Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 8
24 LfiSBÓK MORGUNBLAfeemS — Hvað heldurðu að sje galdur- inn við það að komast vel áfram í lífinu ? — Það veit jeg ekki, en jeg er hræddur um að hann eigi eitthvað skylt við vinnu. aura, þá fer jeg heim til Eiríks, og hann er með mislinga. Qlæpaöldin í Chicago. Smyglararnir hafa drýgt eitt morð á viku til jafnaðar árið 1930. Aðfaranótt 31. desember kvað við stórsprenging í einu af út- hverfum Chicago. Það var kveðja frá smyglurunum til Samuel Gotto lögregruliðsforingja, með þökk fyrir liðna árið. Gotto hafði sem sje gert ýmsar árásir á leyniknæp- ur smyglaranna í sínu hverfi árið sem leið. Sprengingin var svo mikil, að Gotto og sonur hans fleygðust út úr rúmum sínum, framhlið hússins brotnaði öll og hver einasta rúða í því húsi og næstu húsum hrotnuðu í mola. Smyglararnir í Chicago drápu fleiri menn árið 1930 heldur en á nokkru ári áður. Alls hafa þeir „boðið 60 mönnum í ökuferð", eins og það heitir á máli þeirra. Stórvirkastir voru þeir í júní. Þá drápu þeir 14 menn, þar af 11 fyrstu daga mánaðarins. En aldrei hefir komist upp um morðiugjana. 1 bókum lögreglunnar stendur alt af: „Morðingi óþektur“. Það voru ekki jafn nafnkunnir á£T F\ n d rée-sýn i n g. — —— ■■■ - Fyrir nokkru var haldin sýning í Stokkhólmi á munum þeim, sem fundust á Hvíteyju, og birtast hjer myndir af nokkrum mun- anna. Að ofan eru skrefmælir og tímamælar, en að neðan myndir at' stígvjelum þeim, sem fundust í bækistöð þeirra Andrés á eynni. menn, sem myrtir voru árið 1930, eins og árin áður. Að þeim Jack Zuta, Jake Lingle, og Joe Aielo undanteknum, voru allir hinir „smáfiskar“, eins og kallað er. .Toe Aielo var einn af glæpa- mannaforingjunum. Hann var frá Sikiley, og sagt er að hann hafi átt margar miljónir. Hann var tættur sundur með tveim vjelbyss- um. Þegar lík hans var rannsakað fundust í því 62 kúlur. Jake Lingle var frjettaritari „Chicago Tribune“. Hann var myrtur í mannþröng á neðanjarð- ar járnbrautarstöð. Honum var rutt úr vegi vegna 'þess að hann vissi of mikið um glæpamennina. Blaðið hjet gríðarmiklum verðlaun um hverjum þeim, sem gæti komið upp um morðingjann, en hann hefir ekki fundist enn. Jack Zuta var skasðasti keppi- nautur A1 Capone.Hann átti marg- ar miljónir dollara og rak ölgerð- arverksmiðju samhliða smyglun- inni og áfengisbruggun. Hann var myrtur í danssal í Wisconsin, og enginn var í efa um það, að morð- ingjarnir væri menn A1 Capones. A1 Capone (eða Scarface, eins og hann er venjulega kallaður) hefir nú rutt úr vegi mörgum verstu keppinautum sínum. Sein- asta bragð hans var það, að gifta öðrum glæpamannaforingja systur sína. Lögreglan þykist altaf vera á hælum hans, og hún hefir gert honum margan óleik með því, að taka fasta að.toðarmenn hans, en glæpamannakóngurinn situr enn öruggur í hásæti sínu og rakar að sjer hundruðum þúsunda doll- ara á hverri viku. fsafoldarpr«ntsir.i8ja h f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.