Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 1
síldveiðum Eftir Bjarna d Skallagrími. Sæmundsson. í fyrrasumar*) var jeg allan ágústmánuð við síldaráturannsókn- ir fyrir Norðurlandi, á ,Þór‘, varð- skipinu. Stóð þá til, að jeg færi af því yfir á „Skallagrím“, sem þá var tíðast að síldveiðum á Húna- flóa, og yrði á honum dálítinn tíma, til þess að geta sjeð hinar stórfeldu snyrpinótaveiðar augliti til auglitis, ef svo mætti að orði komast. En þegar jeg hafði lokið rannsóknum mínum á „Þór“, var komið að því að „Skallagrímur“ færi að hætta veiðum (það var í byrjun september), svo að ekki varð úr að jeg „flytti mig“ yfir á hann. í vor er leið var jeg eina útivist á Selvogsbanka á „Skallagrími“, þó að e'kki verði sagt frekara frá þeirri ferð hjer og var þá svo um talað milli skipstjóra og mín, að jeg kæmi í sumar vestur og yrði á skipinu, þá er jeg hafði lokið rann- sóknarferð á „Þór“ úti í Faxa- flóa í júlí. En þar eð „Skallagrím- ur“ fór vestur þegar í júnílok, varð jeg að fá mjer far á öðru skipi. Nú stendur svo á að samgöng- umar við Hesteyrarf jörð (eða síld- veiðastöð Kveldúlfs, „Hekla“ er hún nefnd) eru lítið greiðari nú en þær voru á landnámstíð, þegar síldveiðaskipunum er slept, og verður maður því að taka fyrstu *) Þessir pistlar eru skrifaðir í uóvember 1929. bestu fleytu sem býðst — flug- vjelin fór þangað fyrst tveiin dög- um eftir að ^eg var farinn heim á leið, jeg sá aðeins í skottið á henni, þegar hún fór frá ísafirði. Mjer varð það nú annars til happs að „Þór“ átti að fara til dýptar mælinga á Húnaflóa, þegar fiskirannsóknunum í Faxaflóa var lokið, því að honum var leyft að „skjóta“ mjer á land í Hesteyrar- firði um leið og hann færi þar um á norðurleið. Þó skal jeg taka það fram, hv. „Spegli“ til leiðbeining- ar, að þetta átti ekki að gerast með „varðtóli því, sem nefnist kan- ón“, enda hefði jeg ekki verið neitt ólmur í það, jeg sá það í fyrra- sumar, við skotæfingarnar á Þór, íiti fyrir Skagaströnd, að það er ekkert gaman að vera skotið úr þess konar tæki, e'f maður er ekki gerður úr stáli eða öðru jafn- haldgóðu efni. 26. júlí, um nónbil, var „Þór“ ferðbúinn til að fara norður og ljet jeg ekki á mjer standa, frem- ur en endranær, en bíllinn sem átti að flytja mig til skips, reyndi hinsvegar dálítið á þobnmæði mína með því að láta mig bíða e'ftir sjer í 5 mínútur — langur tími, að mjer finst, þegar svo stendur á, því þegar ferðahugurinn er kom- inn í mig, er jeg varla mönnum sinnandi, fyr en jeg er kominn af stað, er annars hræddur um að verða of seinn. Þór var nú ekki svo hlálefgur að hlaupa á undan mjer; hann lá rólegur eins og rík- isskipi sæmir, undir Hjaltabukka, mjög óherskipslegur, með dekkið liálf-fult af timbri, sem átti að brúlea í sjómerki við mælingar. Nokkrum mínútum eftir að jeg kom um borð, var landfestum kast- að og haldið, sem leið liggur út úr höfninni og við Akureyjarrifið var stefnan sett djúphalt við Mal- arrif, og liggur þá leiðin yfir mið Akurnesinga; Sviðið, Forirnar og Kantana; er þá komið vestur í miðjan flóa og úr því lengi farið um innanvert -lökuldjúpið. Veður var hið besta, — en undiröldu- vottur af suðvestri vaggaði Þór gamla ofboð notalega •— hann er furðu næmur fyrir öllu þess háttar, ósjósterkum farþegum til lítillar ánægju. Og farþegar voru nokkrir: frúin foringjans — engin sjóhetja, Arni Pálsson bókavörður — gall- hraustur, og virtist kunna jafnvel við sig á sjótrjánum og í ræðu- stólnum, danskur sjóbðskapteinn, sem 4tti að standa fyrir mæling- unum á Húnaflóa — þekti sjó- vciki aðeins af afspurn, — og svo einhverjir fleiri, sem jeg nenni eigi að telja upp. Þegar komið var vestur í Jökul- djúpið, fór að draga þoku í loftið og yfir Snæfellsne'sið, svo að ekk- ert var frekara að athuga. Tók jeg á mig náðir á þverbekk í klefa 1. stýrimanns aftast í dekkhúsinu, um ellefuleytið og bjóst við að ná takmarkinu c: síldveiðastöð Kveld-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.