Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 4
164 LESBÓK M0RG4JNBLAÐSINS Nauta-at. sjeð það með eigin augum, hvers spænska þjóðin er megnug, þrátt fyrir niðurlægingu þá, sem hún hefir komist í eftir missi nýlenda sinna; þeir munu sjá að hún er ennþá fær til stórræða og verð- skuldar að vera skipað framariega á bekk með mehningarþjóðunum í.Evrópu, hvað sem þeir segja, er trúa af fávisku sinni eða illgirni úreltum h'leypidómum um menn- ingarskort, gjegómagirnd og ó- mensku Spánverjans. Þeir munu fyrst og freinst sanli- færast um þá ómetanlegu listrænu og bókmentalegu fjársjóði, sem spænskt þjóðlíf hefir að geyma, ef þeir vilja gera svo lítið að líta inn í „spænska þorpið“, sem er ein af deildum sýningarinnar. Það er meistaraleg eftirstæling á gam- aldags víggirtu þorpi frá GÖmlu Kastilíu, með bændabýlum, úti- húsum, verslunarholum, veitinga- krám, serkneskri kirkju og hrÖr- lfcgum rústum brendra riddara- borga. Húsin eru með mismunandi sniði og sýna byggingastíl helstu hjeraða á Spáni á ýmsum tímum. Þar mun verða hægt að gæða sjer á uppáhaldsrjetti Spánverja, sem þeir kalla „puchero“, og bragða vín frá VaMepennas eða Rioja. Væri Don Quijote þangað kom- inn, mundi hann sannarlega verða frá sjer numinn. Þetta hlyti að vera Toboso, fæðingarborg hinn- ar óviðjafnanlegu Dulcineu, — mundi hann hugsa, því hreysin irundu fyrir hans sjónum vera hallir, liver annari ríkulegri, og í einni þeirra biði hún hans, þang- að til hann hefði lagt að velli alla f jölkyngismenn og yfirgangs- sama farandriddara í heiminum. Þar mundi og hinn aðalborni herra frá Mancha fá tækifæri til að þreyta burtreiðar við aðra ridd- ara, sem hefðu krafta í kögglum og hjartað á rjettum stað. í þessu „spænska þorpi“ verða sem sje háðar burtreiðar og nauta- öt, eins og þau tíðkuðust á mið- öldum, þegar það var eingöngu leikur tíginna manna, en ekki al- þýðuskemtun eins og nú er orðið; auk ]iess verða sýndir þar þjóð- leikir og dansar frá Öllum hjeruð- um Spánar. Það verður vafalaust mörgum starsýnt á hinar hros- mildu, tígulegu Spánardætur, er þær dansa fandango, bolero eða jota af tilfinningu og syngja um leið með seiðandi rödd einhverja gálausa „co]da“ (ferskeytlu) eða saknaðarljúfar „seguidillas.“ Allt sem miðar að því að kenna gest- unum siði og háttu Sþánverja, skapgerð þeirra og sál þeirra, veiður þar á boðstólum fyrir lítið verð og litla fyrirhöfn. Listamenn fara eltki erindisjeysu á þessa sýningu, því að stærsta liöllin þar er tekin undir ]iað að sýna þróun spænskrar listar frá upphafi til vorra daga. Hún er 32 þús. fermetra að flatarmáli og turnar hennar eru alt að 60 metra háir. Hátíðasalurinn getur rúmað 20 þús. áhorfendur. Þar verða samankomin mörg frægustu verk spænskra snillinga; frá Prado-safn- inu í Madrid eru lánuð þangað mál- verk eftir Ribera, Velázquez, Zur- barán, Goya og aðra snilliniga. Pyrir utan listahöllina hafa 12 —15 stórhýsi verið reist handa sýningunni. Viktoria-Eugenia höll- in er ætluð útlendum þátttakend- um, sem sýna þar iðnaðarafurðir « og útflutningsvörur landa sinna. Þar hafa Norðmenn komið sjer eftirtakanlega vel fyrir með fisk sinn, og niðursuðuvörur, og í sam- bandi við sýningu sína hafa þeir gildaskála, sem lokkar eflaust til sín margra spænska fiskinnflytj- endur og rjetttrúaðar fiskætur. íslendingar höfðu ekki efni á að leigja sjer eitt skot í Viktoria- höllinni til að sýna þar sinn óvið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.