Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 5
 tESBÓK morgunblaðsins 21 Mætti fyrir þenna sparnað auka rafljósanotkunina að miklum mun og jafnframt vinna mikið rúm og fá heila útveggi, þar sem áður voru rúður. Þá yrði lýsing öll í betra lagi, og væri slikt gott, ekki síst í skammdeginu og þar sem vetur er langur eins og á Islandi. Loks má gera ráð fyrir, að raf- magnsnotkun yrði jafnari og meiri ef gluggalansar byggingar yrðu algengar. Yrði þetta til þess með- al annars að gera rafmagnið ódýr- ara. Ekki þyrfti að binda vinnutím- ann við dagsljósið í slíkum bygg- ingum, frekar en vildi. Enda á það við um ýmsar verksmiðjur, að þær verða að starfa dag og nótt, ef vel á að vera, og geta alls ekki án rafmagnsljósa verið, en hæglega án dagsljóss. Verður enda hita- tapið gegnum verksmiðju- og búða-glugga hlutfallslega mun meira en gegnum venjulega húsa- glugga, sem fyr var getið. Þá eru og há glerhvolf geysi- lega hitafrek. í verksmiðjum . vill auk þess, falla sót og rjTk á rúðumar. Man jeg það frá verksmiðjiim í Þýska- landi, að dagsljósið var þar oft æði grátt og rafmagnssólir teknar til hjálpar, þótt glerhvolf væri yfir. Er jeg ekki í nokkrum vafa um, að margar verksmiðjur gætu, nú þegar, verið gluggalausar og þó komist eins vel af eða betur en ef gluggar væru á. Rafmagnsljós- ið hefir ennfremur þann mikla kost, að því má haga eftir vild, og fer lítið fyrir ljósgjafanum. Þá skal enn geta þess, að glugga- laus hús myndi veita meiri ein- angrun gegn borgarskarkala en hús með gluggum — eða, svo að teknar sjeu verksmiðjur, þá myndu veggirnir byrgja inni hávaðann. Yrði þetta hvort tveggja til að auka á kyrð borgarlífsins. Gluggalaus hús eru loftþjettari en hús með gluggum. Yrði þá e. t. v. í framtíðinni hægt að ráða efnasamsetningu loftsins í húsinu. rakastigi, ])rýstingi ete. Er ekki ómögulegt að þetta gæti haft einhverja þýðingu (spít- alar?)• Sjálfsafft »r þess þó iangt að bíða, að íbúðarhús verði bygð gluggalaus. Er hætt við að fólk langi til að „líta út um gluggann“. En hjer kemur og til greina það atriði, hvort íbúðarhús framtíðar- innar verða einbýlis eða fjölbýl- ishús, og ræður það nokkuru. Þá er og mögulegt, að með tím- anum verði algengt víðvarp lif- andi mynda, og getur orðið eins skemtilegt að horfa á viðburði í fjarlægum löndum eins og að ein- mæna ofan í hlaðvarpann. Hvað sem öðru líður þá mun víst óhætt að segja, að rafmagn ei bet>ir fallið til ljósa en til hit- unar, enn sem komið er. Er vert að taka eftir þessu á Tslandi. þar sem livorki finnst, svo gagn sje að, kol eða oh'a. Enda er altaf best að vera sem minnst upp á aðra kominn. Er notknn jarðhita þó þarna spor í áttina. Gömlu íslensku sveitabæirnir, signir í jörð og gluggalausir að kalla, voru hvað hitaeinangrun snerti, sjerstaklega góðir á sínum tíma. Timburhjallarnir höfðu glugg- ana, en voru annars af vanefnum og vanþekkingu gerðir ,enda kald- ir. — Með miðstöðvarhituðu steinhvis- unum rennur upp nýr tími í ís- lenskri byggingarsogu, og sjálf- sagt eiga menn eftir að framleiða íslenskt einangrunarefni í veggi. En það skyldi nú aldrei fara svo að næsta húsakynslóðin yrði gluggalaus — gluggalaus en með sólarherbergjnm í norðri, austri, suðri og vestri — gluggalausum rafsólarherbergjum! Það er nii ekki svo að jeg sje að spá þessu! — en .... Skrifað fyrri hluta dags í skammdeginu, við 50 kerta ljós. Kaupmannahöfn, 3. janúar 1931. Maðurinn minn er ákaflega sjóveikur, herra skipstjóri. Getið ]>jer ekki sagt mjer hvað hann á að gera, þegar hann fær þessa voðalegu veiki? — Alveg óþarfi, kæra frú, svar- aði skipstjórinn, hann finnur það sjálfur hvað hann á að gera, „Fjarskygni". Með sjerstöku áhaldi, sem sett er í sambandi við viðtæki, geta menn sjeð um allan heim. Það er ekki nema skamt síðan að mönnum tókst að senda lif- andi myndir um óravegu í loftinu, eða með öðrum orðum: búa til skuggsjá, sem speglaði atburði á fjarlægum stöðum. Við ýmsa erf- iðleika hafa vísindamenn og hug- vitsmenn átt að stríða til þess að gera þessa uppfinningn hag- nýta, en nú er talið að hnúturittn sje levstur. og að hver sem vill. geti ..horft í gegn um holt og hæðir.“ t. d. að ]ieir, sem hafa viðtæki hjer á landi og hlusta á óperuna í London eða París, geta jafnframt sjeð leiksviðið og leik- endurna, eins og ]ieir væri meðal áhorfenda í húsinu. TTppfinning þessi er að þakka úngum, amerískum manni, sem Philo T. Farnsworth heitir. Hann er aðeins 24 ára að aldri, en er samt einhver efnilegasti maður í Bandaríkjunum á ]iessu sviði. — Faðir hans átti heima í Utah og þar gekk Philo á háskólann. — Þegar hann var 14 ára að aldri, fann hann upp hið svonefnda ,,.dissektorrör“, sem nú er notað víða um heim. Hneigðist hugur hans snemma að rannsóknum á sviði fjarsýnis-vísindanna. Hinn alkunni útvarps-verkfræðingur Donald K. Lippeneott. tók eftir hæfilej.kum drengsins, og sagði að hann væri „einn af mestu stærðfræðis-galdra- mönnum veraldar.“ Eftir tveggja ára háskólanám inisti Philo föðnr sinn, og var ]>á ekki annað sýnna en að hann yrði að hætta við það lífsstarf. er hann hafði valið sjer, vegna fátæktar. En þá kom auð- kýfingurinn og bankastjórinn William H. Crooker honum til hjálpar, stofnaði fjarsýnLstilrauna- stöð í San Franeisco og setti Philo vfir hana, svo að hann gæti þrosk- að liina miklu hæfileika, sem með lionum búa. ()g nú hefir Philo gert hina miklu ujipgötvun sína. Byggist hún á alt öðrum grundvelli, en fyrri uppjfötvanir, Með aðferð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.