Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1929, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 Thorarensens, hve sjaldan and- inn kom yfir hann, nema sjer- slakar ástæður væru til (en þá líka oft duglega, því skal ekki neitað). Vjer sjáum fram á það, að ef Jónas hefði verið í Reykjavík alla æfi, hefði hann orðið skáld smáþorpsins, ort fyrst og fremst erfiljóð, sam- sætisljóð og háðkvæði um menn („Skraddaraþankar um kaupmanninn“) og viðburði í þorpinu. Vafalaust hefði margt fallegt verið í því, en þ’au kvæði, sem oss eru nú kærust, væru þá ekki til. — Sjóndeildarhringur hans hefði þá aldrei orðið svo víður sem hann varð. Hann hefði ef til vill orðið sælli — en hann hefði varla orðið betra- skáld við að verða makindaleg- ur borgari. En æfi hans varð önnur — hann lenti í flokki lítt þokkaðra nýjungamanna, Fjölnismanna, og hann varð að þola harma og eymd — en því meiri sem harmar hans voru, því fegri urðu kvæði hans. IV. Frá fyrsta tímabilinu í kveð- skap Jónasar er kvæðið „Sökn- uður“ — fegursta eða næstfeg- ursta ástakvæði hans. Kvæði þetta er vottur ógæfusamlegrar ástar, sem fyrir Jónas kom á þessum árum og fylgdi honum út yfir hafið 1832 og lengi síð- an. Svo leiðinlegur hlutur sem ógæfusamleg ást er, einkum sje hún langsöm, þá tjáir ekki að neita þeirri staðreynd, að áhrif hennar á bókmentirnar hafa verið geysimikil. Þarf ekki ann- að en nefna dæmi eins og Petr- arca og Goethe (Werther) til að sanna það. — Hugmyndina í kvæðið (Söknuð) hefir J'ónas sótt til Goethes („Jeg minnist þín“), svo sem alkunnugt er, en hitt er ekki síður kunnugt, hve snildarlega hann fer með hana, enda er kvæðið ritað með blóði. 1 hinni nýju útgáfu af ritum Jónasar er annað ástakvæði, „Ferðalok", sett í flokk með kvæðum frá þessum tíma, og Indriði Einarsson (Iðunn 1928, þls, 279) telur það ort rjett eft- ir norðurför Jónasar úr skóla 1828. En allir hinir fyrri útgef- endur hafa skipað því miklu síðar í ljóð hans. Hefði þeim Konráði og Brynjólfi átt að vera manna best kunnugt um þetta. Jeg sje ekki ástæðu til að víkja frá hinni eldri skoðun, nema ný rök komi fram, sem afsanni hana. Hannes Hafstein getur þess til, að kvæðið sje ort í raunum Jónasar á síðari árum hans: „Gamlar og gleymdar ástir frá skólatíð hans vöknuðu og komu fram í hinu inndæla kvæði Ferðalok“. Mundi það ekki vera sama konan, sem Jón- as hefir í huga í stökunum „Enginn grætur íslending“: „Mjer var þetta mátulegt! mátti vel til haga, hefði jeg betiir hana þekt, sem harma eg alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þjer alt í haginn! í öngum mínum erlendis yrki eg skemsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; ó, að jeg væri orðinn- nýr og ynni þjer að nýju“. Ef þessi skoðun er rjett, væri það ást Jónasar til Þóru Gunn- arsdóttur, æskuást hans, sem hefði skotið upp í huga hans löngu síðar, mögnuð af þungum hörmum, „eins og heillastjarna í sjávarháska“ (Baudelaire). V. Sumarið, sem Jónas fer at- an í fyrsta sinni, markar tíma- mót í kveðskap hans. Hann er nú alt í einu kominn fjarri ætt- landi sínu — hann sjer það nú aðeins í draumum sínum og elskar það nú enn heitar en áð- ur. Hann er kominn úr fá- breytta þorpinu á Seltjarnar- nesi til borgarinnar, með mann- fjölda hennar og allskyns tæki- færum, glaumi og skarkala, vís- indum, skáldskap og veraldar- lífi. Hann drekkur djúpan teyg af öllum lindum hennar. Hann finnur nú sterkar en áður and- vara hinnar rómantísku stefnu — hann kynnist nú fyrst og fremst hinum þýsku skáldum. Og hann heyrir gnýinn af frels- ishreyfingu þeirri, sem hafin var með júlíbyltingunni á Frakk landi 1830. Alt það, sem nefnt var, kem- ur fram í kvæðum hans. Form- gallar þeir, sem fundnir verða á kvæðum hans áður, hverfa. Kveðskapur hans auðgast að háttum og hugsjónum, sjón- deildarhringurinn víkkar. Sjá- ið, hversu nýir bragarhættir þyrpast nú fram! Vjer sjáum fornhættina, sem nú eru orðnir öruggir og stíl- hreinir. Auk þeirra, sem áður voru ngfndir, koma nýir til. Tögdrápulagið, ljett og fjaður- magnað eins og dansmær: Sofinn var þá fífill fagur í haga, mfis undir mosa, már á báru ....... Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd (lengt um eitt atkvæði, vísan fjórar línur), en svo mjúkt, að það er nærri því ó- kennilegt: Ungur var jeg og ungir austan um land á hausti laufvindar bljcsu ljúfir, ljek jeg mjer þá að stráum. Enn fleiri fornháttaafbrigði koma fyrir, sem oflangt væri upp að telja. — Þá koma suð- rænir hættir, hlýir eins og sum- argola: Sonetta með yndisþokka margra alda fágunar: Nú andar suðrið sæla vindum þýðum .... Terzína, marglit fljetta, sem að öllu sjálfráðu endar aldrei: Skein vfir landi sól á sumar- degi .... Stanza, svipmikil og tíguleg: Þar sem að áður akrar huldu völl. ólgandi Þverá veltur yfir sanda ... Elegía, lygn og tær eins og bergvatn: ísland farsælda-frón og hagsælda hrímhvjta móðir ,,,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.