Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 167 sjá fyrir þeim mönnum, sem ekki geta sjeð fvrir sjer sjálfir. Hvort ston heldur verður, þá er um að neða fjárhagslega tilraun, sem all- ui heimur getur lært mikið af. Heimsveldið, sem lenigst er komið í iðnaði, gefur þá öðrum ríkjum fordæmi um, livað hægt er-að gera David Lloyd George. og livað ekki er ha?gt að gera með íhlutun ríkisvalds, þegar að krepp- ir. Og sennilega fáum vjer að sjá Breta fyrst gera tilraun í aðra átt- ina um þetta og svo í hina, þegar misheppnast hefir að ráða bót að atvinnuleysinu. Þessar tilraunir gera tvær stjórnir, er sitja lengur eða skemur, og svo kemur sú tíð, að alt jafnast aftur, hægt og ró- lega, þegar þjóðarhagurinn kemst sjálfkrafa í jafnvægi. Mjer virðist, að úrræði íhalds- manna, að bæta úr atvinnuleys- inu með verndartollum, sje við- sjárverðara heldur en hitt, því að það hlýtur að verða hnekkir fyrir utanríkisverslun Breta. Um úrræði frjálslyndra, að koma á stórum atvinnubótum á ríkiskostnað, er ekki gott að dæma, enda þótt það sje viðsjárvert, eins og áætl- un þeirra liggur fyrir. Því er helst fundið til foráttu, að meiri hluti atvinnuleysingja sje „fag- lærðir“ menn, og því sje ekki hægt að nota. þá við vegavinnu, framræslu eða jarðgangagröft, og að ekki dugi að taka lán til allra þessara fyrirtækja, heldur verði líka að greiða kostnaðinn að nokkru leyti með sköttum. Og því pr einnig haldið fram, að ekki sje hægt að stöðva alla þessa vinnu í einu eftir tvö ár, heldur verði að gera það smám saman. En þessar viðbárur kveða ekki hugmyndina sjálfa niður, því að þótt gert sje ráð fyrir að ríkið hafi 350.000 manna í vinnu á öðru ári, og 'að það taki mörg ár að draga úr vinnunni Jiangað til henni- verður hætt, og þótt nokk- uð af kostnaðinum verði að taka með sköttum, ]>á er þetta ekki liættulegt fvrirtæki fjárhagslega. Svo rík þjóð sem Bretar eru, hefir áreiðanlega efni á því að láta vinna í mörg ór að opinberum fyr- irtækjum, í stað þess að láta ]>ess- ar 350 þús. manna ganga iðjulaus- iar, sjálfum sjer til niðurdreps. — Meiri hlutinn af hinum atvinnu- lausu námamönnum og öðrum, sem vanir eru erfiðisvinnu, ætti þá að geta sjeð fyrir sjer, og ]>á verða ekki eftir nema % hlutar þeirra, sem nú eru taldir atvinnu- lausir. Uppistaðan í stefnuskrá frjálslyndra er því góð. Það er t. <1 aðkallandi nauðsyn að auka mjötg bílvegi í landinu. 1 fyrra var bifreiðafrainleiðsla í afturför. Ein af orsökunum til þess var sú, að áhugi manna fyrir því að eiga bíla, var að minka, vegna þess að vegi vantaði út úr borgunum, þar sem ekki er c’ns m'ki! u::'.f. rð og Ramsay Mc Donald. á þjóðvegunum. Símakerfið þarf að stækka að stórum mun til þess að hægt sje að lækka hin hóu sím- gjöld. Og ýms önnur atvinnufyr- irtæki getur hið opinbera haft með höndum, ef þeim er stilt í hóf við fjárhaginn. Vexti af fje til bílvega er t. d. hægt að fá með auknum bílskatti. Og svo er hægt að draga úr herkostnaði og láta það fje ganga til atvinnubóta. Bæði jafnaðarmenn og frjáls- lyndir hafa því á stefnuskrá sinni að draga úi herkostnaði. íhalds- menn liafa líka tekið vel uppá- síungu Bandaríkja um takmörkun herbúnaðar, en s.'gjast bíð.i eftir „ákveðnum tillögum.“ Fyrir hálfu ári báðu Bandaríkin Breta að koma með ákveðnar tillögur í málinu. Breska stjórnin tók vel í málið, en luin gat ekkert gert vegna ofríkis sjerfræðinganna í fiotamálum. Ekkert væri v en'egra til sigurs fyrir íhaldsmenn við kosningarn- ar, en ef ]>eir tæki á stefnuskrá sína takmörkun herbúnaðar. Eina blaðið sem er á móti þessu er „Morning l’ost“ en ,,Times“ er því fylgjandi að hætt sje kapphlaup- inu við Bandaríkin um herbúnað á sjó. Ef íhaldsmenn hafa ekk- ert látið undan almenningsviljan- um í þessu efni þegar til kosn- inga kemur, ]>á getur ]>að orðið til þess að þeir bíði ósigur. Páfinn ætlar að tala í útvarp. Útvarpið í Citta Vaticano má heyra um allan heim. Páfaríkið nýja, Citta Vaticano, hefir nýlega fengið eina stærstu og fullkomnustu útvarpsstöð í heimi. Prjedikanirnar í Pjeturs- kirkjunni má hjeðan í frá heyra um allan lieim. Við mikil hátíða- höld er álitið, að páfinn muni láta útvarpa ræðum sínum. Það er langt síðan páfinn byrj- aði að hlusta á útvarp. Fyrsta út- varpstæki hans var gjöf Englend- ings, og hið fyrsta, sem liann hlýddi á, voru hljómleikar í Lund- únum. Smælki. Ögmundur gamli járnsmiður var ákærður fyrir það að hafa stolið mjölpoka frá kaupmanninum. — Vitni bar það, að það hefði mætt Ögmundi með poka á bakinu, nóttina þegar þjófnaðurinn var framinn. Og daginn eftir kvaðst það hafa hitt Ögmund aftur og þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.