Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐ3INS 131 ekki var þó neitt af þessu að sjá þarna úti, og en<ra kvika kind áðra, svo sem seli eða birni. Svart- fugl og lundi og eitthvað af fýl, fáeinir þernumáfar, og eitt brogn- kelsi við yfirborð, voru einu dvrin scm sáust. Þó að útlit og lögun smærri jak- anna væri all-margvísleg, þá var samt útlit smá-íshrulsins allra fjöl- breyttast, og bar þar einna mest á fuglamyndum, einkum hálslöngum ísálftum (síðustu leifar af ein- fættu ísborði), sumar þeirra böfðu að vísu tapað höfðinu, en syntu þó keikar. Svo voru allskouar skraut- gripir, svipaðir því sem sjá má í gluggum glervörukaupmanna og skal ekki farið frekar út í að lýsa því, af þeirri góðu og gildu ástæðu að það yrði mjer ofraun. En hvern- ig sem nú þetta alt var útlits, þá l.jómaði það alt, nema smæsta ís- hralið, í öllum hugsanlegum, bláum, blágrænum, grænum, grágrænum. ■ gráum og mjallhvítum litum, eftir því, hvernig ísinn kastaði sólar- geislunum frá sje'r og var unun að horfa á iill þau litbrigði. Það er sitthvað að komast í sAona ísbreiðu í sumarbjartnætt- inu og veðurblíðunn i og á koldimm- um vetrarnóttum, í blindhríðum og stórsjó, eins og togarar fá stundum að reyna á Halaferðum sínum; þá er það ekkerf gaman og alls ekki hættulaust. •Teg gat þe'ss áður, að við hefð- um heyrt til íssins úti á Halanum; já, þar sem er samfeld breiða af flatís, heyrist. álengdar þungur niður, eins og brimniður, ef undir- alda er nokkur að ráði og kemur niðurinn bæði af því, að sjórinn svettist inn í holur og skompur í .jakaröndinni, eins og áður var sagt, að því að jakarnir dýfa röndinni í kaf, þegar þeir vagga á öldunni, og fossar sjórinn niður af henni, þe'gar hrin lyftist upp og svo af því að þeir rekast hver á annan, svo að höggin heyrast; verður af öllu þessu langdregið hljóð, eins og brim- eða foss- niður í fjarska. Þenna nið hevrðum við Tíka fyrst í stað, þegar komið var inn í ísbreiðuna, af því að undiralda var nokkur, en þegar lehgra kom inn hjaðnaði hún, og piðurinn hætti; alt var kyrt, sjór- irsn eins og spegill á milli jakanna og alt fagurt á að líta, en samt held jeg að flestir hafi verið fegn- ir þegar undiraldan fór að sýna sig aftur og niðurinn að hevr- ast á ný, því að það var vottur þess, að nú væri opinn s.jór í nánd og það rættist. Við urðum fegnir hafinu, eins og hermenn Xenofóns forðum og við Árni Pálsson hróp- uðum eins og þeir: ,,Þalassa, Þal- assa“ (c: haf, haf), í hljóði þó. •Teg var nú laus við ísinn í þetta sinn um 20 s.jóm. út af Rit, og hafði ekki farið langt, varla meira en 5 sjóm. fyr en síldartorfur sá- ust vaða um allan sjó, og sendnm við skevti um það, út í loftið. — Tnnj í ísnum og \úð hann hafði liitinn aðeins verið 2—3° og mældi jeg nú hitann enn, því að jeg bjóst ekki við að síldin væri þarna í nærri ísköldum s.jó, enda revndist hitinn líka 10° (8° í lofti). Af jSkipum þarna úti var e'kki annað þð s.iá en tvo ísfirska ,,punga“ á ,.skaki“ ; c : dekkbáta á handfæra- veiðum. Kl. 10y2 um kvöldið kom- um við loks inn að síldarstöðinni. Þar lágu þeir feðgarnir „Skalla- grímur" og ,,Egill‘ og fleiri tog- arar við bryggjurnar. Við lögð- umst upp að þeim síðarnefnda og varð hann allbrú.iaþungur, er hann sá sig þarna kominn í klípu milli varðskinsins og brvrgg.junnar. en nú var hann síldveiðaskip og þnrfti ekki að svara til neinna saka. Yfir ,.Egil“ og brvggjuna lá nú leið mín nm borð í „Skalla- "rím“. Var bátsmaðurinn kominn mpð fullmakt frá skipstjóra og litla. en valda sveit manna til þe'ss að taka á móti mjer og dóti mínu o!" koma hvoru tveggia heilu ocr höldnu vfir á ,.Skalla“ og gekk bað alt slvsalaiist. nema hvað jeg datt á hrammana á borðstokk .Eg- ils‘ 0" flnmbraði mi" á sköflun<?n- um, en það var mín sök og ekki beirra, því að þeir hefðu víst gjarna borið mig, ef ie<r hefði æskt þpss: Ke'la hefðí ekki munað mikið nm mi" á handlegsr sjer. Aðkoman á Tíkallagrími var ann- ars danurleg. Þar hafði orðið sorg- legt slvs um dasrinn : Einn af mín- um góðu kunningjum meðal skips- hafnarinnar, ftlafur Jónasson, á- gætis drengur, svili skipstjóra, varð undir fullu síldarmáli, sem hrapaði úr háa lofti og lenti á baki honum og skaddaði hann svo mjög á mænunni, að hann var flutt- ur dauðvona til ísafjarðar og and- aðist þar eftir nokkra sólarhringa. Guðmundur skipstjóri, frú Ingi- björg kona lians og s.vstir hennar. frú Sigríður kona .Tóns .Tóhanns- sonar. sem nú var 1. stýrimaður á'skipinu, mágkonur ólafs, fvlgdu honum til ísafjarðar og komu þau ekki aftur fyr en um miðja nótt. Systurnar höfðu verið á skipitiu undanfarnar vikur og ætluðu suð- ur með næstu ferð og fetigu nú að horfa upp á þetta. Sigurmann 2. stýrimaður var líka kominn á spítalann á Isafirði, og hjeldu sumir skipsmenn að hann væri með taugaveiki, en það reyndist vera brjósthimnubólga, sem mein- aði honum að vera á skipinu það seni eftir var veiðitímans. 011 þatt skifti sem je'g hefi áður verið á Skallagrími, hefir rekkja skipstjórans verið hvíla mín, en nú var kominn köttur í ból Bjarna. eða öllu heldur tveir ,,kettlingar“, synir skipstjóra, sem höfðu verið ineð mömmu sinni og ætluðu heim með henní aftur. (Það voru fleiri af Kveldúlfsskipstjórunum, sem höfðu unga svni sfna og sumir frúrnar með sjer í þessum leið- angri). Svo bjó frú Ingib.jörg nát.t- úrlega líka í brúnni, (svaf á öðr- um bekknum) og systir hennar í stýrimannsklefanum aftur í. En mjer var svo sem ekki kotvísað fyrir því; í „Skalla“ eru inargar vistarverur og hlaut jeg eina aft- ur í, lokrekkju Guðmundar frænda, sem hafði brugðið sjer til ísafjarðar. Þar svaf jeg þrjár fyrstu næturnar og leið ágætlega þar uppi á hillunni, en flutti mig í „brúna“ og initt gamla ból, þeg- ar frúin og drengirnir voru farin. TTndanfarna daga hafði aflast svo mikil sild, að bræðslan hafði alls ekki undan og urðu skipin því að hálf hætta veiðum og bíða eftir því að eitthvað Tækkaði í þrónni. Skallagrímur lá því inni 3 næ.-stu daga og hafði jeg því góðan tíma ti! þess að kynna mjer stöðina og umhverfið, á milli þess að jeg at- hugaði síld, se'm hin skipin voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.