (horg í Frakklandi Miðjarðarhafs- megin), ]>á liverfur að baki töfr- andi sýn: stafandi saltviitn með grunnskreiðuin seglbátum, græn eiði og sendnir tangar, hreinleg sveitaþorp í grösugum dölum og hrikalegir fjallatindar á hægri liönd (Canigou). Fyrir sunnan landamærin er alt öðru vísi um- horfs; þar ekki lengur neina til- takanlega náttúrufegurð að sjá; landið er tilkomulítið, bæirnir ó- reglulegir og sóðalegir, en alstað- ar getur að líta merki starfsemi. dugnaðar og nytþekkingar íbú- anna. 1 sveitunum umhverfis Figneras og Gerona skiftast á víngarðar og hveitiakrar, ]>ar sem ekki eru verksmiðjuhverfi. Jafnvel hrís- grjón og suðrænir ávextir ná ]>ar fullum þroska. I fjöllunum vaxa dýrar trjátegundir í víðáttumikl- um skógum, þar á meðal kork- eikin. Ströndin niður af Gerona hefir hlotið nafnið „costa brava“, vegna ]>ess livað hún er viðsjál sjófar- endum; hún er hömrótt og brima- söm, en vogskorin og óvíða annars- staðar er að finna jafn góðar hafn- ir og sjóbaðalægi eins og þar, t. d. við Rosas-fjörðinn. San Feliu de Guilxols og Blanes eru einhverjir bestu baðstaðirnir um þessar slóð- ir, sem seiða til sín þúsundir út- lendinga á ári hverju. En margir vogar og víkur, sem fult eins vel eru útbúin af nátt- úrunnar hendi, eru ennþá fyrirlitin af baðgestastraumnum, vegna vönt unar á þægilegum gistihúsum, danslmæpum, spilavítum og öðr- um nauðsynlegustu skemtistöðum, sem tigið fólk getur ekki án verið. Castelldefels er uppáhaldsbaðstað- ur efnaða fólksins í Barcelona. — Þar suður af tekur við hrífandi fögur klettasti önd, sem Katalonar nefna Cbsta de Garraf. Upp af henni liggur vel ræktað hjerað ,el Panadés', þar er framleitt mik- ið vín, einkum kampavín. En frjósamasta hjeraðið í allri Kataloníu er þó strandlengjan fyr- ir norðan og sunnan Tarragona. Það er h. u. b. 700 ferkílóm. að flatarmáli og alt það svæði er vökvað með v"tn>nu úr Gaya og Franeolí og ótal mörgum áveitu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.