Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 8
136 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frá H. C. Andersens hátíðahöldunum. Hjer er mynd frá 12 ára afmælishátið æfintýraskálds- ins, er haldin var í Kaupmannahöfn þann 2. apríl. Myndin er tekin af nokkrum hluta hins mikla mannfjölda, er safnaðist saman á Ráðhústorginu þann dag. Fyrir framan ráðhúsið var ræðupallur reistur, og ræður haldnar. En fjöldi skólabarna gekk í skrúðgöngu um torgið, og voru börnin klædd í ge'rfi ýmsra persóna úr æfintýrum skáldsins. Mælt er, að uin 80 þús. manna hafi komið saman á torginu. Smælki. Charlie Chaplin, frægasti og vin- sælasti skopleikari heimsins, varð 41 árs 16. þ. m. Chaplin vinnur nú að kvikmynd, sem heitir ,,Stór- borgarljósin.“ Verður það merk- asta af „þöglum“ kvikmyndum þessa árs. Chaplin er fæddur í London 16. april 1889, og byrjaði að leika þegar á fyrsta ári, því að faðir hans og móðir voru bæði leikarar, og var Charlie látinn leika ungbarn i vöggu í einni af leiksýningum þeirra. Síðan var hann á leiksviði þangað til 1912, að hann rjeðist til kvikmyndafje- lags. 1918 myndaði hann eigið kvikmyndafirma, sem síðan hefir gengið í samband við United Art- ists, sem hann leikur nú hjá. Mrs. Ida Flagler, sem að lik- indum mun vera e'inhver ríkasta kona heimsins, dvelur nú á geð- veikrahæli í New York, og þjáist af þeirri ímyndun, að hún sje blá- fátæk, og að hlutabrjef þau, sem maður hennar ljet henni eftir við dauða sinn, sjeu einskis virði. — Arssltýrslur nefndar þeirrar, sem gætir fjár hennar, sýnir að hún á yfir 16 milj. dollara. Kurteisi. — Hvernig líður yður, herra framkvæmdastjóri ? — Þakka yður fyrir, jeg er ekki vel góður í maganum. — Einkennilegt! Jeg hefi líka liaft slæman maga, en auðvitað ekki nærri því eins slæman og framkvæmdastjórinn. — Þú þekkir ekki muninn á vinnu og verðmæti. — Jú, ef jeg lána þjer 100 kall, þá er það verðmæti. — En vinnan? . — Hún verður í því fólgin að ná í hann aftur. Frú Hansen: Það er kynle'gt að þú umgengst nú orðið ekki aðra en hjúin þarna í Stranda-hjáleig- unni. Þó segirðu að það sjeu þau sem hafi íengið alla í þorpinu til að trúa því að þú hafir stolið gærunni. Hr. Hansen: Það er ósköp skilj- anlegt, góða mín. Simbi og Gunna eru nú þau einu sem vita að je'g stal henni ekki. — Af illu tvennu kýs jeg heldur að umgangast ó- htiðarlegt fólk, sem veit að jeg er heiðarlegur, en heiðarlegt fólk, sem heldur að jeg sje óheiðar- legur. Kaupmaður: Þjer segið, að hníf- urinn sje ekki góður, en jeg get frætt yður á því, að miljónir manna hafa brúkað hann, án þess að kvarta. Viðskiftamaður: Látið þjer mig heldur liafa hníf, seta er óbrúkaðiir IsafoldarprentsralCja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.