Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 3
LESBOK MORÖUNBLAÐSINS 163 skurðum. Veturinn er mildur og sumarið ekki of heitt, vegna haf- golunnar. Fyrir utan kornjurtir svo sem hveiti, bygg, maís og Jirísgrjón, vaxa þar margskonar ávaxtatrje, gullapaldrar, eplatrje, sítfónuviðir, granatar, hnetur og ínóndlur o. fl. o. fl. Hæðirnar eru ]>aktar olíuviðarrunnum og vín- görðum. Frá því á dögum Rómverja hefir þetta svæðið verið mjög þjettbýlt og nú búa þar yfir 150 manns á hverjum ferkílómetra. — Stærsta borgin er Reus (30 þús. íb.), miðstöð vefnaðariðnaðarins. En höfuðborgin er Tarragona (á stærð við Reykjavík). Hún var til löngu áður en Rómverjar komu til Spánar, og enn sjást leifar hinna hrikalegu varnarmnra, sem bygðif voru umhverfis hana á forsöguöldinni. — En Rómverjar geiðu Tarraco að hernaðar- og menningarlegri miðstöð sinni á Spáni, og blómgaðist þá svo hagur hennar, að fáar borgir stóðu henni á sporði. En á öllum sviðum hef- ir borginni hnignað stórum, þótt íbúar hennar stundi enn töluverð- an iðnað og verslun. Þar eru búin til alþekt matvín, áfengi og krydd- vín, eins og t. d. hinn frægi ,líkör', sem Ohartfeuse-munkarnir halda áfram að búa þar til, eftir að þeir voru útlægir gerðir úr Frakklandi. Verslunin fer æ minkandi eins og í öðrum hafnarborgum í gfend- inni, t. d. Salou og Oombrils, sem áður voru siglingamiðstöðvar. — Stórborgin Bareelona er svo ná- lægt, að verslunin hlýtur meir og meir að færast í hennar hendur, enda hafa þar nú allar stærstu skipalínur bækistöðvar sínar. II. Barcelona er stærsta borg Spán- ar. Með úthverfum telur hiin rúma miljón ibúa, og af þehn eru um 250 þúsundif starfandi í verk- smiðjum hennar. Hún stendur á eiði milli ánna Besos og Llobregat. Við ósa þeirra eru sjóböð (Bar- eelonetta = litla Barcelona). Sunnanvert við bæinn stendur 200 metra hamraberg við sjóinn, hið illræmda Montjuich. A því er kastali sem notaður hefir verið fyrir fatigelsi; þar hafa pólitískir fangar verið pyndaðir og kvaldir til dauða með sömu píslartækjum og áður voru notuð í þágu trúar- rannsóknanna (Iiupiisición). Fyrir ofan borgina er fjallið Tibidabo (500 m. hátt). Þangað má komast í strengbraut. Þaðan má fá gott útsýni yfir borgina og hið blóm- lega hjerað í kring. Þó er sjald- gæft að maður geti verið svo hepp inn nieð veður, að ekki sjé mistur í lofti og mökkur yfir þjettustu verksniiðjuhverf'uiium. Tibidabo! Þetta nafn er merki- kga til orðið, ef leggja skal trúnað á ])á upprunaskýringu, sem Kata- lónar gefa því. Þeir segja nefni- lega fullum fetuni, að upp á ]>etta fjall hafi Satan leitt Jesú til aC syna honum öll ríki veraldarinnar OjS ]>eirra dyrð og freista hans með þessum orðuni: tibi dabo im- perium imiiidi = jeg mundi gefa þjer vóld yfir öllum heimi o. s. frv.) Til minnmgar un\ þennan merkilega atburð hafi svo hinir Irúuðu Katalónar skírt fjallið „tibi dabo" — þótt öll setningin, senni- lega full löng og óþjál í nieðferð- inni, þegar að þýi er gætt, livað þeir þurfa oft að nefna þetta fjall. Þeir halda eins mikið upp á það og heilagan anda. ()g hjeraðið í kring finst þeim eftir þessu svo ósambærilega fagurt, að enginn blettur á jarðríki átti að vera betur til þess" fallinn að freista sonar Guðs. Það er þriggja tínia ferð frá Barcelóna til liins einkennilega fjalls Montserrat, sem svo er kall- að vegna þess að tindar þess eru margir og keilulaga og tilsýndar eins og tenuur í sög. Upp í því, í 2500 feta hæð, er frægt klaustur og bænahús með Maríulíkneski, sem gerir kraftaverk, að sögn. — Koma þangað árlega um 100 þús. pílagríma. í Barcelona er verið að byggja írríðarniikla dónikirkju, seni á að heita í liöfuð heilagrar ])renningai-. Það tæki aldrei enda, ef maður a'tti að fara að telja upp alt, sem vert er að sjá í borginni, því að það er svo mikið o<r margt. — Hinar svonefndu „ramblas", þess- ar breiðu, sólríku götur, faldaðar pálmum og sígrænum laufviðum, eru til beggja handa prýddar ghesileguni stórhýsum, ])ar sem nöfn stórkaupmannanna, bank- anna og skipalínanna standa utan á með gleiðu gullletri eða iðandi Ijósstöfuni. Umferðin er hvarvetna "eysimikil; sporvagnar. stræta- vagnar og bílar bruna látlaust fram og aftur. Hvergi næstuiu óvinnandi maður. Kaffihúsin fá- nienn, nenia á morgnana og seinni part daga eftir skrifstofutíma. —¦ Þegar heitt er, fá menn sjer þá „horehata" = einskonar melónu- safa. \Tín er yfirleitt drukkið mjög í hófi. Flestir útlendingar, sein komið hafa til Barcelona munu kannast við Kolunibusar-súluna niður við höfnina og hið ága>ta útsýni, sem fæst þaðan yfir fjölförnustu stræti borgarinnar: Kambla del t'entro og San José, þar seni standa vóru- hús hins stóra firma „El Siglo", og Vía Layetana; nokkru austar getur að líta hiun fagra C!indadela- skemtigarð með tjörnum, fossum og gosbrunnum, og inni í miðri borginni aðaltorgið, sem kent er við Katalóníu. Katalóníutorgið er hjarto borgarinnar, á sinn máta eins og Puerta del Sol er mið- punktur Madridar; þar er mesta umferðin og ])aðan liggja flestar sporvagnalínurnar. Hingað til hefir Bareelona verið ('s|)a'iiskust allra ¦pnnskraborga og niiðstóð sjálfstjórnarlireyfingar- innar katalóiisku; eins og áður hefir verið drepið á hefir húi) jafnaii unað illa slerkri niiðstjórii í Madrid. En síðan Primo de Rivera tók við stjórnartaumunum, hefir hann gert alt, sem á hans valdi stóð, til að kveða niður metnaðarkritinn milli borganna, og hefir tekist ]>að með því að stilla svo til, að Barcelona yrði nokkurskonar útvörður spænskrar ineiiningar Og inerkisheri spa'iiskra áliril'a erlendis. Kin stórfenglegast;i tilraunin í þá átt cr lieinissvningin, sem nú á að fara að o|ina eftir margra ára erfiðan og kostnaðarsaman undir- biining. Ekkert hefir verið sparað til að gera haiia scni best úr gnrði. Þessi sýning á að standa yfir frá maí-byrjun og ffam í des- ember. Munu þeir, sem hana sækja, engi fýlnför fara. Þeir munu geta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.