Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 6
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kosningar í Bretlanöi. Þíngkosningarnar í Bretlandi fara fram núna um mánaðamótin, og er þess biðið með óþreyju um allan heim, hver úrslit þeirra verða. í eftirfarandi grein gefur Gustav Sjösteen, frjettaritari „Göteborgs Handels log Sjöfartstidning“ yfirlit um horfur kosn- inganna og undirbuning þeirra. Kosningar þær, sem nú eiga fram að fara í Bretlandi munu skera úr um það hvert stefnir í hinu mikla heimsveld'i. Það þarf þó ekki að búast við neinni bráðri umturnan hvernig svo sem kosningarnar fara. Að vísu hafa kosningarrjett margir óþroskaðir, lítilsigldir menn og lausir við ábvrgðartil- finninigu, en þegar á alt er litið, þá er það vitrasta þjóðin í stjórn- málum og sú, sem rnesta reynslu hefir í sjálfstjórn, sem nú gengur til kosninga. Gangi ofsi einhvers flokks fram úr hófi', þá hefnir það sín undir eins. Allir flokkar vita j>að, hversu stór loforð sein jieir gefa fyrir kosndngar, að jafn gamalt og grunnmúrað ríki og Bretland er, getur ekki farið út í neinar öfgar, heldur verður að fara hinn gullna meðalveg. Sjálfstjórnarfyrirkomu- iag ríkisins getur ekki til lengdar sveigt langt frá því, sem er þunga- miðjan í öllum þeim stefnum, sem uppi eru. Hinir ýmsu flokkar geta teygt stefnuskrá sína langt út fyr- ir hana. En livar er þá jiessi þunga miðja? Hvar greinast stefnurnar? Það inunu kosningarnar sýna. Og það eru miklar líkur til jiess, að þungamiðjan hafi færst allmikið síðan um seinustu kosningar. Nú sem stendur íiafa margir horn í síðu jnngræðisins. Það er ekki að furða, því að þingræðið hefir marga galla, sem koma æ betur í ljós. Meðan æðri stjett- irnar stjórnuðu í jungræðislöndun- um, sköruðu Jiær eld að sinni köku, en þær gættu Jiess ]>ó jafn- framt, að takmarka ríkisgjöld sein ailra mest, því að þær kærðu sig ekki um að þurfa að sjá fyrir al- jiýðunni. En nú er þetta breytt þannig, að meira er hugsað fyrir þörfum iægri stjettanna, og ment- un, menning og heilbrigðisástand jieirra hefir verið bætt að miklum mun. Þetta kostar fje, en því er vel varið. En jafnhliða hafa vinnu- færir menn tekið upp á því að lifa á almannafje, og livötin til sjálfs- bjargar hefir dofnað. Þeim pen- ingum, sem þánnig er varið, er illa varið, og þetta spillir siðgæðis- meðvitund þjóðanna. Þessi til- hneiging, að lifa á öðrum, hefir gert allmjög Vart við sig meðal jafnaðarmannanna í Englandi og liefir kveðið svo ramt að því, að j>að hefir vakið eftirtekt um allan heim. Stanley Baldwin. Þess ber ])ó að igæta, að það er tæplega meira en 1% af þjóðar- te.kjum Breta, sein' varið er til jjessara manna, eða með öðruni orð um til þess að auka leti manna. Og talsverð andúð er fram komin hjá þjóðinni gegn atvinnuleysis- styrknum, eins og best sjest á j)ví, hve vel hefir verið tekið stefnuskrá frjálslyndra, að láta alla atvinnulausa menn fá vinnu. Það eru ekki miklar æsingar samfara kosningum í Bretlandi. En rósemi jijóðarinnar má ekki skoða svo, sem áhuginn sje lítill, heldur ber rósemin vott um glögga íhugun. Mikill hluti kjósenda af- ræður ekki fyr en á seinustu stundu, hverjum þeir eiga að fylgja, og við allar kosningar eru það ,.hlutleysingjarnir“ sem ráða úrslitum. Og við þessar kosningar virðist svo sem jieir ,,hlutlausu“ sje fleiri en nokkuru sinni áður. Fjöldinn allur yfirvegar stefnu- skrá Lloyd George um að bæta úr atvinnuleysinu, þannig, að eftir tvö ár verði ekki fleiri atvinnu- leysingjar en góðu hófi gegnir, án þess þó að auka nokkuð skatta til ríkis eða sveita. Hann gerir ráð fyrir því að veita 586,000 manns atvinnu j)egar á fyrsta ári. Þar af eiga 350 þús. að vinna að vega- og brúagerðum, 35 Jnis. að húsa- smíðum, 122 jiús. vdð að leggja síma iog rafleiðslur, og 24 þús. við aukningu neðanjarðarbrauta í Lundúnum. Auglýsingu um þetta hafa frjálslyndir fest upp víðs- vegar, en við liliðina er ávarp hægri inanna oig er jiað fáort. Yíir því er mynd af Baldwin forsætisráð- herra, og undir því stendur ekk- ert annað en „Safety first“ (Ör- yggi fyrst og fremst). Það er einkennilegt við jiessar kosningar, hvað íhaldsmenn eru si>arir á lofoið. Þeir gera jiað af ásettu ráði. Þegar frjálslyndir komu með stefnuskrá sína um að bæta úr atvinnuleysinu, komu þeir öllum á óvart. Jafnaðarmenn hafa ekki sjeð sjer fært að ganga lengra á þeirri braut, nema hvað þeir vilja greiða fyrir mannflutningi til annara ríkishluta. Er nú eftir að vita, hvort meira má, mikil lof- orð, eða engin loforð um neitt ann að en það að fara gætilega. Ihalds- menn vilja bæta úr atvinnuleys- inu með verndartollum. Það má vera að yíirlætisleysi þeirra beri ávöxt í kosningtmum, en það get- ur orðið jieim að falli. I flestuih kjördæmum hafa nú þessir þrír flokkar frambjóðend- ur, og þess vegna er ómögulegt að segja hverjir sigra muni. Einn »f foringjum frjálslyndra, Sir Her- bert Samuel, liefir sagt í útvarps- ræðu, að ekki væri hægt að spá neinu um úrslitin, en alt benti til J>ess, að íhaldsmenn mundu bíða jafn algeran ósigur eins og 1006 (en j>á voru tollamálin einniitt sett á oddinn líka) og að þeir mimi fá fæst þingsæti af þessum jiremur fiokkum. Þetta sýnir að minsta kosti, livað frjálslyndir eru von- góðir. Það er enginn efi á því að hvort sem frjálslyndir eða jafnaðarmenn taka við stjórn, J)á verður ráðist í miklar ríkisframkvæmdir, en sigri íhaldsmenn, þá er lvft undii' þá stefuu, að ríkið eigi fremur að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.