Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 2
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS úlfs eftir svo sem 12 tíma. En það tókst nú ekki. Jeg vaknaði e'ftir væran svefn út af Bjargtöngnm, í blindþoku; en í stað þess að halda sem leið liggur til ísafjarð- ardjúps i norðaustur, með fram núpunum, var tekin stefna í há- norður, því að nú fekk jeg að vita að við áttum að „skreppa“ út á Hala til þess að gá að ís, fyrir Keykjavíkurtogarana, sem ætluðu sjer á saltfisk (flugvjelin gat ekki athugað neitt þar vegna þokuþ Stakk jeg upp á því við skip- stjóra, að hann setti mig á land áður eu farið væri til Hala, því að þangað átti jeg ekki neitt erindi og langaði ekki til að fara að flækjast í ís, éf við lentum í hon- um. En’ þess var enginn kostur. „Vil Du med, saa hæng paa“, sagði Friðrik og svo var ekki meira við því að gera; jeg var reyndar alls ekki leiður yfir því, hugsaði mjer að gera þá dálitla rannsókna- og athuganaíerð úr öllu saman, og hafís hafði jeg lítið kynst per- sónulega um dagana. Við fikruðum okkur áfram í blindþoku; kl. 10 f. m. vorum við 50 sjóm. N. af Bjargtöngum, þá var hitinn 13° í lifti og 10,2° í yfirborði sjávar; 6 sjóm. norðar var hann kominn niður í 8,7°; 65 sjóm. af Bjargi var hann 5,9° og þegar koinið var út á Halann, 70 —75 sjóm. N. af Bjargtöngum var hann aðeins 2,2° í sjó og 9° í lofti kl. 1 e. m. Þarna var stikað dýpið á nokkrum stöðum og rjeð- um við af dýpinu, að við hlytum að vera á Halanum norðanverðum, en ekki sást út af augunum fyrir þoku. Andvari var af S og heyrð- um við tíl íssins skamt frá okkur til N. og NV. Höfðum við þá fengið að vita það, sem við áttum að athuga, hvort ís væri á Halan- um, sendum skeyti um það ut í loftið og hjeldum svo í áttina til Djúpsins, því að skipstjóri fann enga ástæðu til að fara í blind- þoku að hætta skipinu inn í ísinn, enda þótt sumir farþegar vildu gjarnan sjá hann, því að Þór et* ekki svo rammbygður, að hann sje hentugt skip til siglinga í ís. En við fengum að kynnast ísn- um fyrir það, því að um nónbil vissum við ekki fyrri til, e‘n við vorum umkringdir af ishruli og að vörmu spori komnir inn í ísbreiðu, sem við í fyrstu kugðum að væri aðeins injó ræma og hjeldum á- fram í því trausti, að við værum undir eins komnir i gegn um hana, en það varð nú ekki; við vorum komnir of langt tíl þess að geta snúið við, sáum varla keldur lengra frá oss en svo sem tvær skipslengdir; ísinn varð smám saman þjettari og jakarnir stærri og það fór að líta út fyrir, að iö yrðum fastir. Við kræktum einn úr og annan í, stoppuðum eða höíð- um aítur á, eftir því sem jakarnir neyddu okkur, en fórum þess á niilli ekki harðara en maður sem gengur í hægðum sínum. Loksins sáum við út yfir breiðuna um mið- aftansleytið og vorum þá um 20 sjóm. út af Itítnum; breiðan hafði verið eitthvað 7 sjóm., þar sem við fórum gegnum hana, og það tók 3y2 tíma. Ferðin í gegn um ísbreiðuna verður mjer lengi minnisstæð, því að það var í fyrsta skiftið á æf- inni, að jeg hafði komist í reglu- lega hafísreiðu. Veðrið var unaðs- legt, logn og sólskin, en blindþoka þó; þokan lá eins og lág breiða yfir sjónum, svo að sólar naut sæmilega, þótt lítið sæist út frá skipinu. Frain undan grilti í hvern jakann á fætur öðrum, eítir því sem skipið skreið áfram og virt- ust þeir margir ail-ægilegir, háir og breiðir, í þokunni, en minkuðu flestir blessunarlega, þegar við vorum komnir rjett að þeim og altaf fundum við smugu til þess að smjúga milli þeirra, en oft mátti ekki tæpara standa, og í eitt skifti fekk gamli Þór svo hart högg á kinnunginn niðri við sjó- mál, af jakaræfli, sem notaði sjer tækifærið meðan við vorum að krækja fyrir annan, að ein af hans þrítugu plötum Ijet undan, en ekki nema sína eigin þykt. Undir eins og við vorum komnir inn í ísinn, tók foringinn fasta stöðu á brúnní og setti tvo menn við stýrishjólið og var það all- mikið púl, því að oft þurftí að víkja; við vorum altaf að víkja fyrir jökunum, einkum til hægri (c: suður á bóginn) og bar okkur þannig eitthvað út af leið, en um hreyfingu íssins gátum við e'kkert vitað með vissu, vegna þokunnar. 1. stýrimaður var settur fram í stafn og stóð liann þar allan tím- ann eins og Þór í stafni á nafna og efast jeg um af oft hafi verið. myndarlegri sá trje-Þór, sem menn höfðu í stafni í gamla daga, en þessi eyfirski Þór, gerður af holdi og bióði, og líkast var það sem jakranir glúpnuðu, þe'gar þeir komu svo nærri, að þeir sæju í augu hönum. Isinn sem hjer var á ferðinni var reglulegur hafís, getinn og gotinn á hafinu, eins og hver ann- ar lagnaðarís, líklega einhverstað- ar útí fyrir Norður-Grænlandi, 'en nú aítur- brotinn og bramlaður og æði-slitinn og slæptur, eftir langa ferð og mikið volk suður eftir ís- hafinu og síðast í hlýjurn Golf- straumnum. Þarna voru jakar, sem voru nokkrir tugir metrar að þver- máli og jakar sem varla náðu ein- um metra, auk mulningsins, sem var eins og grjót í skriðu við fjalls rætur, að stærðinni til. Borgarís- jaka var engan að sjá, alt flatís, 2—3 metra þykkur upprunalega, neðri helmingurinn þjettur og' harður, blágrænn, loftlítill sjávar- ís, en ofan á gljúpur, franðkendur, loftmikill ís, sem uprunalega hefir að nokkru leytí verið snjór, sem fjell á ísinn og smá-harðnaði. — Utlit og mynd jakanna var svo margbreytt, að engin tök eru á að lýsa því. Stærstu jakarnir voru fiatir og tíðast sljettir að ofan, nokkuð etnir af öldurótinu í sjó- máli, með skvompum og stoðum sem sjórinn skellur inn í ef hreyf- ing er í sjó; niðri í sjónum er bláísinn, sem stenst betur öldurótið og er varinn fyrir lofthitánum og stendur eins og skör niðri í sjónum, út frá jakanum. Þetta nefnist „forberg“ jakans og verð- ur ávalt að taka hæfilegt tillit til þess, ef farið er fram hjá jaka. Smærri jakarnir voru oft þannig, að niðri í sjónum var föst hella og ofan á henni einn eða fleiri stöplar eða súlur og ofan á þeiin aftur flöt, þunn íshella; líkist þetta oft borði á einum eða fleiri fótum, oft hæfilega stórt fyrir kaffikerlingar, bridge-dömur eða sjúss-drekkandi l’hombre-herra, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.