Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUIJBLAÐSINS 133 bleikjn og töluvert af þorskseið- um á 1. ári innan um þarann við ströndina. Á heimleiðinni var skemt sjer við söng; voru þar margar góðar raddir. Konurnar tóku háu tónana, svo kom Snæbjörn, svo við hinir þar fyrir neðan, en neðstur var sjálfur hiisbóndinn, með sinn djúpa bassa. Hlíðarnar, kríurnar og kindurnar tóku undir svo að úr þessu var ein allsherjar sym- fónía, sem naumast hefir áður heyrst um endilanga Jökulfirði og þó víðar væri leitað. Það var happ að engar kýr voru þarna inn frá; þær hefðu getað spólerað öllu fyr- ir okkur. Við komum „heim“ aftur um átta-leitið, eftir ágæta ferð og settumst að kjötveislu Hílaríusar með fyrirtaks lyst. Framh. ——-<m»&—— Minsta konungsríkið. Eftir Einar Eors Bcrgström. í sumar sem leið var sænskur blaðamaður hjer á ferð, Einar Fors Bergström fað nafni. Hann kom fyrst til Austfjarða og fór norður um land hingað til Reykjavíkur. Ferðaðist hann siðan um Suðurland. í vetur haía birst eftir hann nokkrar greinar um ísland i »Svenska Dagbladet«. Bera greinar hans vott um að hann hefir á ferð sinni hjer í fyrra fengið nánari kynni af landi og þjóð en titt er um erlenda menn, er hafa hjer skamma dvöl. Hjer birtast kaflar úr einni grein hans í lauslegri þýðingu. Eigi verður hjá því komist að skoða Island sem eitt af dvergríkj- 'unum í Evrópu. Og víst er um það, að ísland er emkennilegt ríki. sjerstætt á marga grein. Þegar að er gætt, er þetta kotríki Norð- urlanda alt öðru vísi eh önnur dvergríki álfunnar. Því þótt það sje’ lítið, þá hefir það ekki dverg- ríkis svip. Onnur dvergríki álfunnar hafa ekki sjerstakt þjóðerni, eða sjer- staka tungu. Þau hafa annað hvort orðið til iit af landamæraþrætum stærri þjóða, ellegar þau eru leifar af löngu horfnum ríkjum — forn- gripir. 1 raun og veru eru þau altend öðrum ríkjum háð, og sýna ósjálfstæði sitt með því að vera t. d. í tollsambandi við stærri rikin. Me*nn brosa, er þeir heyra nefnd- an aðalræðismann fyrir San Mar- ino, eða þegar talað er um mála- rekstur út af ríkiserfðum í Mona- co, eða stjórnmálaþrætur í Licht- enstein. Menn taka ekki málefni þessara kotríkja alvarlega, vita sem er, að hægt er að má þau burt úr tölu ríkja á hvaða augna- bliki sem er. Öðru máli að gegna með Island. Þó þjóðin sje lítil, þá er hún alveg gjerstök þjóð með sínum sjerkenn- um og 1000 ára sögu að baki. 1 1000 ár hefir þjóð þessi alið sjer- stæða menningu. Vegna þess hve landið er afske'kt og lífskjör þar bág, hafa íslendingar sloppið við að fá yfir sig innflytjendastraum ei1 legði landið undir sig. Þessi hætta hefir þó altaf verið yfirvof- andi, og það er hrein furða hvað Islendingar hafa sloppið vel fram á þennan dag. Því gagnvart inn- flytjendastráum hafa íslendingar altaf staðið varnarlausir, og varn- arlausir standa þeir enn í dag. 1 því tilliti standa þe'ir eins að vígi eins og hinar dvergþjóðirnar. — Þurfa menn ekki að hafa náin kynni af stjórnmálum þeirra, til þess að komast að raun um, að þeim er full-kunnugt um þessa hættu, sem vfir þeim vofir. En annars eru viðfangsefni fslendinga og dagskrármál alt önnur en meðal annara smáþjóða. íslendingum et1 það ekki nóg, þeim er það ekki mögulegt að vera út- hjerað innan takmarka framandi þjóðmenningar. Saga þeirra öll er saga um baráttu til að vernda það, sem þjóðlegt er og ramm ís- lenskt. ísland getur aldrei í menn- ingarlegu tilliti orðið útibú frá Dönum, eða nokkurri annari þjóð. En þá vaknar sú spurning. Er það mögulegt fyrir svo fámenna þjóð, sem fslendinga að vernda hið sjálfstæða þjóðerni sitt og leysa viðfangsefni sin á viðunandi hátt á sviði stjórnmála, fje'lags- mála og menningarmálat — Geta þeir þetta án þess að ýmislegt verði lijá þeim vanskapað og með kotungsbrag? f Evrópu efast menn venjulega um að kotríkin geti vfirleitt lifað — og þá er átt, við smáríki sem e'ru margfalt öflugri en fsland. Menn hafa jafnvel efast um það, livort Norðurlandaríkin gætu bjargað sjer. Og enda þótt við Svíar sjeum ekki miklir fyrir okkur, þá höfum við þó sett okkur upp á þann háa hest, að líta niður á nágrannaþjóðir oklcar við Eystrasalt, og látið í veðri vaka, að þær myndu eiga erfitt upp- dráttar. Getur ríki eins og Eist- land átt framtíð fyrir sjer, með aðeins rúma miljón íbúa? Um þetta hafa menn talað hje'r án þess að setja það í nokkurt samband við hættu þá, sem vofir yfir þessari ])jóð frá Rússum. Margir líta svo á, að þjóð sem er svo lítil, rambi á glötunarbarmi, og tortýmist þeg- ar minst varir. Að svo lítil þjóð geti ekki verið sjálfri sjer nóg, og koinið upp og haldið við allri þeirri fjölbreyttu starfrækslu, sem tímarnir krefjast nú. En Eystrasaltsríkin hafa nú komist af í einn áratug, og þar hafa margs konar framfarir dafn- að. Við Svíar höfum gctað glaðst yfir því, að hrakspár okkar hafa ekki reynst á rökum bygðar. En alt fyrir það er ekki nema eðli- legt, að við spyrjum hvernig smá- ríkin geti b.jargast áfram, og sjeum forvitnir eftir að fá sem skýrust svör. En íbúatala fslands er ekki nema 1/10 af íbúatölu Eistlands. Því er það ekki nema eðlilegt, að menn láti undrun sína í ljós, er þeir líta til ríkisins í norðanverðu At- lantshafi, og spyrji hvort það eigi framtíðarmiigulcika. Strax á fyrstu höfninni, í fyrsta fiskiþorpinu, se'm menn koma í, fá þeir hugmynd um hvernig hið fátæka og fámenna ríki getur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.