Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 6
366 LESBÓK MORGUNBULÐfilNS metra frá Bermuda-eyjum í norð- ur. Það var ekkert annað að gera en að reyna á allan hátt að ná landi, hvernig sem það kynni að takast, því að e'nda þótt storm- inn væri farið að lægja, var enn hátt i sjó og mikil undiralda. Fyrsti dagurinn leið á enda, slysalaust að mestu. Við vorum all- ir orðnir rólegir, og mjer er óhær,t að fullyrða, að við vorum allir von- góðir um að komast lífs af. Það gekk ver seinna. Alla þá sjö daga, sem við flæktumst þarna, get jeg ekki sagt að jeg hafi sofið dár. Það var hvergi almennilegur stað- ui til að sofa á, og flestum varð ekki svefnsamt, nema þeim tveim, sem halda áttu vakt, því að þeir þurftu auðvitað að sofa sem best, svo að þeir gætu safnað kröftum. En það var heldur ekki auðvelt fyrir þá, því að Bill prjedikaði liárri röddu, milli þess sem hann kað eða söng sálma. Bill þessi — sem, eins og jeg sagði áður, hjet rjettu nafni Jósep Notiee — hafði ávalt verið mikill trúmaður, en nú keyrði Svo um þvert bak, að hann þagnaði varla alla þá sjö daga, sem við vorum í þessu volki. Hann söng sálma sína hárri röddu og ákallaði guð með fögrum orðum um að frelsa okkur úr háskanum. Síðan las hann i biblíunni og bað bænir. Það er okkur enn hulin ráðgáta, hvernig hann fór að því að halda biblíunni sinni þurri gegnum alla brotsjó- ina, sem á okkur riðu. Venjulega þótti okkur ekkert að því að hlusta á Bill syngja, því að hann hafði fallega baritonrödd og var söngelskur eins og margir negrar. En það var ekki laust við, að okkur væri farið að leiðast bænir hans og sálmasöngur. Því að það var honum ekki síst að kenna, að við gátum varla sofnað dúr. Það var ekki fyr en k þriðja degi, að við fórum að verða ein- mana þarna úti í rúmsjó. Við og við flaug máfur yfir bátinn og um tíma fylgdi delfin okkur eftir. Það virtist unna vel fjelagssltap okkar og ge'rði mörg falleg stökk fyrir okkur, en þó leið að því, að það varð leitt á hinum hungruðu og alvarlegu sjómönnum, og þess vegna yfirgaf það okkur. Þegar það var farið, var eins og alt yrði leiðinlegra, og við vorum enn meira einmana en áður. Brotsjóirnir skullu á okkur í sí- fellu, og við vorum allan tímann holdvotir. En allan tímann auðnað- ist negranum þó að halda biblíunni sinni þurri. Það duftu sár á hend- ur okkur og líkaminn bólgnaði urdan saltvatninu. Á sjöunda degi voru sjö kexstykki e'ftir af vist- unum og nokkrir lítrar af fúlu vatni. — Þá kom Italinn auga á land. Negrinn byrjaði hrifinn á lof- sálmi, og jeg man það, að jeg tók eftir því, að þrátt fyrir langa og kalda nótt, sem hann hafði eytt með því að syngja og biðja bænir,, eins og endranær, var hann alls ekki hás. Þetta var líka í fyrsta skifti sem enginn gerði það að til- lögu sinni að kasta honum fyrir borð. Jeg held líka að við höfum í aðra röndina verið honum þakklát- ir fyrir sönginn, að minsta kosti fyrirgáfum við honum allir. Yfir- leitt fundum við ekki til fjand- samlegra tilfinninga, því að nú byrjaði lífróðurinn að landi, og allir voru samtaka í erfiðinu. Land ið, sem við sáum, var rifið, sem liggur langt fyrir utan Bermuda- eyjarnar. Aður en við vorum komn ir miklu nær því en við vorum, þegar komið var auga á það, kom stormur, sem rak okkur langt út á haf. Smátt og smátt mistum við sjónar af skerinu, og loks hvarf það okkur alveg.. 1 fyrsta skifti á allri þessari æf- intýraferð fann jeg til þreytu, þegar alt erfiði okkar virtist ætla að verða fyrir gýg, og við færð- umst. óðfluga frá landi aftur. Jeg held líka, að jeg hafi lokað augun- um og mjer hafi runnið í brjóst, en það var ekki lengi sem jeg svaf, því eftir nokkrar mínútur vaknaði jeg við, að einhver kallaði að hann sæi skip. Þetta var þá skip, er var að koma frá Bermuda-eyjum. Það stefndi í áttina til okkar', e*n við gátum ekki siglt í leiðina fyrir það, enda virtist þess tæplega þurfa, þar eð það nálgaðist óð- fluga, og auðsjeð yar, að það mundi ekki fara langt frá. Negr- inn kastaði sjer á knje og öskraði af lífs og sálar kröftum og að þessu sinni æptum við með. En brátt kom annað hljóð í strokkinn. Skipið beygði nú af fyrri leið sinni og fjarlægðist okk- ur aftur. Jeg ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Loks áttaði jeg mig, reif upp eldspítur og fór að bisa við að kveikja á þeim, en það var ekkert áhlaupaverk, því að þær voru allar blautar. Jeg sje það núna, að við hefðum átt að geyma þær innan í biblíunni negr- ans. En um síðir tókst mjer þó að kveikja á einni, og gat jeg þá kveikt á einum af kyndlunum, sem jeg hafði tekið með. Þetta var sliömmu eftir sólarlag, og raett ] j 'siö frá kyndlinum var vel sýni- legt. Nú breytti skipið aftur um stefnu, og stefndi beint á okkur á fullri ferð. Við sáum það líka betur núna. Það var stórt skemtiskip. Það hjelt sig með mikilli viðhöfn og var auð sjáanlega fult af bankastjórum og auðmönnum, sem höfðu farið til Bermuda-eyjauna til að hvíla sig Um borð mættum við hinni bestu aðhlynningu. Skipslæknirinn tók okkur að sjer. Hann he'lti of- an í okkur meðulum, og hrestumst við brátt. Áður en við háttuðum, átti jeg tal við aldurhniginn mann í samkvæmisfötum. Hann spurði mig mikið um mat okkar og að- búð. Jeg sagði honum, að næst, þegar jeg lenti í svona æfintýri, mundi jeg hafa meira með af á- vöxtum, en minna af kjötmeti. Þessi orð mín skrifaði hann hjá sjer, og lýsti yfir því, að hann mundi kaupa þessa setningu af mjer til auglýsinganotkunar. Hann var forseti geysimikils bananavetsl unarhviss. — Annar vildi kaupa biblíuna af Bill, og bauð honum í hana 500 dollara en Bill vildi ekki láta hana af hendi hvað sem í boði væri. Skipbrot okkar var aðal-umræðu efnjð í marga daga á skipinu. En eitt urðu auðmennirnir aldrei á- sáttir um. Það var, hvort við hefð- um átt björgun okkar að þakka seglunum, róðrinum, eða bænagerð pegrans,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.