Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 4
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að koma inn með, eða fisk sem skipsmenn veiddu á færi og lóð úti í fjarðarmynninu. -Jeg skal ekki hafa langa lýs- ingu á stöðinni. Hún stendur norð- anmegin við Hesteyrarfjörð, 2—3 km. fyrir innan Hesteyri, á lítilli eyri, sem he'itir Stekkeyri, og var hún upprunale'ga reist af Norð- mönnum sem hvalveiðastöð, sem þeir nefndu „Heklu“ og það nafn ber stöðin enn. — Síðar (1922) breyttu þeir henni í síldarbræðslu- stöð, sem Kveldúlfur svo keypti 1926. Er hún í svipinn næst- stærsta síldarbræðslustöð landsins; getur torgað 1200—1300 málum af nýrri síld á sólarhring og þróin tekur um 35 þús. mál. Nú fiskuðu fyrir hana allir Kveldúlfstogar- arnir 5 og 2 aðrir, „Hafsteinn“ og „Yer.“ Yfirumsjón með rekstri stöðvarinnar höfðu þeir bræður Haukur og Kjartan Thörs til skift- is, en aðal framkvæmdastjórinn var Norðmaðurinn Peter Söbstad; umsjón með afgreiðslu skipanna hafði Jónas Magniisson, en dansk- ur efnafræðingur, Hansen að nafni, rannsakaði gæði framleiðslunnar. Á stöðinni unnu í sumar, í fasta- vinnu, 55 manns, fyrir utan skips- hafnirnar. Aflinn var alls 84 þús. mál. Stöðin stendur undir snarbrattri og grýttri fjallshlýð, þar sem hætta getur stafað bæði af snjó- flóðnm og skriðufalli. Fjörðinn getur lagt í hörðum árum, eti hafís kvað sjaldan reka inn á hann. ísrek er hættulegt fyrir bryggjurnar (þær eru 4 eða 5) og þær tók allar af fyrir Norðmönn- um 1914 af þeirri orsök. Stöðin er lokuð og mannlaus á veturna, nema hvað ein gömul kona, sem þjónaði Norðmönnunum áður, býr þar enn, ásamt ketti sínum, og vill ekki þaðan fara og er hún eina manneskjan sem býr í öllum firðinum á vetuma, þegar Hesteyri er talin frá, því að þar er ekkert býli nú á dögum, en bæj- arrústir sjást óglögt á Seleyri hinu megin fjarðarins, andspænis stöð- inni. Það leið nú að því, að frúrnar færu þeim, og til þess að skemta þdim eitthvað áður en þær færu, efndi skipstjóri til ferðar inn í fjörð og bauð þar til sínum nán- ustu vinum á hinum skipunum — þetta var einskonar útreiðartúr, en þar sem hvorki eru vegir, sem vegir geta talist, með firðinum, fremur en víðar á Vestfjörðum og hesta ekki að fá, nema á Hesteyri (hvi skyldi hún annars bera það nafn ?), þá var farið sjóveg. Báts- maðurinn fekk skipun um að taka annan nótarbátinn og menna hann nokkrum af hinum frægu ræður- um á Skalla, því nú lá mikið við. 1 bátinn stigu svo 4 skipstjórar: Kolbeinn á „Þórólfi“, Snæbjörn á „Agli“, Jón Jóhannsson og Guð- mundur, svo ekki gat báturinn talist stjórnlaus. En þar sem hing- að til hefir þótt fara best á því, að skipi væri absólút einveldi (þegar ekki er um þjóðarskútur að ræða) ; voru völdin lögð í hend- ur bátsmannsins og það var karl sem kunni með þau að fara, fat- aðist hvergi, þó að fjórir gamlir navígatörar væru í kringum hann. Svo komu báðar frúrnar á Skalla- grími og frú Þórdís, kona Snæ- bjarnar, þrír drengir (synir hjón- anna á Skallagrími) og undirskrif- aður. Við lögðum af stað líðandi nóni í inndælis veðri, logni og sólskini, þó að hvast væri nokkuð úti í Djúpinu. Fjörðurinn var sljettur eins og spegill, og er það jafnvel þó að stormur sje, vegna síldar- lýsins, sem dreifist um hann allan og fjörurnar fyrir innan stöðina (einn gárungurinn staklc því upp á að hann væri nefndur Brák- arpollur). Á sama augnabliki og síðasti gesturinn var kominn niður í bátinn, sltipar bátsmaður: árarn- ar út! 6 árar falla í sjóinn og Snæ- björn stýrir með 7. árinni, en bát- urinn brnnar af stað undan átök- um ræðaranna, þó að hann sje enginn kappróðrarbátur, t. d. er um miðbikið, þar sem nótin er ann- ars vön að liggja, gólf, þar sem 8—10 pör geta dansað í senn. — Eftir dryltklanga stund vorum við komin yfír um fjörðinn og lentum þar við örmjóa eyri, sem nefnist Seleyri og gengum þar á land. Þar hefir einhverntíma verið býli (eða sel?) og vottaði lítíð eitt fyrir hleðslum, en gras töluvert þar um hverfis; þar teygðum við úr okk- ur, átum sælgæti eða drukkum Egilsöl (þeir, sem það vildu; mjer þykir það satt að segja heldur dauft, og hvað mundi gamli Egill hafa sagt um það?) eða sítrónu- vatn. Svo var aftur ýtt frá landi og lagt inn í fjörðinn og nú skyldi höfuðnúmer hátíðarinnar koma: kappróður sldpstjóranna. Báts- maður tók við stýrisárinni, e*n skip stjórarnir hinar, þó ekki nema eina hver, fóru úr jökkunum og settu sig í ræðarastellingar. Mátti nú sjá mögnuð átök og mikil ára- tog. Báturinn nötraði og skalf og risti sjóinn eins og torfljár blauta mýri, en við hin hjeldum okkur dauðahaldi í hvað sem hendi var næst, svo að við yrðum ekki eftir. Loks linnuðu þeir skorpuna og þurkuðu af sjer svitann og virtist oss hinum, sem sumir þeirra he'fðu grenst lítilsháttar — og mátti þó engin nneitt nússa, síst okkar menn. Þá áttu dömurnar að leggja út; en af því að þær stóðu á stöku varð jeg fjórða „daman“. Syst- urnar voru saman á borð, en jeg og frú Þórdís saman. Sást það brátt, að þær voru vaxnar upp í Breiðafjarðareyjum og við árina; því að eftir stutta stund sneru þær svo rækilega á okkur hin, að jeg lagði upp við lítínn orðstír, en svo vel vildi til, að einn af ræðurunum á bátnum var líka Grindvíkingur og hann gætti víst betur heiðurs sveitarinnar en dokt- orinn, því sú var tíðin, að Grind- víkingar kunnu áralagið. Eftir allar þessar þrautir var lent inni við fjarðarbotn, fengin sjer hressing eins og áður, og skoð- að sig þar um bekki, hvílt sig í grasinu eða farið inn í „skóginn“, en því nafni nefna menn þar lá- vaxið birki- og víðikjarr, með einstaka smá reýnihríslum innan um, sem vex þar neðan til í bi'ekkunum. Gróðurinn er þar allur lágvaxinn (bældur af snjóþyngsl- um) og hefir á sjer hreinasta heim- skautslanda brag. Óskóp er kyrr- látt og rótt þarna inn frá, ein- staka æðarfugl, teista, svartbakur og kría á sjónum, eða við hann, örfáar kindur uppi í hlíðunum, en x sjónum yið landið slangur a|

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.